Buffon gerði grín að Sir Alex Ferguson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 08:30 Gianluigi Buffon og Sir Alex Ferguson. Vísir/Getty Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. Manchester United er eitt af þeim félögum sem enskir fjölmiðlar hafa sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Paul Pogba frá Juventus en ætli Juve yfir höfuð að selja hann þá eru önnur félög en United á undan í goggunarröðinni. Paul Pogba hefur staðið sig frábærlega með Juventus síðan að hann fór á frjálsri sölu frá Manchester United árið 2012. Pogba var ósáttur með að fá fá tækifæri með aðalliðinu auk þess að vera ósáttur við nýjan samning sem félagið var að bjóða honum. „Ég hef verið lengi í fótbolta en sú ákvörðun Sir Alex Ferguson og Manchester United að leyfa honum að fara er eins sú skrýtnasta sem ég veit um," sagði Gianluigi Buffon við Daily Express. „Við sáum hversu góður hann var eftir bara nokkrar æfingar. Það getur ekki hafa verið sami leikmaður og þeir sáu í Manchester. Við héldum kannski að þeir þyrftu gleraugu," sagði Buffon af kaldhæðni. „Ég hef aldrei séð svona leikmann á þessum aldri. Hann er svo sterkur, hefur svo mikla tækni og er ótrúlega fjölhæfur leikmaður," sagði Buffon um hinn 22 ára gamla Paul Pogba. „Pogba getur gert hluti sem enginn annar getur alveg eins og þeir Messi og Ronaldo. United lét einn besta leikmann heims fara en það var mjög gott fyrir okkur," sagði Buffon en Paul Pogba hefur hjálpað ítalska markverðinum að vinna þrjá af átta meistaratitlum sínum á Ítalíu. Manchester City er eitt af þeim félögum sem eru á eftir Paul Pogba í sumar. „Auðvitað er hann orðaður við stór peningalið eins og Chelsea, Real Madrid, PSG og City. Eins og er upplifir hann hinsvegar drauma sína hjá Juventus. Ef einhver ætlar að kaupa hann þá þarf það að borga fyrir hann metfé," sagði Buffon. Stuðningsmenn Manchester United fá gott tækifæri í kvöld til að sjá hvað liðið missti af en Juventus heimsækir þá Real Madrid á Bernabeu í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. Manchester United er eitt af þeim félögum sem enskir fjölmiðlar hafa sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Paul Pogba frá Juventus en ætli Juve yfir höfuð að selja hann þá eru önnur félög en United á undan í goggunarröðinni. Paul Pogba hefur staðið sig frábærlega með Juventus síðan að hann fór á frjálsri sölu frá Manchester United árið 2012. Pogba var ósáttur með að fá fá tækifæri með aðalliðinu auk þess að vera ósáttur við nýjan samning sem félagið var að bjóða honum. „Ég hef verið lengi í fótbolta en sú ákvörðun Sir Alex Ferguson og Manchester United að leyfa honum að fara er eins sú skrýtnasta sem ég veit um," sagði Gianluigi Buffon við Daily Express. „Við sáum hversu góður hann var eftir bara nokkrar æfingar. Það getur ekki hafa verið sami leikmaður og þeir sáu í Manchester. Við héldum kannski að þeir þyrftu gleraugu," sagði Buffon af kaldhæðni. „Ég hef aldrei séð svona leikmann á þessum aldri. Hann er svo sterkur, hefur svo mikla tækni og er ótrúlega fjölhæfur leikmaður," sagði Buffon um hinn 22 ára gamla Paul Pogba. „Pogba getur gert hluti sem enginn annar getur alveg eins og þeir Messi og Ronaldo. United lét einn besta leikmann heims fara en það var mjög gott fyrir okkur," sagði Buffon en Paul Pogba hefur hjálpað ítalska markverðinum að vinna þrjá af átta meistaratitlum sínum á Ítalíu. Manchester City er eitt af þeim félögum sem eru á eftir Paul Pogba í sumar. „Auðvitað er hann orðaður við stór peningalið eins og Chelsea, Real Madrid, PSG og City. Eins og er upplifir hann hinsvegar drauma sína hjá Juventus. Ef einhver ætlar að kaupa hann þá þarf það að borga fyrir hann metfé," sagði Buffon. Stuðningsmenn Manchester United fá gott tækifæri í kvöld til að sjá hvað liðið missti af en Juventus heimsækir þá Real Madrid á Bernabeu í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira