Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. maí 2015 20:45 Nígerískur flóttamaður, sem flúði heimaland sitt vegna árása hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og hefur beðið eftir hæli hér á landi í rúmlega þrjú ár, segir ástandiðí heimalandi sínu hræðilegt. Yfirvöldum í Nígeríu hefur gengið illa að stöðva uppgang Boko Haram, en talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hafi banað um tíu þúsund manns í landinu frá árinu 2009. Amnesty International ávítti nígeríska herinn á síðasta ári fyrir grimmdarverk í norð-austur hlua landsins í baráttu sinni gegn Boko Haram, en almennir borgarar verða oftar en ekki fyrir barðinu á átökunum. Eze Okafor fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í norðaustur Nígeríu. Hann flúði land eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið árið 2011, fór fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Íslands ári síðar. „Ástæðan fyrir því að ég yfirhgaf heimaland mitt var sú að Boko Haram vildu mig feigan, en þeir reyndu að fá mig til að ganga til liðs við sig,“ segir hann. Eze segir að samtökin hafi einn daginn ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin. Hann bendir á ör á enninu á sér og segir það vera eftir af völdum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna. „Einkabróðir minn var myrtur þegar þeir réðust inn í húsið okkar, og þeir réðust á mig og stungu mig með hnífi. Þess vegna varð ég að flýja,“ segir hann. Eze var nýlega neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar, þar sem hann óttast að verða sendur aftur til Nígeríu. Hann hefur nú áfrýjað þeim úrskurði til innanríkisráðuneytisins og bíður örlaga sinna. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, harmar stöðuna. „Mér finnst þetta ómannúðleg staða,“ segir hann. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Nígerískur flóttamaður, sem flúði heimaland sitt vegna árása hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og hefur beðið eftir hæli hér á landi í rúmlega þrjú ár, segir ástandiðí heimalandi sínu hræðilegt. Yfirvöldum í Nígeríu hefur gengið illa að stöðva uppgang Boko Haram, en talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hafi banað um tíu þúsund manns í landinu frá árinu 2009. Amnesty International ávítti nígeríska herinn á síðasta ári fyrir grimmdarverk í norð-austur hlua landsins í baráttu sinni gegn Boko Haram, en almennir borgarar verða oftar en ekki fyrir barðinu á átökunum. Eze Okafor fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í norðaustur Nígeríu. Hann flúði land eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið árið 2011, fór fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Íslands ári síðar. „Ástæðan fyrir því að ég yfirhgaf heimaland mitt var sú að Boko Haram vildu mig feigan, en þeir reyndu að fá mig til að ganga til liðs við sig,“ segir hann. Eze segir að samtökin hafi einn daginn ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin. Hann bendir á ör á enninu á sér og segir það vera eftir af völdum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna. „Einkabróðir minn var myrtur þegar þeir réðust inn í húsið okkar, og þeir réðust á mig og stungu mig með hnífi. Þess vegna varð ég að flýja,“ segir hann. Eze var nýlega neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar, þar sem hann óttast að verða sendur aftur til Nígeríu. Hann hefur nú áfrýjað þeim úrskurði til innanríkisráðuneytisins og bíður örlaga sinna. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, harmar stöðuna. „Mér finnst þetta ómannúðleg staða,“ segir hann.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira