Fjölmargir gámar með kjöti fást ekki afgreiddir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. maí 2015 12:47 Matvælastofnun verður fyrir verulegum áhrifum vegna verkfallsins þar sem 50 af 85 starfsmönnum leggja niður störf. VÍSIR/PJÉTUR Fjölmargir gámar af innfluttum matvælum sem innihalda kjötvörur fást ekki afgreiddir vegna verkfalls starfsmanna Bandalags háskólamanna hjá Matvælastofnun. Þá eru engin dýr flutt til eða frá landsins á meðan á verkfallinu stendur og einangrunarstöðvar fyrir dýr standa tómar. Rúmar þrjár vikur eru síðan að Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félag íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf svo og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. „Áhrifin eru að koma fram á fjölmörgum sviðum. Áhrifin hafa fyrst og fremst verið varðandi dýravelferð í alifuglaeldinu og svínabúum. Það hafa að vísu verið veittar undanþágur til að slátra alifuglum og nú eru líka komnar undanþágur vegna slátrunar á svínum,“ segir Jón Gíslason forstjóri Matvælastofnunar. Jón segir þó að enn hafi ekki fengist undanþágur til að hefja slátrun á öllum svínabúum. Þá hefur verkfallið haft áhrif á innflutning á plöntum og inn- og útflutning á lifandi gæludýrum. Þannig standa einangrunarstöðvar fyrir dýr í Reykjanesbæ og Hrísey tómar. „Síðan eru náttúrulega einstaklingar að lenda í því að þeir geta ekki flutt inn eða út gæludýr,“ segir Jón. Hann segir verkfallið hafa haft mikil áhrif á innflutning á matvælum sem innihalda dýraafurðir. Flestum beiðnum varðandi undanþágur frá verkfallinu til að flytja inn slík matvæli hefur verið hafnað. „Algjört stopp varðandi innflutning á matvælum. Það eru allavega allnokkrir gámar sem að hafa stoppast. Sumir með kjötvörum og aðrir eru með blönduðum afurðum þar sem það eru kannski kjötvörur innan um aðrar vörur,“ segir Jón. Verkfall 2016 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Fjölmargir gámar af innfluttum matvælum sem innihalda kjötvörur fást ekki afgreiddir vegna verkfalls starfsmanna Bandalags háskólamanna hjá Matvælastofnun. Þá eru engin dýr flutt til eða frá landsins á meðan á verkfallinu stendur og einangrunarstöðvar fyrir dýr standa tómar. Rúmar þrjár vikur eru síðan að Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félag íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf svo og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. „Áhrifin eru að koma fram á fjölmörgum sviðum. Áhrifin hafa fyrst og fremst verið varðandi dýravelferð í alifuglaeldinu og svínabúum. Það hafa að vísu verið veittar undanþágur til að slátra alifuglum og nú eru líka komnar undanþágur vegna slátrunar á svínum,“ segir Jón Gíslason forstjóri Matvælastofnunar. Jón segir þó að enn hafi ekki fengist undanþágur til að hefja slátrun á öllum svínabúum. Þá hefur verkfallið haft áhrif á innflutning á plöntum og inn- og útflutning á lifandi gæludýrum. Þannig standa einangrunarstöðvar fyrir dýr í Reykjanesbæ og Hrísey tómar. „Síðan eru náttúrulega einstaklingar að lenda í því að þeir geta ekki flutt inn eða út gæludýr,“ segir Jón. Hann segir verkfallið hafa haft mikil áhrif á innflutning á matvælum sem innihalda dýraafurðir. Flestum beiðnum varðandi undanþágur frá verkfallinu til að flytja inn slík matvæli hefur verið hafnað. „Algjört stopp varðandi innflutning á matvælum. Það eru allavega allnokkrir gámar sem að hafa stoppast. Sumir með kjötvörum og aðrir eru með blönduðum afurðum þar sem það eru kannski kjötvörur innan um aðrar vörur,“ segir Jón.
Verkfall 2016 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira