Formaður VR óttast lög á verkfallið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2015 13:16 Formaður VR óttast að lög verði sett á verkföll launafólks. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsvopnið mjög sterkt og að verkalýðshreyfingin geti knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera.Þau Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Þorsteinn að það að viðhalda stöðugleikanum í efnahagskerfinu væri á allra ábyrgð. „Ég myndi segja að yfirburðastaða verkalýðshreyfingarinnar gagnvart atvinnurekendum í dag er alger,“ sagði Þorsteinn. „Atvinnurekendur eiga sitt verkbannsvopn en það er neyðarbragð, vegna þess að fyrirtækið veit að það setur sjálft sig á hausinn með því að beita slíku vopni til lengdar. Þannig að við vitum á endanum að verkalýðshreyfingin getur knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. Vegna þess að á endanum stendur fyrirtækið frammi fyrir valkostunum að ganga að þessum kröfum eða að fara einfaldlega á hausinn.“ Þorsteinn hefur meðal annars gagnrýnt kröfur um miklar launahækkanir, líkt og kröfur Starfsgreinasambandsins um fimmtíu prósent launahækkanir. Ólafía sagðist í þættinum óttast það að lög yrðu sett á verkföllin.„Ábyrgðarlaust tal“ „Við í VR vorum í gær á fundi stjórnar klukkan tíu, svo trúnaðarráðsfundur klukkan ellefu og svo Landssamband íslenskra verslunarmanna í hádeginu. Þar var samþykkt samhljóða það aðgerðaplan sem við komum til með að kynna á þriðjudagsmorgun. En ég ætla bara rétt að vona að við náum að nálgast viðfangsefnið með skynsamlegum hætti áður en þetta brestur á. Starfsgreinasambandið er í verkfalli, BHM er líka í verkfalli og aðrir stórir hópar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru nú að kjósa um verkfallsboðun. Þannig að þetta eru gríðarlega miklir hagsmunir og stórir hópar sem eru að fara hérna fram.“ Hún svaraði ummælum Þorsteins um að verkalýðshreyfingin væri að knýja fram vitleysu á þann hátt að það hafi ekki verið af léttúð sem ráðist var í verkfallsaðgerðir. „Þetta er náttúrulega bara ábyrgðarlaust tal af hans hálfu, að segja þetta með þessum hætti,“ sagði Ólafía. „Við vildum ekki vera í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 VR undirbýr verkfallsaðgerðir „Við sjáum engan annan kost,“ segir formaður VR. 27. apríl 2015 20:12 Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44 Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10 Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Formaður VR óttast að lög verði sett á verkföll launafólks. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsvopnið mjög sterkt og að verkalýðshreyfingin geti knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera.Þau Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Þorsteinn að það að viðhalda stöðugleikanum í efnahagskerfinu væri á allra ábyrgð. „Ég myndi segja að yfirburðastaða verkalýðshreyfingarinnar gagnvart atvinnurekendum í dag er alger,“ sagði Þorsteinn. „Atvinnurekendur eiga sitt verkbannsvopn en það er neyðarbragð, vegna þess að fyrirtækið veit að það setur sjálft sig á hausinn með því að beita slíku vopni til lengdar. Þannig að við vitum á endanum að verkalýðshreyfingin getur knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. Vegna þess að á endanum stendur fyrirtækið frammi fyrir valkostunum að ganga að þessum kröfum eða að fara einfaldlega á hausinn.“ Þorsteinn hefur meðal annars gagnrýnt kröfur um miklar launahækkanir, líkt og kröfur Starfsgreinasambandsins um fimmtíu prósent launahækkanir. Ólafía sagðist í þættinum óttast það að lög yrðu sett á verkföllin.„Ábyrgðarlaust tal“ „Við í VR vorum í gær á fundi stjórnar klukkan tíu, svo trúnaðarráðsfundur klukkan ellefu og svo Landssamband íslenskra verslunarmanna í hádeginu. Þar var samþykkt samhljóða það aðgerðaplan sem við komum til með að kynna á þriðjudagsmorgun. En ég ætla bara rétt að vona að við náum að nálgast viðfangsefnið með skynsamlegum hætti áður en þetta brestur á. Starfsgreinasambandið er í verkfalli, BHM er líka í verkfalli og aðrir stórir hópar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru nú að kjósa um verkfallsboðun. Þannig að þetta eru gríðarlega miklir hagsmunir og stórir hópar sem eru að fara hérna fram.“ Hún svaraði ummælum Þorsteins um að verkalýðshreyfingin væri að knýja fram vitleysu á þann hátt að það hafi ekki verið af léttúð sem ráðist var í verkfallsaðgerðir. „Þetta er náttúrulega bara ábyrgðarlaust tal af hans hálfu, að segja þetta með þessum hætti,“ sagði Ólafía. „Við vildum ekki vera í þessari stöðu sem við erum í í dag.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 VR undirbýr verkfallsaðgerðir „Við sjáum engan annan kost,“ segir formaður VR. 27. apríl 2015 20:12 Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44 Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10 Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07
Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44
Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10
Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00
Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26