SA býður 28 þúsund króna launahækkun á þremur árum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 12:57 Formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins sýna sambandinu ósvífni með tilboði um hækkun dagvinnulauna með því að lengja dagvinnutímann og lækka álag á yfirvinnu um 30 prósentustig. Í bréfi sem Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins sendi aðildarfélögum samtakanna í gær segir hann forystumenn þeirra hafa boðið verkalýðsfélögunum allt að 20 prósenta launahækkun á næstu þremur árum. Þetta næðist fram með hækkun dagvinnulauna og breytingum á dagvinnutíma sem og álagi á yfirvinnu. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ákveðnar hugmyndir á samningafundum um helgina sem fælu í sér að lægsti kauptaxti hækkaði um 28 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Að öðru leyti áttu menn að fá einhver 8 prósent með því að lengja dagvinnubilið frá sex á morgnana til sjö á kvöldin og yfirvinnuálagið færi úr 80 prósentum (á dagvinnulaunin) í 50 prósent,“ segir Björn. Ákveðið hafi verið um helgina að ræða þessar hugmyndir á samningafundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun.Heldur þú að þetta sé innlegg sem geti leitt til lausnar á deilunni? „Nei. Tuttugu og átta þúsund krónur á lægsta taxta til þriggja ára er ekki eitthvað sem við erum tilbúin til að ræða. Við værum kannski tilbúin að skoða hlutina ef þetta væri til eins árs. Við höfum talað um 33 þúsundkall (á ári). Þannig að menn væru kannski að nálgast okkur ef við værum að tala um eitt ár. En þetta er algerlega út í hött og mér finnst hreinlega ósvífni hjá forráðamönnum Samtaka atvinnulífsins að vera með þetta í fjölmiðlum, þar sem við höfum haldið ákveðinn trúnað frá því á sunnudag,“ segir Björn. Þetta mál verði rætt í dag en Starfsgreinasambandið hafni alfarið þessum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins.Tveggja sólarhringa verkfall 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefst á miðnætti.Þannig að það gerist ekkert í dag að þínu mati sem kemur í veg fyrir þá vinnustöðvun? „Það gerist ekkert í því í dag. Mér finnst að SA sé með þessu að ausa bensíni á eldinn og gera þessa deilu miklu harðari en hún þarf að vera og það er greinilega það sem þeir óska eftir,“ segir Björn.Heldur þú að þetta sé gert til að reyna að tvístra ykkur í verkalýðshreyfingunni? „Já og mér skilst líka að þeir séu að reyna að hafa áhrif inni á vinnustöðunum. Þeir eru þá að ganga í berhögg við vinnulöggjöfina,“ segir Björn Snæbjörnsson. Verkfall 2016 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins sýna sambandinu ósvífni með tilboði um hækkun dagvinnulauna með því að lengja dagvinnutímann og lækka álag á yfirvinnu um 30 prósentustig. Í bréfi sem Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins sendi aðildarfélögum samtakanna í gær segir hann forystumenn þeirra hafa boðið verkalýðsfélögunum allt að 20 prósenta launahækkun á næstu þremur árum. Þetta næðist fram með hækkun dagvinnulauna og breytingum á dagvinnutíma sem og álagi á yfirvinnu. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ákveðnar hugmyndir á samningafundum um helgina sem fælu í sér að lægsti kauptaxti hækkaði um 28 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Að öðru leyti áttu menn að fá einhver 8 prósent með því að lengja dagvinnubilið frá sex á morgnana til sjö á kvöldin og yfirvinnuálagið færi úr 80 prósentum (á dagvinnulaunin) í 50 prósent,“ segir Björn. Ákveðið hafi verið um helgina að ræða þessar hugmyndir á samningafundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun.Heldur þú að þetta sé innlegg sem geti leitt til lausnar á deilunni? „Nei. Tuttugu og átta þúsund krónur á lægsta taxta til þriggja ára er ekki eitthvað sem við erum tilbúin til að ræða. Við værum kannski tilbúin að skoða hlutina ef þetta væri til eins árs. Við höfum talað um 33 þúsundkall (á ári). Þannig að menn væru kannski að nálgast okkur ef við værum að tala um eitt ár. En þetta er algerlega út í hött og mér finnst hreinlega ósvífni hjá forráðamönnum Samtaka atvinnulífsins að vera með þetta í fjölmiðlum, þar sem við höfum haldið ákveðinn trúnað frá því á sunnudag,“ segir Björn. Þetta mál verði rætt í dag en Starfsgreinasambandið hafni alfarið þessum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins.Tveggja sólarhringa verkfall 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefst á miðnætti.Þannig að það gerist ekkert í dag að þínu mati sem kemur í veg fyrir þá vinnustöðvun? „Það gerist ekkert í því í dag. Mér finnst að SA sé með þessu að ausa bensíni á eldinn og gera þessa deilu miklu harðari en hún þarf að vera og það er greinilega það sem þeir óska eftir,“ segir Björn.Heldur þú að þetta sé gert til að reyna að tvístra ykkur í verkalýðshreyfingunni? „Já og mér skilst líka að þeir séu að reyna að hafa áhrif inni á vinnustöðunum. Þeir eru þá að ganga í berhögg við vinnulöggjöfina,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira