Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 10:19 Björn Þorvaldsson saksóknari, hér lengst til hægri, ásamt aðstoðarmönnum sínum. VÍSIR/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann byrjaði á að fara yfir ákæruna og rakti almennt þá háttsemi sem ákærðu er gefið að sök. Alls eru níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir markaðsminotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Fyrsti og annar kafli ákærunnar snýr að meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson hjá eigin viðskiptum bankans keyptu mikið magn af hlutabréfum í bankanum ákærutímabilinu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi stjórnendanna Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar. Vill ákæruvaldið meina að viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi hafi komið í veg fyrir eða hægt á lækkun bréfanna og þannig komið í veg fyrir eðlilega verðmyndun þeirra á markaði, sem er ólöglegt.Áhættusöm viðskipti fyrir bankann Í 2. kafla ákærunnar er einnig ákært fyrir markaðsmisnotkun. Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson eru ákærðir fyrir nokkur stór utanþingsviðskipti þar sem eignarhaldsfélögum voru seld hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Telur saksóknari að þessi viðskipti hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum ranglega og misvísandi til kynna, auk þess sem þau voru mjög áhættusöm fyrir bankann, en um fyrstu tvo kafla ákærunnar sagði saksóknari: „Háttsemin í 1. og 2. kafla fól í sér í heild sinni langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun í gangverk verðbréfamarkaðarins. Hlutabréf í Kaupþingi lutu ekki þeim markaðslögmálum sem lög um verðbréfaviðskipti [kveða á um].”Deilt um eðli utanþingsviðskipta Saksóknari rakti svo þann mun sem sjálfvirk pörunarviðskipti og utanþingsviðskipti hafa á verðmyndun hlutabréfa. Hélt hann því fram að sjálfvirk pörunarviðskipti hefðu meiri áhrif á verðmyndun en utanþingsviðskipti, sem í raun hefðu takmörkuð áhrif á verð hlutabréfa. Vísaði hann meðal annars í framburð vitna máli sínu til stuðnings og álit fræðimanna en ákæruvaldið og verjendur hafa deilt mikið um hvort þetta sé rétt túlkun á eðli utanþingsviðskipta og áhrifum þeirra á hlutabréfaverð. „Raunveruleg verðmyndun á sér stað í sjálfvirkum pörunarviðskiptum,” sagði saksóknari og hélt áfram: „Af hverju þá að kaupa svona mikið í sjálvirkum pörunarviðskiptum? Svarið liggur í augum uppi: Kaupþing var í raun að handstýra verðmyndun á eigin bréfum.”Símtöl og tölvupóstar varpi ljósi á misnotkun Ákæruvaldið telur samtímagögn frá ákærutímabilinu, til dæmis símtöl og tölvupósta, varpa ljósi þá markaðsmisnotkun sem fjallað er um í 1. kafla ákærunnar. „Þegar gögn málsins eru skoðuð kemur í ljós með skýrum hætti hvernig ákærðu höfðu viðskipti með bréf Kaupþings í gjörgæslu. Markmið ákærðu var að halda uppi og styðja við gengi hlutabréfanna hvað sem það kostaði.” Saksóknari fer nú yfir gögn málsins, símtöl, tölvupósta og gögn úr Kauphallarherminum svokallaða sem sýnir viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Reynir hann að sýna fram á að samhengi sé á milli samskipta ákærðu um viðskipti með bréf í Kaupþingi og svo hegðunar verðbréfasalanna á markaði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann byrjaði á að fara yfir ákæruna og rakti almennt þá háttsemi sem ákærðu er gefið að sök. Alls eru níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir markaðsminotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Fyrsti og annar kafli ákærunnar snýr að meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson hjá eigin viðskiptum bankans keyptu mikið magn af hlutabréfum í bankanum ákærutímabilinu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi stjórnendanna Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar. Vill ákæruvaldið meina að viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi hafi komið í veg fyrir eða hægt á lækkun bréfanna og þannig komið í veg fyrir eðlilega verðmyndun þeirra á markaði, sem er ólöglegt.Áhættusöm viðskipti fyrir bankann Í 2. kafla ákærunnar er einnig ákært fyrir markaðsmisnotkun. Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson eru ákærðir fyrir nokkur stór utanþingsviðskipti þar sem eignarhaldsfélögum voru seld hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Telur saksóknari að þessi viðskipti hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum ranglega og misvísandi til kynna, auk þess sem þau voru mjög áhættusöm fyrir bankann, en um fyrstu tvo kafla ákærunnar sagði saksóknari: „Háttsemin í 1. og 2. kafla fól í sér í heild sinni langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun í gangverk verðbréfamarkaðarins. Hlutabréf í Kaupþingi lutu ekki þeim markaðslögmálum sem lög um verðbréfaviðskipti [kveða á um].”Deilt um eðli utanþingsviðskipta Saksóknari rakti svo þann mun sem sjálfvirk pörunarviðskipti og utanþingsviðskipti hafa á verðmyndun hlutabréfa. Hélt hann því fram að sjálfvirk pörunarviðskipti hefðu meiri áhrif á verðmyndun en utanþingsviðskipti, sem í raun hefðu takmörkuð áhrif á verð hlutabréfa. Vísaði hann meðal annars í framburð vitna máli sínu til stuðnings og álit fræðimanna en ákæruvaldið og verjendur hafa deilt mikið um hvort þetta sé rétt túlkun á eðli utanþingsviðskipta og áhrifum þeirra á hlutabréfaverð. „Raunveruleg verðmyndun á sér stað í sjálfvirkum pörunarviðskiptum,” sagði saksóknari og hélt áfram: „Af hverju þá að kaupa svona mikið í sjálvirkum pörunarviðskiptum? Svarið liggur í augum uppi: Kaupþing var í raun að handstýra verðmyndun á eigin bréfum.”Símtöl og tölvupóstar varpi ljósi á misnotkun Ákæruvaldið telur samtímagögn frá ákærutímabilinu, til dæmis símtöl og tölvupósta, varpa ljósi þá markaðsmisnotkun sem fjallað er um í 1. kafla ákærunnar. „Þegar gögn málsins eru skoðuð kemur í ljós með skýrum hætti hvernig ákærðu höfðu viðskipti með bréf Kaupþings í gjörgæslu. Markmið ákærðu var að halda uppi og styðja við gengi hlutabréfanna hvað sem það kostaði.” Saksóknari fer nú yfir gögn málsins, símtöl, tölvupósta og gögn úr Kauphallarherminum svokallaða sem sýnir viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Reynir hann að sýna fram á að samhengi sé á milli samskipta ákærðu um viðskipti með bréf í Kaupþingi og svo hegðunar verðbréfasalanna á markaði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira