Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld Linda Blöndal skrifar 25. maí 2015 19:30 Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Íslandsfrumsýningin í kvöldAðstandendur myndarinnar eru nýlentir á Íslandi eftir mikla sigurför á kvikmyndahátíðinni í Cannes og leiðin leið beint norður með flugi á staðinn þar sem myndin er tekin upp og þar verður Íslandsfrumsýningin. Myndin fékk eins og kunnugt er um helgina Un Certain Regard verðlaunin fyrir unga og upprennandi leikstjóra, sem eru með Gullpálmanum önnur aðalverðlaun hátíðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna í Cannes en vonir standa þó helst til að Íslendingum falli hún ekki síður vel.Við hæfi að sýna sveitinum fyrstSigurður Sigurjónsson leikari sagði þegar hann beið eftir flugi á Reykjavíkurflugvelli í dag það það væri við hæfi að frumsýna fyrir norðan. „Já, það er algjörlega við hæfi að frumsýna þetta fyrir sveitunga okkar og þá sem að störfuðu með okkur við myndina og hrútana og kindurnar í sveitinni. Þar eigum við að byrja", sagði hann við stöð tvö sem hitti kvikmyndagerðarmennina á vellinum. En hvar verður hvíta tjaldið í sveitinni? Grímur Hákonarsson, leikstjóri sagði ágætan sal til reiðu. „Þetta verður sýnt í kvikmyndahúsi á Laugum. Ég hef að vísu aldrei komið þangað en þetta er víst hundrað manna salur og það mæta allir sveitungar þarna sem voru að vinna í myndinni. „Leik núna á mínum heimavelli"Aðspurðir hvernig væri að koma úr stjörnurykinu í Cannes og beint norður sögðu Grímur og Sigurjón það takast ágætlega að koma sér aftur niður á jörðina. „Með fullri virðingu fyrir Cannes þá kann ég afskaplega vel við það. Nú er ég að leika á mínum heimavelli fyrir mitt fólk. Þannig að ég kann því vel", sagði Sigurjón og benti á látlausan klæðnað sinn. Gott að hvíla sig á stjörnulífinu„Það verður gott að hvíla sig aðeins á hvítvíninu en þetta er búið að vera algjört ævintýri þarna úti en við erum aðeins búnir að klæða okkur niður á við, erum við hæfi hér og nú. En þetta er búið að vera frábært og frábærar viðtökur. En myndin er fyrst og fremst fyrir Íslendinga og það sem við viljum helst af öllu er að fólk fari á hana", sagði Grímur. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Íslandsfrumsýningin í kvöldAðstandendur myndarinnar eru nýlentir á Íslandi eftir mikla sigurför á kvikmyndahátíðinni í Cannes og leiðin leið beint norður með flugi á staðinn þar sem myndin er tekin upp og þar verður Íslandsfrumsýningin. Myndin fékk eins og kunnugt er um helgina Un Certain Regard verðlaunin fyrir unga og upprennandi leikstjóra, sem eru með Gullpálmanum önnur aðalverðlaun hátíðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna í Cannes en vonir standa þó helst til að Íslendingum falli hún ekki síður vel.Við hæfi að sýna sveitinum fyrstSigurður Sigurjónsson leikari sagði þegar hann beið eftir flugi á Reykjavíkurflugvelli í dag það það væri við hæfi að frumsýna fyrir norðan. „Já, það er algjörlega við hæfi að frumsýna þetta fyrir sveitunga okkar og þá sem að störfuðu með okkur við myndina og hrútana og kindurnar í sveitinni. Þar eigum við að byrja", sagði hann við stöð tvö sem hitti kvikmyndagerðarmennina á vellinum. En hvar verður hvíta tjaldið í sveitinni? Grímur Hákonarsson, leikstjóri sagði ágætan sal til reiðu. „Þetta verður sýnt í kvikmyndahúsi á Laugum. Ég hef að vísu aldrei komið þangað en þetta er víst hundrað manna salur og það mæta allir sveitungar þarna sem voru að vinna í myndinni. „Leik núna á mínum heimavelli"Aðspurðir hvernig væri að koma úr stjörnurykinu í Cannes og beint norður sögðu Grímur og Sigurjón það takast ágætlega að koma sér aftur niður á jörðina. „Með fullri virðingu fyrir Cannes þá kann ég afskaplega vel við það. Nú er ég að leika á mínum heimavelli fyrir mitt fólk. Þannig að ég kann því vel", sagði Sigurjón og benti á látlausan klæðnað sinn. Gott að hvíla sig á stjörnulífinu„Það verður gott að hvíla sig aðeins á hvítvíninu en þetta er búið að vera algjört ævintýri þarna úti en við erum aðeins búnir að klæða okkur niður á við, erum við hæfi hér og nú. En þetta er búið að vera frábært og frábærar viðtökur. En myndin er fyrst og fremst fyrir Íslendinga og það sem við viljum helst af öllu er að fólk fari á hana", sagði Grímur.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði