Undanþágur veittar fyrir slátrun Linda Blöndal skrifar 7. maí 2015 16:33 vísir/auðunn Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. Sláturfélag suðurlands hefur fengið dýrin sem verður slátrað á morgun. Sextíu gripir koma frá tveimur búum, Grís og flex í Laxárdal og Högum á Selfossi. Úlfhéðinn Sigurmundsson, svínbóndi á Högum segir að sláturfélagið greiði sér 80 prósent af kjötinu þar sem kjötið fari beint í frost. Fullt gjald fáist ef til vill síðar. Á Högum eru 600 svín og 60 þeirra voru tilbúin til slátrunar. Ekki er enn ljóst hvort að fleiri undanþágur verði samþykktar í dag. Slátrunin á morgun er þó einungis brot af því sem dýraeftirlitsmenn sögðu fyrir viku að þyrfti að slátra á búum landsins svo mæta megi dýravelferðarsjónarmiðum. Þá var talað um rúmlega tvö þúsund dýr. Fundur Svínaræktenda og dýralækna með BHM í hádeginu lægði að hluta til öldurnar í verkfalli dýralækna. BHM boðaði til fundarins með mjög skömmum fyrirvara fyrir hádegi. Tveir fulltrúar frá Bændasamtökunum sátu fundinn, tveir frá svínaræktendum og formaður Dýralæknafélagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar var tilgangur fundarins að finna sameiginlega lausn á þeim neyðarvanda sem orðinn er í svínabúum en vika er síðan eftirlitsdýralæknar bentu á að slátra þyrfti yfir tvö þúsund svínum á nokkrum búum þar sem svo þröngt væri um skepnurnar. Kröfum dýralækna um að setja kjöt ekki á markað hafa margir svínabændur hafnað. Þeir segja dýralæknana án lagaheimildar til að setja slíkt fram sem skilyrði fyrir undanþágum fyrir slátrun. Svínabændur ráða nú ráðum sínum með forystu Bændasamtakanna. Ekkert tilboð hefur borist frá ríkinu í deilunni. Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. Sláturfélag suðurlands hefur fengið dýrin sem verður slátrað á morgun. Sextíu gripir koma frá tveimur búum, Grís og flex í Laxárdal og Högum á Selfossi. Úlfhéðinn Sigurmundsson, svínbóndi á Högum segir að sláturfélagið greiði sér 80 prósent af kjötinu þar sem kjötið fari beint í frost. Fullt gjald fáist ef til vill síðar. Á Högum eru 600 svín og 60 þeirra voru tilbúin til slátrunar. Ekki er enn ljóst hvort að fleiri undanþágur verði samþykktar í dag. Slátrunin á morgun er þó einungis brot af því sem dýraeftirlitsmenn sögðu fyrir viku að þyrfti að slátra á búum landsins svo mæta megi dýravelferðarsjónarmiðum. Þá var talað um rúmlega tvö þúsund dýr. Fundur Svínaræktenda og dýralækna með BHM í hádeginu lægði að hluta til öldurnar í verkfalli dýralækna. BHM boðaði til fundarins með mjög skömmum fyrirvara fyrir hádegi. Tveir fulltrúar frá Bændasamtökunum sátu fundinn, tveir frá svínaræktendum og formaður Dýralæknafélagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar var tilgangur fundarins að finna sameiginlega lausn á þeim neyðarvanda sem orðinn er í svínabúum en vika er síðan eftirlitsdýralæknar bentu á að slátra þyrfti yfir tvö þúsund svínum á nokkrum búum þar sem svo þröngt væri um skepnurnar. Kröfum dýralækna um að setja kjöt ekki á markað hafa margir svínabændur hafnað. Þeir segja dýralæknana án lagaheimildar til að setja slíkt fram sem skilyrði fyrir undanþágum fyrir slátrun. Svínabændur ráða nú ráðum sínum með forystu Bændasamtakanna. Ekkert tilboð hefur borist frá ríkinu í deilunni.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira