Mikill slagkraftur með samvinnu Flóabandalags og verslunarmanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 12:55 Fjölmennustu verkalýðsfélög landsins hafa ákveðið að samræma verkfallsaðgerðir sínar sem gætu hafist hinn 28. maí og endað í ótímabundnu verkfalli tugþúsunda manna hinn 6. júní. Aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og gætu truflað eða stöðvað millilandaflug um mánaðamótin. Stéttarfélögin þrjú innan Flóabandalagsins, VR og Landssambands verslunarmanna hafa ákveðið að samræma atkvæðagreiðslur sínar um boðun verkfalls sem og aðgerðir félaganna. Þetta eru fjölmennustu stéttarfélögin innan Alþýðusambandsins og slagkraftur þeirra því mjög mikill og myndu aðgerðirnar bætast ofan á önnur verkföll 16 stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins á Landsbyggðinni. Sigurður Bessason formaður Eflingar og samninganefndar Flóabandalagsinssegir margar ástæður fyrir samræmingu aðgerða. „Við höfum talið að staðan væri orðin þannig að það þyrfti að setja á þessa stöðu fullan þrýsting til að búa til lausn á þeirri deilu sem verið hefur undir. Þessi félög hafa að mörgu leyti verið með svipaðar áherslur,“ segir Sigurður. En bæði Flóabandalagið og verslunarmannafélögin fara fram á skammtímakjarasamning til eins árs og launakröfurnar séu á svipuðum nótum. Þá hafi öll félögin slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslum þessara stéttarfélaga um aðgerðir á að vera lokið fyrir 20. maí og fyrstu aðgerðirnar myndu hefjast með tveggja daga vinnustöðvun hjá hópferðafyrirtækjum hinn 28. maí., þegar 16 félög Starfsgreinasambandsins hafa þá verið í ótímabundnu verkfalli í tvo daga. Annað tveggja daga verkfall Flóans og verslunarmanna yrði hjá starfsfólki hótela, gististaða og baðstaða dagana 30. til 31. maí og dagana 31. maí til 1. júní munu starfsmenn í flugafgreiðslu bæði í innanlands- og millilandaflugi leggja niður störf hafi ekki samist. Það myndi lama allt farþegaflug í landinu. „Ég tel nú reyndar að allt það sem við erum að boða til muni hafa verulega mikil áhrif inn í okkar samfélag. Það er vissulega þannig að það er stigmögnun í þessum aðgerðum. Þær munu hafa verulega mikil áhrif inn í ferðaþjónustuumhverfið. Það er alveg ljóst. En þær munu líka hafa áhrif inn í okkar daglega umhverfi. Síðan er þessu ætlað að enda með ótímabundnum aðgerðum og verkföllum sem hefjast 6. júní,“ segir Sigurður. Haft hefur verið eftir Björgólfi Jóhannssyni formanni Samtaka atvinnulífsins að samtökin hefðu boðið um 20 prósenta launahækkun með breytingum á dagvinnulaunum og álagi vegna yfirvinnu. „Ég kannast við að lagðar hafi verið til breytingar varðandi yfirvinnutíma og vaktavinnuálög sem þeir mátu sem um 8 prósenta hækkun. En í reynd yrði það þannig að við værum sjálf að leggja til þá hækkun. Þannig að ég gat ekki og hef ekki séð það sem lausn í þeirri deilu sem hér er undir,“ segir Sigurður Bessason. Verkfall 2016 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Fjölmennustu verkalýðsfélög landsins hafa ákveðið að samræma verkfallsaðgerðir sínar sem gætu hafist hinn 28. maí og endað í ótímabundnu verkfalli tugþúsunda manna hinn 6. júní. Aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og gætu truflað eða stöðvað millilandaflug um mánaðamótin. Stéttarfélögin þrjú innan Flóabandalagsins, VR og Landssambands verslunarmanna hafa ákveðið að samræma atkvæðagreiðslur sínar um boðun verkfalls sem og aðgerðir félaganna. Þetta eru fjölmennustu stéttarfélögin innan Alþýðusambandsins og slagkraftur þeirra því mjög mikill og myndu aðgerðirnar bætast ofan á önnur verkföll 16 stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins á Landsbyggðinni. Sigurður Bessason formaður Eflingar og samninganefndar Flóabandalagsinssegir margar ástæður fyrir samræmingu aðgerða. „Við höfum talið að staðan væri orðin þannig að það þyrfti að setja á þessa stöðu fullan þrýsting til að búa til lausn á þeirri deilu sem verið hefur undir. Þessi félög hafa að mörgu leyti verið með svipaðar áherslur,“ segir Sigurður. En bæði Flóabandalagið og verslunarmannafélögin fara fram á skammtímakjarasamning til eins árs og launakröfurnar séu á svipuðum nótum. Þá hafi öll félögin slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslum þessara stéttarfélaga um aðgerðir á að vera lokið fyrir 20. maí og fyrstu aðgerðirnar myndu hefjast með tveggja daga vinnustöðvun hjá hópferðafyrirtækjum hinn 28. maí., þegar 16 félög Starfsgreinasambandsins hafa þá verið í ótímabundnu verkfalli í tvo daga. Annað tveggja daga verkfall Flóans og verslunarmanna yrði hjá starfsfólki hótela, gististaða og baðstaða dagana 30. til 31. maí og dagana 31. maí til 1. júní munu starfsmenn í flugafgreiðslu bæði í innanlands- og millilandaflugi leggja niður störf hafi ekki samist. Það myndi lama allt farþegaflug í landinu. „Ég tel nú reyndar að allt það sem við erum að boða til muni hafa verulega mikil áhrif inn í okkar samfélag. Það er vissulega þannig að það er stigmögnun í þessum aðgerðum. Þær munu hafa verulega mikil áhrif inn í ferðaþjónustuumhverfið. Það er alveg ljóst. En þær munu líka hafa áhrif inn í okkar daglega umhverfi. Síðan er þessu ætlað að enda með ótímabundnum aðgerðum og verkföllum sem hefjast 6. júní,“ segir Sigurður. Haft hefur verið eftir Björgólfi Jóhannssyni formanni Samtaka atvinnulífsins að samtökin hefðu boðið um 20 prósenta launahækkun með breytingum á dagvinnulaunum og álagi vegna yfirvinnu. „Ég kannast við að lagðar hafi verið til breytingar varðandi yfirvinnutíma og vaktavinnuálög sem þeir mátu sem um 8 prósenta hækkun. En í reynd yrði það þannig að við værum sjálf að leggja til þá hækkun. Þannig að ég gat ekki og hef ekki séð það sem lausn í þeirri deilu sem hér er undir,“ segir Sigurður Bessason.
Verkfall 2016 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira