Hænufet í rétta átt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. skrifar 11. maí 2015 19:09 Ríkið hefur lagt fram óformlega sáttatillögu til BHM sem felur í sér svipaða hækkun og Starfsgreinasambandinu stendur til boða. Formaður samninganefndar BHM segir að tilllagan sem ríkið lagði fram sé hænufet í rétta átt. Hann segir að verið sé að bjóða um það bil tólf prósenta hækkun á launataxta á þremur árum, sumsé svipaðar prósentuhækkanir og starfsgreinasambandinu standi til boða. Það sé hinsvegar ekki verið að ræða skerðingu á yfirvinnu eða neitt slíkt. Tilboðið núna leysir ekki verkfallið eitt og sér. Páll Halldórsson segir að háskólamenn leggi mesta áherslu á stofnanasamninga en prósentuhækkanir leiki minna hlutverk í viðræðunum. Annar fundur er boðaður ídeilunni klukkan tvö á morgun. Það er raunveruleg hætta á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja í verkfallinu. Þetta kemur fram í bréfi læknanna Jakobs Jóhannssonar yfirmanns geislameðferðar á Landsspítalanum og Gunnars Bjarni Ragnarssonar yfirlæknis á krabbameinsdeild til landlæknis en hann sagðist í kjölfarið telja að setja ætti lög á verkfallið. Hann skilaði greinargerð um verkfallið til heilbrigðisráðherra í dag en hún verður rædd í ríkisstjórn á morgun. Jakob sagði við Stöð 2 í kvöld að hann væri ekki að biðja um lagasetningu en það væri tímabært að tala tæpitungulaust. Gunnar Bjarni sagði að ástandið væri orðið mjög alvarlegt og í raun óviðunandi. Það væri í raun og veru mikil hætta á því að einhver myndi deyja vegna verkfallsins og menn eigi ekki að sætta sig við slíkt samfélag. Það væri búið að gjaldfella heilbrigðiskerfið í rúman mánuð og varla hægt að una við þetta lengur. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Ríkið hefur lagt fram óformlega sáttatillögu til BHM sem felur í sér svipaða hækkun og Starfsgreinasambandinu stendur til boða. Formaður samninganefndar BHM segir að tilllagan sem ríkið lagði fram sé hænufet í rétta átt. Hann segir að verið sé að bjóða um það bil tólf prósenta hækkun á launataxta á þremur árum, sumsé svipaðar prósentuhækkanir og starfsgreinasambandinu standi til boða. Það sé hinsvegar ekki verið að ræða skerðingu á yfirvinnu eða neitt slíkt. Tilboðið núna leysir ekki verkfallið eitt og sér. Páll Halldórsson segir að háskólamenn leggi mesta áherslu á stofnanasamninga en prósentuhækkanir leiki minna hlutverk í viðræðunum. Annar fundur er boðaður ídeilunni klukkan tvö á morgun. Það er raunveruleg hætta á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja í verkfallinu. Þetta kemur fram í bréfi læknanna Jakobs Jóhannssonar yfirmanns geislameðferðar á Landsspítalanum og Gunnars Bjarni Ragnarssonar yfirlæknis á krabbameinsdeild til landlæknis en hann sagðist í kjölfarið telja að setja ætti lög á verkfallið. Hann skilaði greinargerð um verkfallið til heilbrigðisráðherra í dag en hún verður rædd í ríkisstjórn á morgun. Jakob sagði við Stöð 2 í kvöld að hann væri ekki að biðja um lagasetningu en það væri tímabært að tala tæpitungulaust. Gunnar Bjarni sagði að ástandið væri orðið mjög alvarlegt og í raun óviðunandi. Það væri í raun og veru mikil hætta á því að einhver myndi deyja vegna verkfallsins og menn eigi ekki að sætta sig við slíkt samfélag. Það væri búið að gjaldfella heilbrigðiskerfið í rúman mánuð og varla hægt að una við þetta lengur.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira