Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2015 13:53 Gunnhildur átti frábært tímabil með Snæfelli. vísir/vilhelm „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður leggur á sig,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Snæfells, í samtali við Vísi eftir lokahóf KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í dag. Gunnhildur var valin besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess sem hún var í liði ársins.Sjá einnig: Hildur og Pavel best í Domino's deildunum. „Ég hef þroskast mikið sem varnarmaður og legg mikið upp úr því að spila góða vörn. Með góðri vörn kemur góð sókn og þú öðlast sjálftraust með því að standa þig vel í vörninni,“ sagði Gunnhildur sem sneri aftur í Hólminn fyrir tímabilið eftir nokkur ár í Haukum. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Ég sé alls ekki eftir því. Ég bý fyrir vestan og það er gott að spila fyrir uppeldisfélagið, þótt ég hafi átt góð ár í Haukum. Það er alltaf best að spila heima,“ sagði Gunnhildur ennfremur sem gerir ráð fyrir að vera áfram í Hólminum næstu árin. Snæfell er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en mun væntanlega mæta með nokkuð breytt lið til leiks á næsta tímabili. Hildur Sigurðardóttir, leikmaður ársins og fyrirliði Snæfells, hefur lagt skóna á hilluna og þá ætlar Kristen McCarthy að reyna fyrir sér í sterkari deild. „Hópurinn mun líta öðruvísi út en vonandi fáum við einhverjar duglegar stelpur heim. Svo erum við með unga og efnilega leikmenn. Þessi hópur þarf að stíga eitt skref áfram og bæta sig,“ sagði Gunnhildur og bætti því við að hefðin sem hefur skapast í Snæfelli undanfarin ár sé mikilvæg. „Það er búið að sýna sig að karfan heima er á uppsiglingu. En við erum ekkert með endalaust úrval af leikmönnum. Árgangarnir í skólunum eru litlir og það er mjög mikilvægt að vera með góða þjálfara í yngri flokkunum svo leikmenn skili sér upp í meistaraflokkinn. „Það er gott fyrir yngri leikmenn að sjá að það er hægt að gera góða hluti,“ sagði Gunnhildur að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
„Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður leggur á sig,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Snæfells, í samtali við Vísi eftir lokahóf KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í dag. Gunnhildur var valin besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess sem hún var í liði ársins.Sjá einnig: Hildur og Pavel best í Domino's deildunum. „Ég hef þroskast mikið sem varnarmaður og legg mikið upp úr því að spila góða vörn. Með góðri vörn kemur góð sókn og þú öðlast sjálftraust með því að standa þig vel í vörninni,“ sagði Gunnhildur sem sneri aftur í Hólminn fyrir tímabilið eftir nokkur ár í Haukum. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Ég sé alls ekki eftir því. Ég bý fyrir vestan og það er gott að spila fyrir uppeldisfélagið, þótt ég hafi átt góð ár í Haukum. Það er alltaf best að spila heima,“ sagði Gunnhildur ennfremur sem gerir ráð fyrir að vera áfram í Hólminum næstu árin. Snæfell er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en mun væntanlega mæta með nokkuð breytt lið til leiks á næsta tímabili. Hildur Sigurðardóttir, leikmaður ársins og fyrirliði Snæfells, hefur lagt skóna á hilluna og þá ætlar Kristen McCarthy að reyna fyrir sér í sterkari deild. „Hópurinn mun líta öðruvísi út en vonandi fáum við einhverjar duglegar stelpur heim. Svo erum við með unga og efnilega leikmenn. Þessi hópur þarf að stíga eitt skref áfram og bæta sig,“ sagði Gunnhildur og bætti því við að hefðin sem hefur skapast í Snæfelli undanfarin ár sé mikilvæg. „Það er búið að sýna sig að karfan heima er á uppsiglingu. En við erum ekkert með endalaust úrval af leikmönnum. Árgangarnir í skólunum eru litlir og það er mjög mikilvægt að vera með góða þjálfara í yngri flokkunum svo leikmenn skili sér upp í meistaraflokkinn. „Það er gott fyrir yngri leikmenn að sjá að það er hægt að gera góða hluti,“ sagði Gunnhildur að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira