Femínismi lifir góðu lífi á Íslandi í dag Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2015 20:57 „Ég held að það sé engan veginn hægt að segja að femínismi sé núna eitthvað sem fólki hugnast ekki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Íslandi í dag þar sem hún ræddi stöðu femínisma á Íslandi við Snærós Sindradóttur blaðamann og Eddu Sif Pálsdóttur og Sindra Sindrason þáttastjórnendur. Tilefnið var bakþanki eftir Ólöfu Skaftadóttur, Femínisti segir af sér, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Ólöf ákveðinn hóp kvenfólks hafa skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar, farið með sleggjudómum og þaggað niður sjónarmið sem ekki hentar þeirra umræðu. Þær Snærós og Hildur voru sammála um að femínismi lifi góðu lífi í byltingum á borð við #freethenipple, Beauty tips-umræðuna og #6dagsleikinn. Að baki þeim standa ungar konur sem vilja bylta og breyta íslensku samfélagi til góðs. Hildur sagði skilgreiningarvanda hafa gert baráttunni erfitt fyrir um nokkurt skeið og nefndi til að mynda að fyrir nokkrum árum voru pólitíkusar spurðir hvort þeir væru femínistar. Ef þeir sögðust ekki vera femínistar fengu þeir að finna fyrir því. Hildur sagði ýmsar leiðir vera til staðar til að ná fram jafnrétti kynjanna. „Mér leiðist pínu að í þessum málum eiga allar konur að vera sammála,“ sagði Hildur og nefndi til að mynda að allir séu sammála um að hér á landi eigi að vera gott heilbrigðiskerfi en engu að síður sé umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum um það hvernig eigi að ná því. „Af hverju er ekki í boði að konur séu ósammála um hvernig við eflum konur á vinnumarkaði,“ spurði Hildur en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. #FreeTheNipple Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Ég held að það sé engan veginn hægt að segja að femínismi sé núna eitthvað sem fólki hugnast ekki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Íslandi í dag þar sem hún ræddi stöðu femínisma á Íslandi við Snærós Sindradóttur blaðamann og Eddu Sif Pálsdóttur og Sindra Sindrason þáttastjórnendur. Tilefnið var bakþanki eftir Ólöfu Skaftadóttur, Femínisti segir af sér, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Ólöf ákveðinn hóp kvenfólks hafa skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar, farið með sleggjudómum og þaggað niður sjónarmið sem ekki hentar þeirra umræðu. Þær Snærós og Hildur voru sammála um að femínismi lifi góðu lífi í byltingum á borð við #freethenipple, Beauty tips-umræðuna og #6dagsleikinn. Að baki þeim standa ungar konur sem vilja bylta og breyta íslensku samfélagi til góðs. Hildur sagði skilgreiningarvanda hafa gert baráttunni erfitt fyrir um nokkurt skeið og nefndi til að mynda að fyrir nokkrum árum voru pólitíkusar spurðir hvort þeir væru femínistar. Ef þeir sögðust ekki vera femínistar fengu þeir að finna fyrir því. Hildur sagði ýmsar leiðir vera til staðar til að ná fram jafnrétti kynjanna. „Mér leiðist pínu að í þessum málum eiga allar konur að vera sammála,“ sagði Hildur og nefndi til að mynda að allir séu sammála um að hér á landi eigi að vera gott heilbrigðiskerfi en engu að síður sé umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum um það hvernig eigi að ná því. „Af hverju er ekki í boði að konur séu ósammála um hvernig við eflum konur á vinnumarkaði,“ spurði Hildur en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
#FreeTheNipple Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira