Kokkurinn, Garðar, var staðinn að því í beinni útsendingu á mánudag að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði til að skenkja á diska viðskiptavina staðarins. Maturinn var þó aldrei borinn fram því tæknimaður RÚV benti honum á mistökin að útsendingu lokinni.
Sjá einnig: Netverjar klofnir í afstöðu til skeiðasleikis
Heba ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær. Hún sagði þar að henni þætti atvikið miður en að líklega væri þetta álaginu að kenna sökum verkfallsins. „Þeir voru tveir á vaktinni, einn kokkur og einn nemi. Það voru sjónvarpsmenn í beinni útsendingu og ég vil meina að það hafi verið óvenju mikil pressa á viðkomandi starfsmanni,“ segir hún.
Aðspurð hvort algengt sé að svona atvik eigi sér stað segist hún ekki geta sagt til um það. „Ég ætla ekki að sverja fyrir að svona geti ekki gerst í hita leiksins, í hvaða eldhúsi sem er.“
Viðtalið við Hebu má heyra í heild í spilaranum hér fyrir neðan.