„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Birgir Olgeirsson skrifar 20. maí 2015 12:51 Sigurður Einarsson og Páll Winkel. Vísir/Daníel/AntonBrink Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir engin mannréttindi hafa verið brotin á Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, þegar honum var meinað um daglegan akstur á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöldum yfir honum stóð. Páll Winkel heldur þessu fram í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, sakaði fangelsismálayfirvöld um að hafa brotið á Sigurði með því að neita að aka honum daglega á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöld stóðu yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli gegn Kaupþingsmönnum.Sjá einnig:„Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Eins og kunnugt er situr Sigurður nú í fangelsi á Kvíabryggju vegna dóms sem hann hlaut í Al Thani-málinu. Fór hann fram á það við fangelsismálayfirvöld áður en aðalmeðferð hófst að hann yrði fluttur daglega úr fangelsinu til Reykjavíkur svo hann gæti setið réttarhöldin. Þeirri beiðni hafnaði fangelsismálastjóri og bar fyrir sig skorti á fjármunum en bauð honum þess í stað að dvelja í fangaklefa á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Með þessu telur Gestur að réttindi skjólstæðings síns til að verjast hafi verið brotin en þau eru tryggð í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að allir eigi að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Páll seir í samtali við RÚV það ekki vera mannréttindabrot að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur. „Heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi er í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar,“ hefur RÚV eftir Páli. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar skráningar andláta vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir engin mannréttindi hafa verið brotin á Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, þegar honum var meinað um daglegan akstur á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöldum yfir honum stóð. Páll Winkel heldur þessu fram í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, sakaði fangelsismálayfirvöld um að hafa brotið á Sigurði með því að neita að aka honum daglega á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöld stóðu yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli gegn Kaupþingsmönnum.Sjá einnig:„Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Eins og kunnugt er situr Sigurður nú í fangelsi á Kvíabryggju vegna dóms sem hann hlaut í Al Thani-málinu. Fór hann fram á það við fangelsismálayfirvöld áður en aðalmeðferð hófst að hann yrði fluttur daglega úr fangelsinu til Reykjavíkur svo hann gæti setið réttarhöldin. Þeirri beiðni hafnaði fangelsismálastjóri og bar fyrir sig skorti á fjármunum en bauð honum þess í stað að dvelja í fangaklefa á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Með þessu telur Gestur að réttindi skjólstæðings síns til að verjast hafi verið brotin en þau eru tryggð í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að allir eigi að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Páll seir í samtali við RÚV það ekki vera mannréttindabrot að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur. „Heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi er í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar,“ hefur RÚV eftir Páli.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar skráningar andláta vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira