Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2015 16:11 vísir/pjetur „Mér finnst þetta helst til of stutt,“ segir Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Vísi í dag, aðspurður um sex mánaða bannið sem handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson var dæmdur í en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. „Ég hefði sætt við mig við árs keppnisbann. Við fórum fram á tvö ár þótt refsiramminn væri fjögur ár. Ástæðan fyrir því er að það þarf að vera um skýran ásetning að ræða til að fara fram á fjögur ár,“ sagði Skúli ennfremur en niðurbrotsefni af sterum fundust í þvagsýni Jóhanns. „Í þessu máli, miðað við magndreifinguna sem kemur úr honum og T/E hlutfallið (epitestosterone), er alveg klárt að það er ekki til staðar. Þess vegna fórum við fram á tvö ár.Búinn að taka út stóran hluta refsingarinnar „Við höfum ekkert val um að fara fram á neitt minna, annað hvort förum við fram á tvö eða fjögur ár,“ sagði Skúli og bætti því við að dómurinn hefði eflaust tekið tillit til þess hversu samvinnuþýður sá brotlegi var og hvernig hann greindi frá inntökunni. Jóhann var dæmdur í bráðabirgðabann sem hófst 18. mars og hann verður því orðinn löglegur á ný 18. september. Jóhann missir því væntanlega ekki af meira en 1-2 leikjum í upphafi Olís-deildarinnar í haust. „Hann er búinn að taka út stóran hluta af refsingunni því hann samþykkti bráðabirgðabann um leið og niðurstaðan lá fyrir. Þar af leiðandi byrjaði hann strax að taka út bannið,“ sagði Skúli en hyggst lyfjaráðið að áfrýja dómnum? „Ég á síður von á því. Sé litið til fordæmanna er ekki líklegt að það skili neinu.“Íþróttamenn bera ábyrgð á því sem þeir setja ofan í sig Skúli hefur nokkrar áhyggjur af því að þessi vægi dómur geti verið fordæmisgefandi. „Ég hef pínulitlar áhyggjur af því. Íþróttamenn verða að hafa ábyrgðarhlutinn í huga. Það sem menn setja ofan í sig er algjörlega á þeirri ábyrgð. Það er ekki hægt að treysta því að aðilinn við hliðina á þér sé alveg hreinn,“ sagði Skúli að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
„Mér finnst þetta helst til of stutt,“ segir Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Vísi í dag, aðspurður um sex mánaða bannið sem handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson var dæmdur í en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. „Ég hefði sætt við mig við árs keppnisbann. Við fórum fram á tvö ár þótt refsiramminn væri fjögur ár. Ástæðan fyrir því er að það þarf að vera um skýran ásetning að ræða til að fara fram á fjögur ár,“ sagði Skúli ennfremur en niðurbrotsefni af sterum fundust í þvagsýni Jóhanns. „Í þessu máli, miðað við magndreifinguna sem kemur úr honum og T/E hlutfallið (epitestosterone), er alveg klárt að það er ekki til staðar. Þess vegna fórum við fram á tvö ár.Búinn að taka út stóran hluta refsingarinnar „Við höfum ekkert val um að fara fram á neitt minna, annað hvort förum við fram á tvö eða fjögur ár,“ sagði Skúli og bætti því við að dómurinn hefði eflaust tekið tillit til þess hversu samvinnuþýður sá brotlegi var og hvernig hann greindi frá inntökunni. Jóhann var dæmdur í bráðabirgðabann sem hófst 18. mars og hann verður því orðinn löglegur á ný 18. september. Jóhann missir því væntanlega ekki af meira en 1-2 leikjum í upphafi Olís-deildarinnar í haust. „Hann er búinn að taka út stóran hluta af refsingunni því hann samþykkti bráðabirgðabann um leið og niðurstaðan lá fyrir. Þar af leiðandi byrjaði hann strax að taka út bannið,“ sagði Skúli en hyggst lyfjaráðið að áfrýja dómnum? „Ég á síður von á því. Sé litið til fordæmanna er ekki líklegt að það skili neinu.“Íþróttamenn bera ábyrgð á því sem þeir setja ofan í sig Skúli hefur nokkrar áhyggjur af því að þessi vægi dómur geti verið fordæmisgefandi. „Ég hef pínulitlar áhyggjur af því. Íþróttamenn verða að hafa ábyrgðarhlutinn í huga. Það sem menn setja ofan í sig er algjörlega á þeirri ábyrgð. Það er ekki hægt að treysta því að aðilinn við hliðina á þér sé alveg hreinn,“ sagði Skúli að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11
Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39
Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita