Mikill slagkraftur með samvinnu Flóabandalags og verslunarmanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 12:55 Fjölmennustu verkalýðsfélög landsins hafa ákveðið að samræma verkfallsaðgerðir sínar sem gætu hafist hinn 28. maí og endað í ótímabundnu verkfalli tugþúsunda manna hinn 6. júní. Aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og gætu truflað eða stöðvað millilandaflug um mánaðamótin. Stéttarfélögin þrjú innan Flóabandalagsins, VR og Landssambands verslunarmanna hafa ákveðið að samræma atkvæðagreiðslur sínar um boðun verkfalls sem og aðgerðir félaganna. Þetta eru fjölmennustu stéttarfélögin innan Alþýðusambandsins og slagkraftur þeirra því mjög mikill og myndu aðgerðirnar bætast ofan á önnur verkföll 16 stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins á Landsbyggðinni. Sigurður Bessason formaður Eflingar og samninganefndar Flóabandalagsinssegir margar ástæður fyrir samræmingu aðgerða. „Við höfum talið að staðan væri orðin þannig að það þyrfti að setja á þessa stöðu fullan þrýsting til að búa til lausn á þeirri deilu sem verið hefur undir. Þessi félög hafa að mörgu leyti verið með svipaðar áherslur,“ segir Sigurður. En bæði Flóabandalagið og verslunarmannafélögin fara fram á skammtímakjarasamning til eins árs og launakröfurnar séu á svipuðum nótum. Þá hafi öll félögin slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslum þessara stéttarfélaga um aðgerðir á að vera lokið fyrir 20. maí og fyrstu aðgerðirnar myndu hefjast með tveggja daga vinnustöðvun hjá hópferðafyrirtækjum hinn 28. maí., þegar 16 félög Starfsgreinasambandsins hafa þá verið í ótímabundnu verkfalli í tvo daga. Annað tveggja daga verkfall Flóans og verslunarmanna yrði hjá starfsfólki hótela, gististaða og baðstaða dagana 30. til 31. maí og dagana 31. maí til 1. júní munu starfsmenn í flugafgreiðslu bæði í innanlands- og millilandaflugi leggja niður störf hafi ekki samist. Það myndi lama allt farþegaflug í landinu. „Ég tel nú reyndar að allt það sem við erum að boða til muni hafa verulega mikil áhrif inn í okkar samfélag. Það er vissulega þannig að það er stigmögnun í þessum aðgerðum. Þær munu hafa verulega mikil áhrif inn í ferðaþjónustuumhverfið. Það er alveg ljóst. En þær munu líka hafa áhrif inn í okkar daglega umhverfi. Síðan er þessu ætlað að enda með ótímabundnum aðgerðum og verkföllum sem hefjast 6. júní,“ segir Sigurður. Haft hefur verið eftir Björgólfi Jóhannssyni formanni Samtaka atvinnulífsins að samtökin hefðu boðið um 20 prósenta launahækkun með breytingum á dagvinnulaunum og álagi vegna yfirvinnu. „Ég kannast við að lagðar hafi verið til breytingar varðandi yfirvinnutíma og vaktavinnuálög sem þeir mátu sem um 8 prósenta hækkun. En í reynd yrði það þannig að við værum sjálf að leggja til þá hækkun. Þannig að ég gat ekki og hef ekki séð það sem lausn í þeirri deilu sem hér er undir,“ segir Sigurður Bessason. Verkfall 2016 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fjölmennustu verkalýðsfélög landsins hafa ákveðið að samræma verkfallsaðgerðir sínar sem gætu hafist hinn 28. maí og endað í ótímabundnu verkfalli tugþúsunda manna hinn 6. júní. Aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og gætu truflað eða stöðvað millilandaflug um mánaðamótin. Stéttarfélögin þrjú innan Flóabandalagsins, VR og Landssambands verslunarmanna hafa ákveðið að samræma atkvæðagreiðslur sínar um boðun verkfalls sem og aðgerðir félaganna. Þetta eru fjölmennustu stéttarfélögin innan Alþýðusambandsins og slagkraftur þeirra því mjög mikill og myndu aðgerðirnar bætast ofan á önnur verkföll 16 stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins á Landsbyggðinni. Sigurður Bessason formaður Eflingar og samninganefndar Flóabandalagsinssegir margar ástæður fyrir samræmingu aðgerða. „Við höfum talið að staðan væri orðin þannig að það þyrfti að setja á þessa stöðu fullan þrýsting til að búa til lausn á þeirri deilu sem verið hefur undir. Þessi félög hafa að mörgu leyti verið með svipaðar áherslur,“ segir Sigurður. En bæði Flóabandalagið og verslunarmannafélögin fara fram á skammtímakjarasamning til eins árs og launakröfurnar séu á svipuðum nótum. Þá hafi öll félögin slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslum þessara stéttarfélaga um aðgerðir á að vera lokið fyrir 20. maí og fyrstu aðgerðirnar myndu hefjast með tveggja daga vinnustöðvun hjá hópferðafyrirtækjum hinn 28. maí., þegar 16 félög Starfsgreinasambandsins hafa þá verið í ótímabundnu verkfalli í tvo daga. Annað tveggja daga verkfall Flóans og verslunarmanna yrði hjá starfsfólki hótela, gististaða og baðstaða dagana 30. til 31. maí og dagana 31. maí til 1. júní munu starfsmenn í flugafgreiðslu bæði í innanlands- og millilandaflugi leggja niður störf hafi ekki samist. Það myndi lama allt farþegaflug í landinu. „Ég tel nú reyndar að allt það sem við erum að boða til muni hafa verulega mikil áhrif inn í okkar samfélag. Það er vissulega þannig að það er stigmögnun í þessum aðgerðum. Þær munu hafa verulega mikil áhrif inn í ferðaþjónustuumhverfið. Það er alveg ljóst. En þær munu líka hafa áhrif inn í okkar daglega umhverfi. Síðan er þessu ætlað að enda með ótímabundnum aðgerðum og verkföllum sem hefjast 6. júní,“ segir Sigurður. Haft hefur verið eftir Björgólfi Jóhannssyni formanni Samtaka atvinnulífsins að samtökin hefðu boðið um 20 prósenta launahækkun með breytingum á dagvinnulaunum og álagi vegna yfirvinnu. „Ég kannast við að lagðar hafi verið til breytingar varðandi yfirvinnutíma og vaktavinnuálög sem þeir mátu sem um 8 prósenta hækkun. En í reynd yrði það þannig að við værum sjálf að leggja til þá hækkun. Þannig að ég gat ekki og hef ekki séð það sem lausn í þeirri deilu sem hér er undir,“ segir Sigurður Bessason.
Verkfall 2016 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira