Efast um að öll svínabú lifi verkfallið af Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. maí 2015 19:00 Svínabóndi í Grímsnesi segir búið, og þar með heimilið, vera farið að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls dýralækna. Ekki eru til peningar til að kaupa fóður og borga reikninga. Hún efast um að minni svínabú landsins lifi verkfallið af. Frá því verkfall dýralækna hófst hafa innlendir alifugla- og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Á minni svínabúum, til að mynda á Ormsstöðum í Grímsnesi, er allt undir. Svínabúið er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem búið er á jörðinni og daglegt líf snýst í kringum reksturinn sem Guðný Tómasdóttir tók fyrir nokkrum árum við af foreldrum sínum. „Við vinnum við þetta bæði ég og maðurinn minn og ég get dregið börnin út á frídögum, svona eins og í dag, og mamma og pabbi eru ennþá að starfa við þetta,“ segir Guðný. Svínabú eru sum hver komin að þolmörkum vegna tekjutaps sem þau hafa orðið fyrir undanfarnar vikur. Þótt framleiðslan komist ekki á markað er ekkert lát á þeim gjöldum sem greiða þarf vegna reksturins. Þá óttast Guðný að þegar verkfallinu ljúki verði offramboð af frosnu kjöti og því muni það falla í verði. „Núna skiptir hver dagur máli því að við erum vön að fá tekjur í hverri viku, en núna eru komnar fjórar vikur sem að hafa ekki komið neinar tekjur inn. Við fáum líklega einhvern smá pening fyrir undanþágu sem við fengum í síðustu viku á föstudaginn og vonum að við getum skrimt á því eitthvað aðeins. Við erum farin að tala við byrgja og heyra hvað við getum dregið einhverjar greiðslur en ég veit ekki alveg hvernig mánaðarmótin fara,“ segir hún. Minni bú séu þannig mun verr í stakk búin en þau stærri til að takast á við afleiðingar verkfallsins. „Þessi litlu bú, við eigum okkar skuldir og allt annað. Við erum ekki nógu stór til að vera interesant fyrir bankann. Ég yrði mjög hissa á því ef allir lifa þetta af, það er bara þannig,“ segir Guðný. Verkfall 2016 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Svínabóndi í Grímsnesi segir búið, og þar með heimilið, vera farið að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls dýralækna. Ekki eru til peningar til að kaupa fóður og borga reikninga. Hún efast um að minni svínabú landsins lifi verkfallið af. Frá því verkfall dýralækna hófst hafa innlendir alifugla- og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Á minni svínabúum, til að mynda á Ormsstöðum í Grímsnesi, er allt undir. Svínabúið er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem búið er á jörðinni og daglegt líf snýst í kringum reksturinn sem Guðný Tómasdóttir tók fyrir nokkrum árum við af foreldrum sínum. „Við vinnum við þetta bæði ég og maðurinn minn og ég get dregið börnin út á frídögum, svona eins og í dag, og mamma og pabbi eru ennþá að starfa við þetta,“ segir Guðný. Svínabú eru sum hver komin að þolmörkum vegna tekjutaps sem þau hafa orðið fyrir undanfarnar vikur. Þótt framleiðslan komist ekki á markað er ekkert lát á þeim gjöldum sem greiða þarf vegna reksturins. Þá óttast Guðný að þegar verkfallinu ljúki verði offramboð af frosnu kjöti og því muni það falla í verði. „Núna skiptir hver dagur máli því að við erum vön að fá tekjur í hverri viku, en núna eru komnar fjórar vikur sem að hafa ekki komið neinar tekjur inn. Við fáum líklega einhvern smá pening fyrir undanþágu sem við fengum í síðustu viku á föstudaginn og vonum að við getum skrimt á því eitthvað aðeins. Við erum farin að tala við byrgja og heyra hvað við getum dregið einhverjar greiðslur en ég veit ekki alveg hvernig mánaðarmótin fara,“ segir hún. Minni bú séu þannig mun verr í stakk búin en þau stærri til að takast á við afleiðingar verkfallsins. „Þessi litlu bú, við eigum okkar skuldir og allt annað. Við erum ekki nógu stór til að vera interesant fyrir bankann. Ég yrði mjög hissa á því ef allir lifa þetta af, það er bara þannig,“ segir Guðný.
Verkfall 2016 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira