En hvað hefur gerst í málinu síðan að Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrri lekann?
Hanna Birna tók sæti á Alþingi að nýju eftir nokkurra mánaða hlé sem hún tók eftir að hafa sagt af sér ráðherraembætti af persónulegum ástæðum. Um svipað leiti afgreiddi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins álit um málið sem byggir á rannsókn umboðsmanns alþingis á aðkomu Hönnu Birnu að málinu. Skiptar skoðanir eru á því hvort málinu sé lokið.
Þú getur skoðað atburðarásina á tímalínunni hér fyrir neðan: