„Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 24. maí 2015 18:00 „Mér finnst aðalatriðið að við fáum umræðu upp um þau mál sem eru erfið og snúin. Og þorum að taka umræðuna. Þorum að taka hana á málefnalegum forsendum,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir sem var fyrsti gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Guðrún er þekkt baráttukona sem hefur langa reynslu af stjórnmálum en datt útaf lista Samfylkingarinnar í prófkjöri árið 2007, nokkuð sem hún þakkar fyrir í dag. „Ég þoli ekki orðið orðræðuna í pólitíkinni í dag. Hún er bara gallharðar fylkingar. Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi. Það er vegna þess að þú ert þjónn fólksins fyrir það fyrsta og málin sem varða samfélagið allt eru stærri en þú sjálf,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Þetta lítur ekki að þér sem egói. Það finnst mér skorta í dag, mér finnst allir vera í sínu egói að koma sér á framfæri í stað þess að koma málinu eða málaflokknum á framfæri,“ segir hún. Guðrún segir orðræðuna í stjórnmálum hafa breyst eftir hrun. „Mér finnst orðræðan pínu orðin svona. Mér finnst það. Mér finnst hún miklu sjálfhverfari. Og mér finnst hún ekki snúast um það sem hún á að snúast um, fólkið í þessu landi, hvað er því fyrir bestu, náum samkomulagi, náum niðurstöðu,“ segir hún. „Hrunið breytti allri orðræðu, því miður. Ég þakka guði fyrir það á hverjum degi að ég var ekki á þingi, að ég skildi detta út í prófkjöri. Ég dett út úr prófkjöri 2007. Það var auðvitað alltaf að mér sótt. Það vildu margir mitt sæti því þeir héldu að aðrir væru betri í þessum málum en ég. Öll þessi mál eru meira og minna dottin upp fyrir. Nema Sigríður Ingibjörg hefur verið dugleg að reyna halda einhverum veifum á lofti en strákarnir hafa verið mjög frekir til fjörsins finnst mér,“ segir Guðrún sem á að baki mörg þekkt baráttumál og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vekja athygli á málum sem lítið hefur verið talað um. Hún hefur einnig verið þekkt fyrir að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. „Þar sem þarf einhvern málsvara þá hef ég verið mjög tilleiðanleg, ekki allt. En ég hef valið það sem verulega þarf að laga. Ætli ég verði fín í öldrunarmálunum?“ segir hún og skellir upp úr. En hverju er hún stoltust af? „Málefni samkynhneigðra, þá var brotið blað í Íslandssögunni,“ segir hún. „Ég er líka stoltust af því að hafa þorað að taka margar orðræður. Ég var sú fyrsta sem ræddi um mansal og vændi. Mál sem eru út í hornunum og enginn vill skoða. Og ég er stolt að vera upphafsmanneskja að þeim málum. Fólk trúði mér ekki, en ég vissi það líka útaf vinnu minni á kvennadeildinni að þetta væri raunveruleikinn. Mér fannst mjög mikilvægt að við kortlegðum þetta. Núna erum við bara með þetta kortlagt og sjálfsagt. Og þannig á að gera þetta. Ég get verið mjög stolt af þessum málaflokkum, skítugu börnunum hennar Evu,“ segir hún. Henni finnst lítið mál að taka stóra slagi. „Ég hef verið þar, verð þar og mun þora áfram að taka upp hluti sem eru óþægilegir.“ Hún segist ekki hafa upplifað mótlæti þegar hún var að vekja athygli á þessum málum. „Kannski þorir enginn að hjóla í mig, ég veit það ekki. Ég tek bara slaginn ef ég þarf að taka hann.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
„Mér finnst aðalatriðið að við fáum umræðu upp um þau mál sem eru erfið og snúin. Og þorum að taka umræðuna. Þorum að taka hana á málefnalegum forsendum,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir sem var fyrsti gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Guðrún er þekkt baráttukona sem hefur langa reynslu af stjórnmálum en datt útaf lista Samfylkingarinnar í prófkjöri árið 2007, nokkuð sem hún þakkar fyrir í dag. „Ég þoli ekki orðið orðræðuna í pólitíkinni í dag. Hún er bara gallharðar fylkingar. Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi. Það er vegna þess að þú ert þjónn fólksins fyrir það fyrsta og málin sem varða samfélagið allt eru stærri en þú sjálf,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Þetta lítur ekki að þér sem egói. Það finnst mér skorta í dag, mér finnst allir vera í sínu egói að koma sér á framfæri í stað þess að koma málinu eða málaflokknum á framfæri,“ segir hún. Guðrún segir orðræðuna í stjórnmálum hafa breyst eftir hrun. „Mér finnst orðræðan pínu orðin svona. Mér finnst það. Mér finnst hún miklu sjálfhverfari. Og mér finnst hún ekki snúast um það sem hún á að snúast um, fólkið í þessu landi, hvað er því fyrir bestu, náum samkomulagi, náum niðurstöðu,“ segir hún. „Hrunið breytti allri orðræðu, því miður. Ég þakka guði fyrir það á hverjum degi að ég var ekki á þingi, að ég skildi detta út í prófkjöri. Ég dett út úr prófkjöri 2007. Það var auðvitað alltaf að mér sótt. Það vildu margir mitt sæti því þeir héldu að aðrir væru betri í þessum málum en ég. Öll þessi mál eru meira og minna dottin upp fyrir. Nema Sigríður Ingibjörg hefur verið dugleg að reyna halda einhverum veifum á lofti en strákarnir hafa verið mjög frekir til fjörsins finnst mér,“ segir Guðrún sem á að baki mörg þekkt baráttumál og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vekja athygli á málum sem lítið hefur verið talað um. Hún hefur einnig verið þekkt fyrir að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. „Þar sem þarf einhvern málsvara þá hef ég verið mjög tilleiðanleg, ekki allt. En ég hef valið það sem verulega þarf að laga. Ætli ég verði fín í öldrunarmálunum?“ segir hún og skellir upp úr. En hverju er hún stoltust af? „Málefni samkynhneigðra, þá var brotið blað í Íslandssögunni,“ segir hún. „Ég er líka stoltust af því að hafa þorað að taka margar orðræður. Ég var sú fyrsta sem ræddi um mansal og vændi. Mál sem eru út í hornunum og enginn vill skoða. Og ég er stolt að vera upphafsmanneskja að þeim málum. Fólk trúði mér ekki, en ég vissi það líka útaf vinnu minni á kvennadeildinni að þetta væri raunveruleikinn. Mér fannst mjög mikilvægt að við kortlegðum þetta. Núna erum við bara með þetta kortlagt og sjálfsagt. Og þannig á að gera þetta. Ég get verið mjög stolt af þessum málaflokkum, skítugu börnunum hennar Evu,“ segir hún. Henni finnst lítið mál að taka stóra slagi. „Ég hef verið þar, verð þar og mun þora áfram að taka upp hluti sem eru óþægilegir.“ Hún segist ekki hafa upplifað mótlæti þegar hún var að vekja athygli á þessum málum. „Kannski þorir enginn að hjóla í mig, ég veit það ekki. Ég tek bara slaginn ef ég þarf að taka hann.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira