Bann við fóstureyðingum ógnar lífi og heilsu kvenna Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2015 10:43 Vísir/Getty Óléttar konur og stúlkur ógna heilsu sinni og lífum haldi þær til í Írlandi. Þetta segir Amnesty International í skýrslu um fóstureyðingarlög landsins sem ber nafnið: Hún er ekki glæpamaður – Áhrif laga Írlands um fóstureyðingar. Þar er farið yfir tilfelli þar sem konum er neitað um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að setja heilsu fóstra þeirra í forgang. Árið 1983 var ákvæði um öryggi fóstra sett í stjórnarskrá Írlands. Fóstureyðingar eru því einungis leyfilegar ógni meðganga lífi kvenna og þykir löggjöfin einhver sú strangasta í heiminum. Amnesty segir í skýrslunni að um fjögur þúsund konur ferðist árlega til útlanda til að fara í fóstureyðingu. Því fylgi mikill kostnaður og sálfræðilegt álag. Skýrslu Amnesty má sjá hér. Írland, Andorra, Malta og San Marino eru einu löndin í Evrópu sem banna konum að fara í fóstureyðingar jafnvel í nauðgunartilfellum. Fari konur í fóstureyðingu í Írlandi gætu þær verið dæmdar í fjórtán ára fangelsi. Þeir sem aðstoða konur gætu fengið sama dóm. Íslandsdeild Amnesty hefur nú hafið undirskriftasöfnun til að þrýsta á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni og afglæpavæða fóstureyðingar. Undirskriftalistann má sjá hér á vef Amnesty á Íslandi.Lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu Árið 2012 lést kona sem hét Savita Halappanavar á sjúkrahúsi í Írlandi vegna sýkingar. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að framkvæma fóstureyðingu þar sem fóstrið var enn með hjartslátt. Savita var frá Indlandi. Sama ár kom kona á sama sjúkrahús vegna mikilla blæðinga. Þrátt fyrir að fóstrið sýndi engin merki lífs, neituðu læknarnir að framkvæma fóstureyðingu. Hún þurfti að ferðast til Spánar, sem er heimaland hennar, og þar kom í ljós að fóstrið hafði dáið fjórum til fimm vikum áður. Í lok árs 2014 var heiladauðri konu haldið í öndunarvél, gegn hennar eigin óskum og fjölskyldu hennar, í 24 daga. Til stóð að halda henni lifandi þar til hægt væri að taka fimmtán vikna fóstur hennar með keisaraskurði. Dómstólar ákváðu að löglegt væri að taka hana úr öndunarvél eftir að læknar sögðu að litlar líkur væru á að fóstrið myndi lifa af. Skýrslu Amnesty má finna hér að neðan, en þar eru sögur nokkurra kvenna, sem gengið hafa í gegnum erfiðleika vegna laga Írlands, sagðar. Andorra San Marínó Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Óléttar konur og stúlkur ógna heilsu sinni og lífum haldi þær til í Írlandi. Þetta segir Amnesty International í skýrslu um fóstureyðingarlög landsins sem ber nafnið: Hún er ekki glæpamaður – Áhrif laga Írlands um fóstureyðingar. Þar er farið yfir tilfelli þar sem konum er neitað um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að setja heilsu fóstra þeirra í forgang. Árið 1983 var ákvæði um öryggi fóstra sett í stjórnarskrá Írlands. Fóstureyðingar eru því einungis leyfilegar ógni meðganga lífi kvenna og þykir löggjöfin einhver sú strangasta í heiminum. Amnesty segir í skýrslunni að um fjögur þúsund konur ferðist árlega til útlanda til að fara í fóstureyðingu. Því fylgi mikill kostnaður og sálfræðilegt álag. Skýrslu Amnesty má sjá hér. Írland, Andorra, Malta og San Marino eru einu löndin í Evrópu sem banna konum að fara í fóstureyðingar jafnvel í nauðgunartilfellum. Fari konur í fóstureyðingu í Írlandi gætu þær verið dæmdar í fjórtán ára fangelsi. Þeir sem aðstoða konur gætu fengið sama dóm. Íslandsdeild Amnesty hefur nú hafið undirskriftasöfnun til að þrýsta á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni og afglæpavæða fóstureyðingar. Undirskriftalistann má sjá hér á vef Amnesty á Íslandi.Lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu Árið 2012 lést kona sem hét Savita Halappanavar á sjúkrahúsi í Írlandi vegna sýkingar. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að framkvæma fóstureyðingu þar sem fóstrið var enn með hjartslátt. Savita var frá Indlandi. Sama ár kom kona á sama sjúkrahús vegna mikilla blæðinga. Þrátt fyrir að fóstrið sýndi engin merki lífs, neituðu læknarnir að framkvæma fóstureyðingu. Hún þurfti að ferðast til Spánar, sem er heimaland hennar, og þar kom í ljós að fóstrið hafði dáið fjórum til fimm vikum áður. Í lok árs 2014 var heiladauðri konu haldið í öndunarvél, gegn hennar eigin óskum og fjölskyldu hennar, í 24 daga. Til stóð að halda henni lifandi þar til hægt væri að taka fimmtán vikna fóstur hennar með keisaraskurði. Dómstólar ákváðu að löglegt væri að taka hana úr öndunarvél eftir að læknar sögðu að litlar líkur væru á að fóstrið myndi lifa af. Skýrslu Amnesty má finna hér að neðan, en þar eru sögur nokkurra kvenna, sem gengið hafa í gegnum erfiðleika vegna laga Írlands, sagðar.
Andorra San Marínó Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira