„Við Gísli vorum alltaf til í að taka að okkur barn“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. maí 2015 14:30 Guðrún Ögmundsdóttir var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. Vísir/GVA Guðrún Ögmundsdóttur var fyrsti gestur í nýjum lið á Vísi, Föstudagsviðtalinu nú fyrir helgi. Þar ræddi hún meðal annars um heimilisofbeldið sem hún varð fyrir í æsku, tímann í Rauðsokkuhreyfingunni, um Kvennalistann, Samfylkinguna og pólítíkina í dag. Þá ræddi hún einnig um fjölskyldu sína. Guðrún og eiginmaður hennar Gísli Víkingsson tóku að sér 9 mánaða stúlku fyrir rúmum tuttugu árum. Auk þess á Guðrún soninn Ögmund. „Kannski gerir maður það til að þakka fyrir sig. Og við eigum yndislega stúlku, hún var fósturbarn, en við vorum að ganga frá ættleiðingu á henni fyrir ári síðan. Hún er orðin 23 ára gömul. Við viljum auðvitað baktryggja hana og hennar aðstæður, þannig að ef eitthvað kæmi fyrir okkur, þá standa hún og Ögmundur bara alveg jafnfætis gagnvart okkur báðum. Þannig að við erum mikið gæfufólk við hjónin,” segir Guðrún og bætir við að þau Gísli hafi verið saman í 35 ár eða meira. „Við giftum okkur held ég þegar við vorum búin að búa saman í tíu ár. Þá var ég nefnilega búin að vera vinna á kvennadeild Landsspítalans og krabbameinsdeildinni og ég sá bara þann harm sem var í því fólginn ef fólk var ekki gift, ef eitthvað kæmi upp á. Þannig að ég sagði við hann að hann kæmist ekkert upp með neitt annað en að giftast mér,” segir Guðrún og hlær. „Og ég sá það líka þegar ég var í kvennaráðgjöfinni, að gifting er auðvitað eini löggerningurinn ef maður vill tryggja eitthvað. Bæði sig og börnin sín. Og hananú, giftið ykkur fólk og verið ekki að láta svona. Sérstaklega ef þið eruð með börn. Þú jafnar ekkert erfðaréttinn öðruvísi.”En hvernig kom það til að þau tóku að sér fósturbarn?„Ég fór í glasafrjóvganir og allt þetta. Sem var alveg guðdómleg reynsla og skemmtileg og gjöful og reyndist mér mjög vel í starfi. Ég var yfirfélagsráðgjafi á Kvennadeildinni. Maður getur alltaf nýtt sjálfan sig vel í þeim störfum sem maður er að sinna. Og við Gísli vorum alltaf til í að taka barn. Það var bara þannig. Hún var níu mánaða þegar við fengum hana. Og það er oft í svona fósturmálum, að þá er umgengnin við kynforeldrana og hún hefur alltaf vitað sinn uppruna. Hún umgengst sína kynforeldra stundum, það kemur svolítið í tímabilum. Hún stýrir því bara sjálf, alveg eins og ég fékk að stýra því sjálf. En það er mikil gæfa, að fá að þakka fyrir sig á þennan hátt.” Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir „Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00 Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttur var fyrsti gestur í nýjum lið á Vísi, Föstudagsviðtalinu nú fyrir helgi. Þar ræddi hún meðal annars um heimilisofbeldið sem hún varð fyrir í æsku, tímann í Rauðsokkuhreyfingunni, um Kvennalistann, Samfylkinguna og pólítíkina í dag. Þá ræddi hún einnig um fjölskyldu sína. Guðrún og eiginmaður hennar Gísli Víkingsson tóku að sér 9 mánaða stúlku fyrir rúmum tuttugu árum. Auk þess á Guðrún soninn Ögmund. „Kannski gerir maður það til að þakka fyrir sig. Og við eigum yndislega stúlku, hún var fósturbarn, en við vorum að ganga frá ættleiðingu á henni fyrir ári síðan. Hún er orðin 23 ára gömul. Við viljum auðvitað baktryggja hana og hennar aðstæður, þannig að ef eitthvað kæmi fyrir okkur, þá standa hún og Ögmundur bara alveg jafnfætis gagnvart okkur báðum. Þannig að við erum mikið gæfufólk við hjónin,” segir Guðrún og bætir við að þau Gísli hafi verið saman í 35 ár eða meira. „Við giftum okkur held ég þegar við vorum búin að búa saman í tíu ár. Þá var ég nefnilega búin að vera vinna á kvennadeild Landsspítalans og krabbameinsdeildinni og ég sá bara þann harm sem var í því fólginn ef fólk var ekki gift, ef eitthvað kæmi upp á. Þannig að ég sagði við hann að hann kæmist ekkert upp með neitt annað en að giftast mér,” segir Guðrún og hlær. „Og ég sá það líka þegar ég var í kvennaráðgjöfinni, að gifting er auðvitað eini löggerningurinn ef maður vill tryggja eitthvað. Bæði sig og börnin sín. Og hananú, giftið ykkur fólk og verið ekki að láta svona. Sérstaklega ef þið eruð með börn. Þú jafnar ekkert erfðaréttinn öðruvísi.”En hvernig kom það til að þau tóku að sér fósturbarn?„Ég fór í glasafrjóvganir og allt þetta. Sem var alveg guðdómleg reynsla og skemmtileg og gjöful og reyndist mér mjög vel í starfi. Ég var yfirfélagsráðgjafi á Kvennadeildinni. Maður getur alltaf nýtt sjálfan sig vel í þeim störfum sem maður er að sinna. Og við Gísli vorum alltaf til í að taka barn. Það var bara þannig. Hún var níu mánaða þegar við fengum hana. Og það er oft í svona fósturmálum, að þá er umgengnin við kynforeldrana og hún hefur alltaf vitað sinn uppruna. Hún umgengst sína kynforeldra stundum, það kemur svolítið í tímabilum. Hún stýrir því bara sjálf, alveg eins og ég fékk að stýra því sjálf. En það er mikil gæfa, að fá að þakka fyrir sig á þennan hátt.” Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir „Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00 Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
„Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00
Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00