Kári: Verður lítið vesen að rassskella þá Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. maí 2015 15:47 Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Það er því gróið um heilt á milli Kára og félagsins en ekki var gott á milli Kára og félagsins fyrir ári síðan eins og lesa má um í fréttunum hér að neðan. Eftir þau læti sáu ekki margir fyrir sér að Kári ætti aftur endurkvæmt til Eyja en menn hafa nú lagt þau leiðindi til hliðar og ákveðið að vinna saman næstu árin. „Við ræddum saman og höfum lagt allt sem á undan var gengið til hliðar. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta. Þá sérstaklega ég," segir Kári en því er ekki að neita að það voru talsverð læti í kringum hans mál í fyrra. „Það var fullt af tilfinningum og þetta var svolítil sprengja. Við erum búnir að hreinsa andrúmsloftið. Það var ekkert annað að gera. Þú býrð ekki í Vestmannaeyjum og hefur þetta hangandi yfir þér alla ævi. Þetta er mjög jákvætt og öll leiðindin eru að baki. Er þetta ekki Dýrin í Hálsaskógi stemning núna? Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir." Stuðningsmenn ÍBV tóku ekki vel á móti Kára er hann kom til Eyja á nýliðnu tímabili. Veifuðu framan í hann peningaseðlum og létu hann finna fyrir því. Ber hann engan kala til þeirra sem voru að stríða honum? „Við skulum sjá hvernig þeir bregðast við því að ég sé kominn heim. Svo veit ég alveg hvar þeir eiga heima og það verður því ekkert vesen að rassskella þá," segir Kári kíminn.Kári og Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.vísir/stefánKári hefur verið að glíma við veikindi á síðustu árum og tvívegis hefur hann verið greindur með æxli í baki. „Heilsan er fín og ég missti ekki út leik á síðasta tímabili. Það hefur ekki komið neitt bakslag í bakið," segir Kári léttur. Eins og áður segir skrifaði Kári undir fjögurra ára samning. Þessi þrítugi línumaður ætlar því ekki að tjalda til einnar nætur í Eyjum. „Þetta er stærra en boltinn. Ég kem að fleiri hlutum en bara að spila. Þeir eru með akademíu og ég verð líka að þjálfa hjá félaginu eins og ég gerði hjá Val í vetur," segir Kári en hann vildi koma til Eyja í fyrra. Hann er núna kominn þangað sem hann vill vera. „Það var ekkert leyndarmál að þegar ég kom heim þá vildi ég fara alveg heim til Eyja." Kári útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku síðar þó svo hann horfi ekki þangað núna. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Það er því gróið um heilt á milli Kára og félagsins en ekki var gott á milli Kára og félagsins fyrir ári síðan eins og lesa má um í fréttunum hér að neðan. Eftir þau læti sáu ekki margir fyrir sér að Kári ætti aftur endurkvæmt til Eyja en menn hafa nú lagt þau leiðindi til hliðar og ákveðið að vinna saman næstu árin. „Við ræddum saman og höfum lagt allt sem á undan var gengið til hliðar. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta. Þá sérstaklega ég," segir Kári en því er ekki að neita að það voru talsverð læti í kringum hans mál í fyrra. „Það var fullt af tilfinningum og þetta var svolítil sprengja. Við erum búnir að hreinsa andrúmsloftið. Það var ekkert annað að gera. Þú býrð ekki í Vestmannaeyjum og hefur þetta hangandi yfir þér alla ævi. Þetta er mjög jákvætt og öll leiðindin eru að baki. Er þetta ekki Dýrin í Hálsaskógi stemning núna? Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir." Stuðningsmenn ÍBV tóku ekki vel á móti Kára er hann kom til Eyja á nýliðnu tímabili. Veifuðu framan í hann peningaseðlum og létu hann finna fyrir því. Ber hann engan kala til þeirra sem voru að stríða honum? „Við skulum sjá hvernig þeir bregðast við því að ég sé kominn heim. Svo veit ég alveg hvar þeir eiga heima og það verður því ekkert vesen að rassskella þá," segir Kári kíminn.Kári og Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.vísir/stefánKári hefur verið að glíma við veikindi á síðustu árum og tvívegis hefur hann verið greindur með æxli í baki. „Heilsan er fín og ég missti ekki út leik á síðasta tímabili. Það hefur ekki komið neitt bakslag í bakið," segir Kári léttur. Eins og áður segir skrifaði Kári undir fjögurra ára samning. Þessi þrítugi línumaður ætlar því ekki að tjalda til einnar nætur í Eyjum. „Þetta er stærra en boltinn. Ég kem að fleiri hlutum en bara að spila. Þeir eru með akademíu og ég verð líka að þjálfa hjá félaginu eins og ég gerði hjá Val í vetur," segir Kári en hann vildi koma til Eyja í fyrra. Hann er núna kominn þangað sem hann vill vera. „Það var ekkert leyndarmál að þegar ég kom heim þá vildi ég fara alveg heim til Eyja." Kári útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku síðar þó svo hann horfi ekki þangað núna. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12
Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00
Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00