BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2015 19:30 Aukin harka er að færast í átökin á vinnumarkaðnum. Bandalag háskólamanna skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir sínar þegar nær mánuður er frá því að verkföll hófust. Þá virðist fátt geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu BHM og ríksins á þeim tæpa mánuði sem verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir. Vilji er nú meðal félagsmanna að herða aðgerðirnar. „Ég held að mönnum fari nú að verða það ljóst að það er mikið í gangi í landinu þessa dagana og þessi stefna að bjóða mönnum sífellt upp á 3,5% er eitthvað sem að verður ekki tekið við. Nú menn fara auðvitað að skoða það og eru að skoða það, í baklandinu, hvernig hægt sé að herða á þeim aðgerðum sem í gangi eru,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM. Á meðal þeirra félagsmanna BHM sem eru í verkfalli eru geislafræðingar og ljósmæður á Landspítalanum, lögfræðingar hjá Sýslumanni Reykjavíkur, dýralæknar og starfsmenn hjá Matvælastofnun. Páll segir fleiri hópa innan félagsins skoða það að leggja niður störf á næstunni. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif en þó nokkrar undanþágur hafa verið gefnar til að kalla starfsmenn til vinnu á meðan á verkfalli hefur staðið. „Um undanþágur gilda auðvitað bara ákveðnar reglur og við getum í sjálfu sér ekki breytt þeim. Stéttarfélögin geta ekki breytt þeim. Hins vegar hafa stéttarfélögin verið svona að reyna að beina því til undanþágunefndar að fara vægilega um hluti. Ég veit ekki hvort að þau verði eins mikið í því á næstunni,“ segir Páll. Allt stefnir í að tíu þúsund félagsmenn starfsgreinasambandis leggi niður störf á þriðjudaginn í tvo sólarhringa. „Þetta hefur töluvert meiri áhrif heldur en síðast. Við fórum í verkfall síðast á fimmtudaginn í hálfan dag. Þarna erum við að tala um tveggja daga lokun. Ég reikna með að þetta muni hafa víðtæk áhrif á matvinnslu, á ferðaþjónustu, fólksflutninga og vöruflutninga og fleira. Ég sé ekki að það sé það er mikið sem geti afstýrt verkfallinu framundan,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stöðuna alvarlega. „Það er alveg ljóst að ef að kemur til verkfallsátaka af fullum þunga eins og boðað hefur verið þá getur það orðið mjög alvarlegt ástand. Gæti haft mjög alvarleg áhrif á hagkerfið í heild sinni ef að til þess kemur en ég treysti því að við finnum lausn áður en að svo verður,“segir Þorsteinn. Eftir að Flóabandalagið, VR og Landssamband verslunarmanna slitu kjaraviðræðum í vikunni þá hófu þau að undirbúa verkfallsaðgerðir. Verkföll gætu orðið að veruleika í lok maí. „Við gerum ráð fyrir því að það verði hafin atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun um miðjan þennan mánuð,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Verkfall 2016 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Aukin harka er að færast í átökin á vinnumarkaðnum. Bandalag háskólamanna skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir sínar þegar nær mánuður er frá því að verkföll hófust. Þá virðist fátt geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu BHM og ríksins á þeim tæpa mánuði sem verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir. Vilji er nú meðal félagsmanna að herða aðgerðirnar. „Ég held að mönnum fari nú að verða það ljóst að það er mikið í gangi í landinu þessa dagana og þessi stefna að bjóða mönnum sífellt upp á 3,5% er eitthvað sem að verður ekki tekið við. Nú menn fara auðvitað að skoða það og eru að skoða það, í baklandinu, hvernig hægt sé að herða á þeim aðgerðum sem í gangi eru,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM. Á meðal þeirra félagsmanna BHM sem eru í verkfalli eru geislafræðingar og ljósmæður á Landspítalanum, lögfræðingar hjá Sýslumanni Reykjavíkur, dýralæknar og starfsmenn hjá Matvælastofnun. Páll segir fleiri hópa innan félagsins skoða það að leggja niður störf á næstunni. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif en þó nokkrar undanþágur hafa verið gefnar til að kalla starfsmenn til vinnu á meðan á verkfalli hefur staðið. „Um undanþágur gilda auðvitað bara ákveðnar reglur og við getum í sjálfu sér ekki breytt þeim. Stéttarfélögin geta ekki breytt þeim. Hins vegar hafa stéttarfélögin verið svona að reyna að beina því til undanþágunefndar að fara vægilega um hluti. Ég veit ekki hvort að þau verði eins mikið í því á næstunni,“ segir Páll. Allt stefnir í að tíu þúsund félagsmenn starfsgreinasambandis leggi niður störf á þriðjudaginn í tvo sólarhringa. „Þetta hefur töluvert meiri áhrif heldur en síðast. Við fórum í verkfall síðast á fimmtudaginn í hálfan dag. Þarna erum við að tala um tveggja daga lokun. Ég reikna með að þetta muni hafa víðtæk áhrif á matvinnslu, á ferðaþjónustu, fólksflutninga og vöruflutninga og fleira. Ég sé ekki að það sé það er mikið sem geti afstýrt verkfallinu framundan,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stöðuna alvarlega. „Það er alveg ljóst að ef að kemur til verkfallsátaka af fullum þunga eins og boðað hefur verið þá getur það orðið mjög alvarlegt ástand. Gæti haft mjög alvarleg áhrif á hagkerfið í heild sinni ef að til þess kemur en ég treysti því að við finnum lausn áður en að svo verður,“segir Þorsteinn. Eftir að Flóabandalagið, VR og Landssamband verslunarmanna slitu kjaraviðræðum í vikunni þá hófu þau að undirbúa verkfallsaðgerðir. Verkföll gætu orðið að veruleika í lok maí. „Við gerum ráð fyrir því að það verði hafin atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun um miðjan þennan mánuð,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.
Verkfall 2016 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“