KSÍ tapaði í Hæstarétti og þarf að borga Landsbankanum eina milljón Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2015 17:45 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stóð fyrir endurbætum á Laugardalsvelli fyrir tæpum áratug. vísir Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var dæmt að greiða Landsbankanum eina milljón króna í málskostnað í Hæstarétti í dag og máli sem KSÍ höfðaði á hendur bankanum var vísað frá. KSÍ fékk reikningslánalínu upp á einn milljað frá Landsbankanum í september 2006 vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sambandið dró átta sinnum á lánið, en samtals var upphæðin 635 milljónir króna. Greitt var út í íslenskum krónum en um gengislán var að ræða. Því var helmingsskipt í svissneska franka og japönsk jen. KSÍ byrjaði að greiða inn á lánið snemma árs 2007 og hafði greitt það að fullu í september árið 2009. Í heildina borgaði KSÍ 1.017 milljónir króna til baka. Í kjölfar gengislánadóma sem féllu hér á landi höfðaði KSÍ mál gegn Landsbankanum, en það vildi meina að lánið hafi verið bundið ólögmætri gengistryggingu. Lögmaður KSÍ vildi meina að endurreikna þyrfti lánin þannig að Landsbankinn þyrfti að endurgreiða það sem greitt hafði verið umfram skyldu. Héraðsdómur dæmdi KSÍ í hag og sagði gengistrygginguna í andstæðu við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Þá átti Landsbankinn að greiða KSÍ 600.000 krónur í málskostnað. Landsbankinn áfrýjaði til Hæstarétts sem sneri úrskurði Héraðsdóms í dag og þarf KSÍ nú að greiða bankanum eina milljóna króna í málskostnað fyrir hérað og Hæstarétt. Hæstiréttur taldi að dómkröfur KSÍ í stefnu hefðu ekki verið nægilega skýrar auk þess sem lánin hefðu nú þegar verið greidd að fullu og samningarnir þannig efndir og KSÍ ekki sýnt fram á hvaða lögmætu hagsmuni sambandið hefði af því að fá viðurkenningu á því að samningarnir fælu í sér ólögmæta gengistryggingu. Hefði málið unnist hefði KSÍ verið í stöðu til að sækja hundruði milljóna króna sem því fannst það hafa borgað umfram vegna verðtryggingarinnar. Niðurstaða Hæstaréttar er því viss skellur fyrir KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var dæmt að greiða Landsbankanum eina milljón króna í málskostnað í Hæstarétti í dag og máli sem KSÍ höfðaði á hendur bankanum var vísað frá. KSÍ fékk reikningslánalínu upp á einn milljað frá Landsbankanum í september 2006 vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sambandið dró átta sinnum á lánið, en samtals var upphæðin 635 milljónir króna. Greitt var út í íslenskum krónum en um gengislán var að ræða. Því var helmingsskipt í svissneska franka og japönsk jen. KSÍ byrjaði að greiða inn á lánið snemma árs 2007 og hafði greitt það að fullu í september árið 2009. Í heildina borgaði KSÍ 1.017 milljónir króna til baka. Í kjölfar gengislánadóma sem féllu hér á landi höfðaði KSÍ mál gegn Landsbankanum, en það vildi meina að lánið hafi verið bundið ólögmætri gengistryggingu. Lögmaður KSÍ vildi meina að endurreikna þyrfti lánin þannig að Landsbankinn þyrfti að endurgreiða það sem greitt hafði verið umfram skyldu. Héraðsdómur dæmdi KSÍ í hag og sagði gengistrygginguna í andstæðu við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Þá átti Landsbankinn að greiða KSÍ 600.000 krónur í málskostnað. Landsbankinn áfrýjaði til Hæstarétts sem sneri úrskurði Héraðsdóms í dag og þarf KSÍ nú að greiða bankanum eina milljóna króna í málskostnað fyrir hérað og Hæstarétt. Hæstiréttur taldi að dómkröfur KSÍ í stefnu hefðu ekki verið nægilega skýrar auk þess sem lánin hefðu nú þegar verið greidd að fullu og samningarnir þannig efndir og KSÍ ekki sýnt fram á hvaða lögmætu hagsmuni sambandið hefði af því að fá viðurkenningu á því að samningarnir fælu í sér ólögmæta gengistryggingu. Hefði málið unnist hefði KSÍ verið í stöðu til að sækja hundruði milljóna króna sem því fannst það hafa borgað umfram vegna verðtryggingarinnar. Niðurstaða Hæstaréttar er því viss skellur fyrir KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira