Fótbolti

Ísland í áttunda sæti yfir prúðustu fótboltaþjóðir Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Þrjú lönd fá auka sæti í Evrópudeild UEFA í fótbolta á næsta tímabil þökk sé prúðmennsku liða þeirra inn á vellinum. Ísland var fimm sætum frá því að fá aukasæti.

Það verða Holland, England og Írland sem fá aukasæti í Evrópudeildinni 2015-2016 en sætið fer til prúðasta liðsins í hverri deild. Ef það lið er meðal þeirra sem hafa þegar tryggt sér Evrópusætið fer sætið til næsta liðs í töflunni.

Norðmenn hafa áður fengið þetta sæti en Noregur er nú í 7. sæti listans, einu sæti á undan Íslandi en á eftir fyrrnefndum þremur þjóðum auk Finnlands, Danmerkur og Þýskalands.

Ísland er í 8. sæti með 8.089 stig en Hollendingar voru efstir með 8.151 stig. Englendingar voru með 8.146 stig og Írar 8.144 stig.

Það eru hinsvegar Albanir sem eru í 48. og síðasta sæti prúðmennskulistans en á listann komust aðeins þær þjóðir sem hafa spilað meira en 37 leiki. Íslensku liðin spiluðu 53 leiki.  

Það er hægt að sjá allan listann með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×