Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. maí 2015 18:52 Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. Nærri fimmtíu og fimmþúsund blóðtökum hefur verið frestað á Landspítalanum vegna verkfalls BHM og ríflega sex þúsund myndgreningarrannsóknum. Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku.Verkfallsaðgerðir um fimm hundruð félagsmanna BHM á Landspítalanum hafa nú staðið í nærri sjö vikur. Á miðvikudaginn í næstu viku stefnir svo allt í að hjúkrunarfræðingar á spítalanum leggi niður störf ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. „Við höfðum verkfall lækna hér fyrr í vetur og við höfðum varla byrjað að vinna niður á þeim vanda sem að hafði skapaðist í því verkfalli þegar að þetta verkfall brast á og það er ljóst að vandinn bara safnast upp. Þannig að verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á þetta myndi valda miklum vanda,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þannig var 790 skurðaðgerðum frestað á meðan á læknaverkfallinu stóð. Nú þegar hefur svo 370 skurðaðgerðum verið frestað vegna verkfalls BHM. Komi til verkfalls hjúkrunarfræðing og haldi verkfall BHM áfram má búast við að í hverri viku, á meðan á verkföllunum stendur, verði um 150 skurðaðgerðum frestað. Þá hefur þurft að fresta 6100 myndgreiningarrannsóknum vegna verkfalls BHM og hátt í fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum. Hátt í fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar starfa á spítalanum. Leggi þeir niður störf á sama tíma og félagsmenn BHM eru í verkfalli telja stjórnendur spítalans það þýða að nærri helmingur starfsfólksins verði í verkfalli. „Við höfum verið að vinna viðbragðsáætlun til þess að reyna að teikna upp sviðsmyndina sem að blasir við okkur ef að þetta verður að veruleika og það er ljóst að við myndum þurfa að loka að minnsta kosti hundrað bráðalegurýmum. Það þyrfti að loka bæði dag- og göngudeildum og þá bara safnast hér upp biðlistar enn þá frekar en að hafa þegar verið ,“ segir Sigríður. Hún segir að senda þurfi sjúklinga heim ef til verkfalls kemur. „Markmiðið er að losa rúm hér á spítalanum og það þýðir að sjúklingar þyrftu að útskrifast heim en við eigum eftir að sjá hvernig það gengur og það er alveg ljóst að við komum til með að þurfa að sækja um undanþágur til undanþágunefndar til þess að halda uppi nauðsynlegri starfsemi á spítalanum,“ segir Sigríður. Verkfall 2016 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Nærri fimmtíu og fimmþúsund blóðtökum hefur verið frestað á Landspítalanum vegna verkfalls BHM og ríflega sex þúsund myndgreningarrannsóknum. Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku.Verkfallsaðgerðir um fimm hundruð félagsmanna BHM á Landspítalanum hafa nú staðið í nærri sjö vikur. Á miðvikudaginn í næstu viku stefnir svo allt í að hjúkrunarfræðingar á spítalanum leggi niður störf ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. „Við höfðum verkfall lækna hér fyrr í vetur og við höfðum varla byrjað að vinna niður á þeim vanda sem að hafði skapaðist í því verkfalli þegar að þetta verkfall brast á og það er ljóst að vandinn bara safnast upp. Þannig að verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á þetta myndi valda miklum vanda,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þannig var 790 skurðaðgerðum frestað á meðan á læknaverkfallinu stóð. Nú þegar hefur svo 370 skurðaðgerðum verið frestað vegna verkfalls BHM. Komi til verkfalls hjúkrunarfræðing og haldi verkfall BHM áfram má búast við að í hverri viku, á meðan á verkföllunum stendur, verði um 150 skurðaðgerðum frestað. Þá hefur þurft að fresta 6100 myndgreiningarrannsóknum vegna verkfalls BHM og hátt í fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum. Hátt í fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar starfa á spítalanum. Leggi þeir niður störf á sama tíma og félagsmenn BHM eru í verkfalli telja stjórnendur spítalans það þýða að nærri helmingur starfsfólksins verði í verkfalli. „Við höfum verið að vinna viðbragðsáætlun til þess að reyna að teikna upp sviðsmyndina sem að blasir við okkur ef að þetta verður að veruleika og það er ljóst að við myndum þurfa að loka að minnsta kosti hundrað bráðalegurýmum. Það þyrfti að loka bæði dag- og göngudeildum og þá bara safnast hér upp biðlistar enn þá frekar en að hafa þegar verið ,“ segir Sigríður. Hún segir að senda þurfi sjúklinga heim ef til verkfalls kemur. „Markmiðið er að losa rúm hér á spítalanum og það þýðir að sjúklingar þyrftu að útskrifast heim en við eigum eftir að sjá hvernig það gengur og það er alveg ljóst að við komum til með að þurfa að sækja um undanþágur til undanþágunefndar til þess að halda uppi nauðsynlegri starfsemi á spítalanum,“ segir Sigríður.
Verkfall 2016 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira