Stærstu skrefin hingað til við losun hafta að mati fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 19:37 Fjármálaráðherra boðar að stigin verði stærstu skrefin hingað til við afnám gjaldeyrishafta í frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram á næstu dögum. Nær öruggt má telja að störf Alþingis verði framlengd inn í sumarið vegna þessa, en því ætti að óbreyttu að ljúka á föstudaginn í næstu viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikla tæknilega og lagalega vinnu liggja að baki frumvarpa sem brátt líta dagsins ljós um afnám gjaldeyrishaftanna. Efnahagslega þurfi að líta í mörg horn við afnám þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig staðið verður að afnámi gjaldeyrishaftanna. En fjármálaráðherra vonar að samstaða takist um þetta mikilvæga mál þegar hann leggur frumvörp sín fram á Alþingi. Það verður þó ekki í þessari viku. Fjármálaráðherrann segir frumvörpin ekki afnema höftin algerlega. „En þetta eru frumvörp sem taka á annars vegar á slitabúunum og þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir svo lengi að þetta virðist ætla að taka allt of langan tíma að fá einhvern botn í það. Þetta svarar þá því hvað við teljum að þurfi að gerast til að hægt sé að ljúka slitum á slitabúunum,“ segir Bjarni Hins vegar taki frumvörpin á aflandskrónunum; þeirri snjóhengju af krónum sem finna megi utan slitabúanna. „En við munum líka vilja ræða um það hver verða önnur næstu skref. Allt hefur þetta miðað að því að setja fram heilstæða áætlun og ég trúi ekki öðru en það geti tekist góð samstaða í þinginu um að stíga þessi mikilvægu skref núna,“ segir Bjarni. Fyrr á þessu ári gripu stjórnvöld til aðgerða vegna haftanna með fækkun fjárfestingakosta og útboð fara fram síðar á árinu að undangengnum ákveðnum breytingum segir Bjarni.Myndir þú lýsa því þannig að þetta væru mjög stór skref sem þarna yrðu stigin?„Já, þau langstærstu og í raun fyrstu alvöru skrefin í átt að því að færast úr þessum miklu stífu höftum yfir í gjörbreyttar aðstæður,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni efast ekki um ekki verði allir í hópi kröfuhafa sáttir við þessar aðgerðir. Aðalatriðið sé hins vegar að ná sátt um málið á Alþingi. „Og það tækist breið samstaða um að vinna þessum málum framgang. Það getur þýtt að við þurfum að vera eitthvað aðeins lengur hér (við þingstörf) en starfsáætlun gerir ráð fyrir. En það verður bara svo að vera. Þetta eru það stór og mikilvæg mál,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira
Fjármálaráðherra boðar að stigin verði stærstu skrefin hingað til við afnám gjaldeyrishafta í frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram á næstu dögum. Nær öruggt má telja að störf Alþingis verði framlengd inn í sumarið vegna þessa, en því ætti að óbreyttu að ljúka á föstudaginn í næstu viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikla tæknilega og lagalega vinnu liggja að baki frumvarpa sem brátt líta dagsins ljós um afnám gjaldeyrishaftanna. Efnahagslega þurfi að líta í mörg horn við afnám þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig staðið verður að afnámi gjaldeyrishaftanna. En fjármálaráðherra vonar að samstaða takist um þetta mikilvæga mál þegar hann leggur frumvörp sín fram á Alþingi. Það verður þó ekki í þessari viku. Fjármálaráðherrann segir frumvörpin ekki afnema höftin algerlega. „En þetta eru frumvörp sem taka á annars vegar á slitabúunum og þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir svo lengi að þetta virðist ætla að taka allt of langan tíma að fá einhvern botn í það. Þetta svarar þá því hvað við teljum að þurfi að gerast til að hægt sé að ljúka slitum á slitabúunum,“ segir Bjarni Hins vegar taki frumvörpin á aflandskrónunum; þeirri snjóhengju af krónum sem finna megi utan slitabúanna. „En við munum líka vilja ræða um það hver verða önnur næstu skref. Allt hefur þetta miðað að því að setja fram heilstæða áætlun og ég trúi ekki öðru en það geti tekist góð samstaða í þinginu um að stíga þessi mikilvægu skref núna,“ segir Bjarni. Fyrr á þessu ári gripu stjórnvöld til aðgerða vegna haftanna með fækkun fjárfestingakosta og útboð fara fram síðar á árinu að undangengnum ákveðnum breytingum segir Bjarni.Myndir þú lýsa því þannig að þetta væru mjög stór skref sem þarna yrðu stigin?„Já, þau langstærstu og í raun fyrstu alvöru skrefin í átt að því að færast úr þessum miklu stífu höftum yfir í gjörbreyttar aðstæður,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni efast ekki um ekki verði allir í hópi kröfuhafa sáttir við þessar aðgerðir. Aðalatriðið sé hins vegar að ná sátt um málið á Alþingi. „Og það tækist breið samstaða um að vinna þessum málum framgang. Það getur þýtt að við þurfum að vera eitthvað aðeins lengur hér (við þingstörf) en starfsáætlun gerir ráð fyrir. En það verður bara svo að vera. Þetta eru það stór og mikilvæg mál,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira