Yfirheyrslu yfir Ingólfi lokið sem átti svör við fæstum spurningum saksóknara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2015 11:59 Ingólfur Helgason, annar frá hægri, í héraðsdómi fyrr í vikunni. vísir/gva „Nei,” „Ég veit það ekki,” „Ég man það ekki,” „Þú verður að spyrja þá,” og „Þú verður að spyrja Magnús.” Svona hefur Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, svarað flestum spurningum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn þeim. Í gær lauk skýrslutöku yfir Ingólfi vegan fyrsta kafla ákærunnar sem snýr að miklum kaupum bankans á hlutabréfum í sjálfum sér. Í dag var því komið að öðrum og þriðja hlut ákærunnar sem snúa að hlutabréfakaupum þriggja eignarhaldsfélaga í Kaupþingi en bankinn sjálfur seldi félögunum bréfin og fjármagnaði þau að fullu, að því er kemur fram í ákæru. Kaupin talin byggð á blekkingu og sýndarmennsku Félögin þrjú, Holt Investment, Mata og Desulo Trading, keyptu yfir 40 milljón hluti í Kaupþingi frá febrúar til september 2008. Saksóknari vill meina að kaup félaganna hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku og hafi verið líklegt til þess að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega og misvísandi til kynna. Ingólfur er ákærður fyrir hlutdeild sína í sölu bréfanna og hlutdeild í lánveitingum bankans til félaganna sem keyptu bréfin. Í morgun hefur hann gengist við því að hafa komið að einhverju leyti að viðskiptum félaganna með bréf í Kaupþingi. Forstjórinn fyrrverandi man hins vegar lítið nákvæmlega hvaða viðskiptum hann kom að, hver hafði frumkvæði að hvaða viðskiptum og hver ákvað magn og verð þeirra. Hann hefur hins vegar ítrekað neitað því að hafa haft einhverja aðkomu að lánveitingunum til félaganna. Hefur Ingólfur sagt að heimildir hans til lánveitinga hafi verið afar takmarkaðar. Að sama skapi hefur hann ítrekað neitað því að hafa vitað eitthvað um það að bankinn sjálfur hafi fjármagnað hlutabréfakaup félaganna þriggja. Hreiðar Már hafði yfirsýn og „eflaust“ Sigurður Vegna þessa segist Ingólfur ekki hafa haft yfirsýn yfir kaup og sölu Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér og lánveitingar vegna slíkra bréfa. Björn spurði hverjir gætu hafa haft þá yfirsýn. „Einhverjir fyrir ofan mig,” svaraði Ingólfur. Saksóknari spurði þá hverjir. „Forstjórinn [Hreiðar Már Sigurðsson], lánanefnd, stjórn...” Hann var þá spurður hvort að stjórnarformaðurinn, Sigurður Einarsson, hefði haft slíka yfirsýn. Svaraði Ingólfur því að hann hefði eflaust haft slíka yfirsýn. Skýrslutöku yfir Ingólfi lauk rétt fyrir hádegi, hálfum degi á undan áætlun. Dómþingi var því slitið en aðalmeðferðin heldur áfram á mánudagsmorgun. Þá kemur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fyrir dóminn en hann afplánar nú fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: "Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Saksóknari bar fjölmörg ummæli Ingólfs Helgasonar frá ákærutímabilinu undir hann í dag. 29. apríl 2015 18:30 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
„Nei,” „Ég veit það ekki,” „Ég man það ekki,” „Þú verður að spyrja þá,” og „Þú verður að spyrja Magnús.” Svona hefur Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, svarað flestum spurningum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn þeim. Í gær lauk skýrslutöku yfir Ingólfi vegan fyrsta kafla ákærunnar sem snýr að miklum kaupum bankans á hlutabréfum í sjálfum sér. Í dag var því komið að öðrum og þriðja hlut ákærunnar sem snúa að hlutabréfakaupum þriggja eignarhaldsfélaga í Kaupþingi en bankinn sjálfur seldi félögunum bréfin og fjármagnaði þau að fullu, að því er kemur fram í ákæru. Kaupin talin byggð á blekkingu og sýndarmennsku Félögin þrjú, Holt Investment, Mata og Desulo Trading, keyptu yfir 40 milljón hluti í Kaupþingi frá febrúar til september 2008. Saksóknari vill meina að kaup félaganna hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku og hafi verið líklegt til þess að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega og misvísandi til kynna. Ingólfur er ákærður fyrir hlutdeild sína í sölu bréfanna og hlutdeild í lánveitingum bankans til félaganna sem keyptu bréfin. Í morgun hefur hann gengist við því að hafa komið að einhverju leyti að viðskiptum félaganna með bréf í Kaupþingi. Forstjórinn fyrrverandi man hins vegar lítið nákvæmlega hvaða viðskiptum hann kom að, hver hafði frumkvæði að hvaða viðskiptum og hver ákvað magn og verð þeirra. Hann hefur hins vegar ítrekað neitað því að hafa haft einhverja aðkomu að lánveitingunum til félaganna. Hefur Ingólfur sagt að heimildir hans til lánveitinga hafi verið afar takmarkaðar. Að sama skapi hefur hann ítrekað neitað því að hafa vitað eitthvað um það að bankinn sjálfur hafi fjármagnað hlutabréfakaup félaganna þriggja. Hreiðar Már hafði yfirsýn og „eflaust“ Sigurður Vegna þessa segist Ingólfur ekki hafa haft yfirsýn yfir kaup og sölu Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér og lánveitingar vegna slíkra bréfa. Björn spurði hverjir gætu hafa haft þá yfirsýn. „Einhverjir fyrir ofan mig,” svaraði Ingólfur. Saksóknari spurði þá hverjir. „Forstjórinn [Hreiðar Már Sigurðsson], lánanefnd, stjórn...” Hann var þá spurður hvort að stjórnarformaðurinn, Sigurður Einarsson, hefði haft slíka yfirsýn. Svaraði Ingólfur því að hann hefði eflaust haft slíka yfirsýn. Skýrslutöku yfir Ingólfi lauk rétt fyrir hádegi, hálfum degi á undan áætlun. Dómþingi var því slitið en aðalmeðferðin heldur áfram á mánudagsmorgun. Þá kemur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fyrir dóminn en hann afplánar nú fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: "Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Saksóknari bar fjölmörg ummæli Ingólfs Helgasonar frá ákærutímabilinu undir hann í dag. 29. apríl 2015 18:30 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: "Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Saksóknari bar fjölmörg ummæli Ingólfs Helgasonar frá ákærutímabilinu undir hann í dag. 29. apríl 2015 18:30
Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23
Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23
Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03