„Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 24. maí 2015 18:00 „Mér finnst aðalatriðið að við fáum umræðu upp um þau mál sem eru erfið og snúin. Og þorum að taka umræðuna. Þorum að taka hana á málefnalegum forsendum,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir sem var fyrsti gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Guðrún er þekkt baráttukona sem hefur langa reynslu af stjórnmálum en datt útaf lista Samfylkingarinnar í prófkjöri árið 2007, nokkuð sem hún þakkar fyrir í dag. „Ég þoli ekki orðið orðræðuna í pólitíkinni í dag. Hún er bara gallharðar fylkingar. Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi. Það er vegna þess að þú ert þjónn fólksins fyrir það fyrsta og málin sem varða samfélagið allt eru stærri en þú sjálf,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Þetta lítur ekki að þér sem egói. Það finnst mér skorta í dag, mér finnst allir vera í sínu egói að koma sér á framfæri í stað þess að koma málinu eða málaflokknum á framfæri,“ segir hún. Guðrún segir orðræðuna í stjórnmálum hafa breyst eftir hrun. „Mér finnst orðræðan pínu orðin svona. Mér finnst það. Mér finnst hún miklu sjálfhverfari. Og mér finnst hún ekki snúast um það sem hún á að snúast um, fólkið í þessu landi, hvað er því fyrir bestu, náum samkomulagi, náum niðurstöðu,“ segir hún. „Hrunið breytti allri orðræðu, því miður. Ég þakka guði fyrir það á hverjum degi að ég var ekki á þingi, að ég skildi detta út í prófkjöri. Ég dett út úr prófkjöri 2007. Það var auðvitað alltaf að mér sótt. Það vildu margir mitt sæti því þeir héldu að aðrir væru betri í þessum málum en ég. Öll þessi mál eru meira og minna dottin upp fyrir. Nema Sigríður Ingibjörg hefur verið dugleg að reyna halda einhverum veifum á lofti en strákarnir hafa verið mjög frekir til fjörsins finnst mér,“ segir Guðrún sem á að baki mörg þekkt baráttumál og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vekja athygli á málum sem lítið hefur verið talað um. Hún hefur einnig verið þekkt fyrir að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. „Þar sem þarf einhvern málsvara þá hef ég verið mjög tilleiðanleg, ekki allt. En ég hef valið það sem verulega þarf að laga. Ætli ég verði fín í öldrunarmálunum?“ segir hún og skellir upp úr. En hverju er hún stoltust af? „Málefni samkynhneigðra, þá var brotið blað í Íslandssögunni,“ segir hún. „Ég er líka stoltust af því að hafa þorað að taka margar orðræður. Ég var sú fyrsta sem ræddi um mansal og vændi. Mál sem eru út í hornunum og enginn vill skoða. Og ég er stolt að vera upphafsmanneskja að þeim málum. Fólk trúði mér ekki, en ég vissi það líka útaf vinnu minni á kvennadeildinni að þetta væri raunveruleikinn. Mér fannst mjög mikilvægt að við kortlegðum þetta. Núna erum við bara með þetta kortlagt og sjálfsagt. Og þannig á að gera þetta. Ég get verið mjög stolt af þessum málaflokkum, skítugu börnunum hennar Evu,“ segir hún. Henni finnst lítið mál að taka stóra slagi. „Ég hef verið þar, verð þar og mun þora áfram að taka upp hluti sem eru óþægilegir.“ Hún segist ekki hafa upplifað mótlæti þegar hún var að vekja athygli á þessum málum. „Kannski þorir enginn að hjóla í mig, ég veit það ekki. Ég tek bara slaginn ef ég þarf að taka hann.“ Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
„Mér finnst aðalatriðið að við fáum umræðu upp um þau mál sem eru erfið og snúin. Og þorum að taka umræðuna. Þorum að taka hana á málefnalegum forsendum,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir sem var fyrsti gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Guðrún er þekkt baráttukona sem hefur langa reynslu af stjórnmálum en datt útaf lista Samfylkingarinnar í prófkjöri árið 2007, nokkuð sem hún þakkar fyrir í dag. „Ég þoli ekki orðið orðræðuna í pólitíkinni í dag. Hún er bara gallharðar fylkingar. Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi. Það er vegna þess að þú ert þjónn fólksins fyrir það fyrsta og málin sem varða samfélagið allt eru stærri en þú sjálf,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Þetta lítur ekki að þér sem egói. Það finnst mér skorta í dag, mér finnst allir vera í sínu egói að koma sér á framfæri í stað þess að koma málinu eða málaflokknum á framfæri,“ segir hún. Guðrún segir orðræðuna í stjórnmálum hafa breyst eftir hrun. „Mér finnst orðræðan pínu orðin svona. Mér finnst það. Mér finnst hún miklu sjálfhverfari. Og mér finnst hún ekki snúast um það sem hún á að snúast um, fólkið í þessu landi, hvað er því fyrir bestu, náum samkomulagi, náum niðurstöðu,“ segir hún. „Hrunið breytti allri orðræðu, því miður. Ég þakka guði fyrir það á hverjum degi að ég var ekki á þingi, að ég skildi detta út í prófkjöri. Ég dett út úr prófkjöri 2007. Það var auðvitað alltaf að mér sótt. Það vildu margir mitt sæti því þeir héldu að aðrir væru betri í þessum málum en ég. Öll þessi mál eru meira og minna dottin upp fyrir. Nema Sigríður Ingibjörg hefur verið dugleg að reyna halda einhverum veifum á lofti en strákarnir hafa verið mjög frekir til fjörsins finnst mér,“ segir Guðrún sem á að baki mörg þekkt baráttumál og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vekja athygli á málum sem lítið hefur verið talað um. Hún hefur einnig verið þekkt fyrir að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. „Þar sem þarf einhvern málsvara þá hef ég verið mjög tilleiðanleg, ekki allt. En ég hef valið það sem verulega þarf að laga. Ætli ég verði fín í öldrunarmálunum?“ segir hún og skellir upp úr. En hverju er hún stoltust af? „Málefni samkynhneigðra, þá var brotið blað í Íslandssögunni,“ segir hún. „Ég er líka stoltust af því að hafa þorað að taka margar orðræður. Ég var sú fyrsta sem ræddi um mansal og vændi. Mál sem eru út í hornunum og enginn vill skoða. Og ég er stolt að vera upphafsmanneskja að þeim málum. Fólk trúði mér ekki, en ég vissi það líka útaf vinnu minni á kvennadeildinni að þetta væri raunveruleikinn. Mér fannst mjög mikilvægt að við kortlegðum þetta. Núna erum við bara með þetta kortlagt og sjálfsagt. Og þannig á að gera þetta. Ég get verið mjög stolt af þessum málaflokkum, skítugu börnunum hennar Evu,“ segir hún. Henni finnst lítið mál að taka stóra slagi. „Ég hef verið þar, verð þar og mun þora áfram að taka upp hluti sem eru óþægilegir.“ Hún segist ekki hafa upplifað mótlæti þegar hún var að vekja athygli á þessum málum. „Kannski þorir enginn að hjóla í mig, ég veit það ekki. Ég tek bara slaginn ef ég þarf að taka hann.“
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira