Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 26-19 | Magnús varði Víkinga upp í Olís-deildina Ingvi Þór Sæmundsson í Víkinni skrifar 30. apríl 2015 12:29 Víkingar fagna með stuðningsmönnum sínum í leikslok. vísir/ernir Víkingar tryggðu sér sæti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili með öruggum sjö marka sigri á Fjölni í Víkinni í oddaleik um sæti í efstu deild að ári. Lokatölur 26-19, Víkingi í vil. Víkingar fylgja því Gróttu upp í Olís-deildinni en Fossvogsliðið hefur ekki leikið í efstu deild síðan tímabilið 2008-09 þegar liðið vann aðeins þrjá leiki af 21 og féll niður um deild. Víkingsliðið spilaði vel í 35 mínútur í kvöld en eftir erfiðar fyrstu 25 mínútur unnu heimamenn sig inn í leikinn, skoruðu fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og litu aldrei um öxl eftir það. Magnús Gunnar Erlendsson átti stórkostlegan leik í marki Víkinga og varði alls 33 skot. Það var hreint magnað að fylgjast með þessum reynda markverði að störfum í kvöld. Hann varði einfaldlega allt sem á markið kom, sama hvort það voru langskot, dauðafæri eða vítaköst, og dró smám saman kjarkinn úr spræku Fjölnisliði. Gestirnir úr Grafarvogi leiddu nánast allan tímann í fyrri hálfleik en líkt og í síðasta leik gekk þeim erfiðlega að slíta sig frá ólseigum Víkingum. Fjölnismenn voru yfir, 7-9, þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá gáfu Víkingarnir í og luku fyrri hálfleiknum með 4-0 kafla og fóru með tveggja marka forystu inn í leikhléið, 11-9. Víkingar héldu áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik og voru með góð tök á leiknum í þeim seinni. Heimamenn spiluðu af skynsemi í sókninni og virtust eiga mun auðveldara með að skora en Fjölnismenn. Vörn Víkinga var geysilega sterk með Ægi Hrafn Jónsson í broddi fylkingar og þeir slógu öll vopn úr höndum Fjölnismanna. Þeir tóku fast á Kristjáni Erni Kristjánssyni, hættulegasta sóknarmanni gestanna, og börðu hann á köflum eins og harðfisk. Aðrir leikmenn Fjölnis stigu ekki upp og fyrir vikið var sóknarleikur liðsins ráðleysislegur í seinni hálfleik. Og í þau fáu skipti sem Fjölnismenn komust í góð skotfæri varði Magnús. Aftur og aftur og aftur. Víkingar voru jafnan með 2-4 marka forystu í seinni hálfleiks en undir lokin dró enn í sundur með liðunum og Víkingar unnu að lokum sjö marka sigur, 26-19. Daníel Örn Einarsson var markahæstur í liði Víkinga með fimm mörk en þeir Hjálmar Þór Arnarsson og Arnar Freyr Theodórsson komu næstir með fjögur. Kristján skoraði mest í liði Fjölnis, eða fimm mörk.Magnús: Hef áður sagst ætla að hætta Magnús Gunnar Erlendsson var maður leiksins þegar Víkingur tryggði sér sæti í Olís-deildinni í handbolta á næsta tímabili eftir sigur á Fjölni í Víkinni í kvöld. "Þetta var ekki leiðinlegt, þetta var bara stórkostlegt," sagði Magnús sem varði 33 skot í marki heimamanna í kvöld og lagði þar með grunninn að sigrinum. "Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var skelfilegur en við enduðum hann á 4-0 kafla. Þegar korter var búið af leiknum leist mér ekki alveg nógu vel á þetta en við héldum haus lengur en þeir og ég held að það hafi riðið baggamuninum á endanum," sagði Magnús sem hrósaði varnarleik Víkinga í kvöld. "Við fórum að klippa skotmennina þeirra út og hinir voru ekki búnir að vera að hitta og því voru menn ekkert að taka of mikið af skarið. Þetta gekk upp hjá okkur," sagði Magnús en verður hann með Víkingum í Olís-deildinni á tímabili? "Af hverju fæ ég alltaf þessa spurningu?" sagði Magnús léttur og bætti við: "Ég reikna ekki með því, það er rosalega mikið álag að vera í efstu deild en ég hef áður sagst ætla að hætta. Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar og þetta kemur bara í ljós," sagði Magnús sem viðurkenndi að leikurinn í kvöld væri ágætis kveðjuleikur ef svo færi að skórnir færu upp í hillu. "Þetta er náttúrulega hinn fullkomni kveðjuleikur," sagði Magnús að endingu.Ágúst: Týpískt að byrja með svona drama eftir síðasta leik Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, var sæll og glaður eftir að hans menn tryggðu sér sæti í Olís-deildinni á næsta tímabili með sjö marka sigri á Fjölni í kvöld. Víkingar voru í vandræðum lengst af í fyrri hálfleik en áttu góðan endasprett og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og litu ekki til baka eftir það. "Það munaði miklu um að við breyttum um varnarafbrigði og fórum í 5+1 vörn og þá náðum við að setja meiri þrýsting á þá. Svo héldum við áfram í seinni hálfleik," sagði Ágúst og bætti við: "Við vorum að hugsa um að skipta aftur yfir 3-2-1 vörn síðustu 20 mínúturnar en svo hélt vörnin vel og það var engin ástæða til að breyta henni. "Við náðum að keyra betur á þá í seinni hálfleik og vorum yfirvegaðir í færunum okkar. Strákarnir voru mjög agaðir og eftir því sem lengra leið á seinni hálfleikinn misstu Fjölnisstrákarnir kjarkinn," sagði Ágúst sem hrósaði Grafavogsliðinu fyrir góða frammistöðu í einvíginu. "Þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu einvígi og Arnar (Gunnarsson), þjálfari Fjölnis, hefur unnið frábært starf í vetur. Þetta lið á framtíðina fyrir sér." Magnús Gunnar Erlendsson átti lygilega góðan leik í markinu í kvöld en svo gæti farið að þetta yrði hans síðasti leikur á ferlinum. "Er þetta ekki týpískt, að byrja með eitthvað drama eftir síðasta leik," sagði Ágúst hlæjandi. "Við sjáum til hvað hann gerir. Við gefum honum frí núna í nokkrar vikur og reynum svo að fá hann til að vera áfram. Það verður bara að koma í ljós," sagði Ágúst að lokum.Arnar: Vorum miklu betri í fyrri hálfleik "Maggi markvörður," sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, aðspurður um hvað hefði skilið á milli Víkings og Fjölnis í oddaleiknum um sæti í Olís-deildinni í Víkinni í kvöld. "Við vorum yfir 7-9 og mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik. En hann varði og varði og er frábær markvörður. Mér hann fannst stóri munurinn á liðunum í dag," bætti Arnar við en Fjölnismenn voru undir í hálfleik þrátt fyrir að vera yfir nær allan fyrri hálfleikinn. Víkingar kláruðu síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks 4-0 en Arnar sagði að sá kafli hefði ekki skipt höfuðmáli þegar uppi var staðið. "Þetta var smá högg en þetta gerðist líka í síðasta leik. Auðvitað var fúlt að vera undir í hálfleik og þeir voru ekkert langt á undan okkur í seinni hálfleik heldur. "Við náðum bara ekki hraðaupphlaupunum okkar," sagði Arnar en Fjölnismenn skoruðu 10 mörk eftir hraðaupphlaup í síðasta leik en þau voru öllu færri í kvöld. "En ég er gríðarlega stoltur af strákunum og við gerðum þetta að seríu. Auðvitað er ég fúll en um leið stoltur," sagði Arnar sem verður áfram með Fjölnisliðið á næsta tímabili og býst við því að halda nokkurn veginn sama mannskap í Grafarvoginum. Olís-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Víkingar tryggðu sér sæti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili með öruggum sjö marka sigri á Fjölni í Víkinni í oddaleik um sæti í efstu deild að ári. Lokatölur 26-19, Víkingi í vil. Víkingar fylgja því Gróttu upp í Olís-deildinni en Fossvogsliðið hefur ekki leikið í efstu deild síðan tímabilið 2008-09 þegar liðið vann aðeins þrjá leiki af 21 og féll niður um deild. Víkingsliðið spilaði vel í 35 mínútur í kvöld en eftir erfiðar fyrstu 25 mínútur unnu heimamenn sig inn í leikinn, skoruðu fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og litu aldrei um öxl eftir það. Magnús Gunnar Erlendsson átti stórkostlegan leik í marki Víkinga og varði alls 33 skot. Það var hreint magnað að fylgjast með þessum reynda markverði að störfum í kvöld. Hann varði einfaldlega allt sem á markið kom, sama hvort það voru langskot, dauðafæri eða vítaköst, og dró smám saman kjarkinn úr spræku Fjölnisliði. Gestirnir úr Grafarvogi leiddu nánast allan tímann í fyrri hálfleik en líkt og í síðasta leik gekk þeim erfiðlega að slíta sig frá ólseigum Víkingum. Fjölnismenn voru yfir, 7-9, þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá gáfu Víkingarnir í og luku fyrri hálfleiknum með 4-0 kafla og fóru með tveggja marka forystu inn í leikhléið, 11-9. Víkingar héldu áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik og voru með góð tök á leiknum í þeim seinni. Heimamenn spiluðu af skynsemi í sókninni og virtust eiga mun auðveldara með að skora en Fjölnismenn. Vörn Víkinga var geysilega sterk með Ægi Hrafn Jónsson í broddi fylkingar og þeir slógu öll vopn úr höndum Fjölnismanna. Þeir tóku fast á Kristjáni Erni Kristjánssyni, hættulegasta sóknarmanni gestanna, og börðu hann á köflum eins og harðfisk. Aðrir leikmenn Fjölnis stigu ekki upp og fyrir vikið var sóknarleikur liðsins ráðleysislegur í seinni hálfleik. Og í þau fáu skipti sem Fjölnismenn komust í góð skotfæri varði Magnús. Aftur og aftur og aftur. Víkingar voru jafnan með 2-4 marka forystu í seinni hálfleiks en undir lokin dró enn í sundur með liðunum og Víkingar unnu að lokum sjö marka sigur, 26-19. Daníel Örn Einarsson var markahæstur í liði Víkinga með fimm mörk en þeir Hjálmar Þór Arnarsson og Arnar Freyr Theodórsson komu næstir með fjögur. Kristján skoraði mest í liði Fjölnis, eða fimm mörk.Magnús: Hef áður sagst ætla að hætta Magnús Gunnar Erlendsson var maður leiksins þegar Víkingur tryggði sér sæti í Olís-deildinni í handbolta á næsta tímabili eftir sigur á Fjölni í Víkinni í kvöld. "Þetta var ekki leiðinlegt, þetta var bara stórkostlegt," sagði Magnús sem varði 33 skot í marki heimamanna í kvöld og lagði þar með grunninn að sigrinum. "Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var skelfilegur en við enduðum hann á 4-0 kafla. Þegar korter var búið af leiknum leist mér ekki alveg nógu vel á þetta en við héldum haus lengur en þeir og ég held að það hafi riðið baggamuninum á endanum," sagði Magnús sem hrósaði varnarleik Víkinga í kvöld. "Við fórum að klippa skotmennina þeirra út og hinir voru ekki búnir að vera að hitta og því voru menn ekkert að taka of mikið af skarið. Þetta gekk upp hjá okkur," sagði Magnús en verður hann með Víkingum í Olís-deildinni á tímabili? "Af hverju fæ ég alltaf þessa spurningu?" sagði Magnús léttur og bætti við: "Ég reikna ekki með því, það er rosalega mikið álag að vera í efstu deild en ég hef áður sagst ætla að hætta. Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar og þetta kemur bara í ljós," sagði Magnús sem viðurkenndi að leikurinn í kvöld væri ágætis kveðjuleikur ef svo færi að skórnir færu upp í hillu. "Þetta er náttúrulega hinn fullkomni kveðjuleikur," sagði Magnús að endingu.Ágúst: Týpískt að byrja með svona drama eftir síðasta leik Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, var sæll og glaður eftir að hans menn tryggðu sér sæti í Olís-deildinni á næsta tímabili með sjö marka sigri á Fjölni í kvöld. Víkingar voru í vandræðum lengst af í fyrri hálfleik en áttu góðan endasprett og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og litu ekki til baka eftir það. "Það munaði miklu um að við breyttum um varnarafbrigði og fórum í 5+1 vörn og þá náðum við að setja meiri þrýsting á þá. Svo héldum við áfram í seinni hálfleik," sagði Ágúst og bætti við: "Við vorum að hugsa um að skipta aftur yfir 3-2-1 vörn síðustu 20 mínúturnar en svo hélt vörnin vel og það var engin ástæða til að breyta henni. "Við náðum að keyra betur á þá í seinni hálfleik og vorum yfirvegaðir í færunum okkar. Strákarnir voru mjög agaðir og eftir því sem lengra leið á seinni hálfleikinn misstu Fjölnisstrákarnir kjarkinn," sagði Ágúst sem hrósaði Grafavogsliðinu fyrir góða frammistöðu í einvíginu. "Þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu einvígi og Arnar (Gunnarsson), þjálfari Fjölnis, hefur unnið frábært starf í vetur. Þetta lið á framtíðina fyrir sér." Magnús Gunnar Erlendsson átti lygilega góðan leik í markinu í kvöld en svo gæti farið að þetta yrði hans síðasti leikur á ferlinum. "Er þetta ekki týpískt, að byrja með eitthvað drama eftir síðasta leik," sagði Ágúst hlæjandi. "Við sjáum til hvað hann gerir. Við gefum honum frí núna í nokkrar vikur og reynum svo að fá hann til að vera áfram. Það verður bara að koma í ljós," sagði Ágúst að lokum.Arnar: Vorum miklu betri í fyrri hálfleik "Maggi markvörður," sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, aðspurður um hvað hefði skilið á milli Víkings og Fjölnis í oddaleiknum um sæti í Olís-deildinni í Víkinni í kvöld. "Við vorum yfir 7-9 og mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik. En hann varði og varði og er frábær markvörður. Mér hann fannst stóri munurinn á liðunum í dag," bætti Arnar við en Fjölnismenn voru undir í hálfleik þrátt fyrir að vera yfir nær allan fyrri hálfleikinn. Víkingar kláruðu síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks 4-0 en Arnar sagði að sá kafli hefði ekki skipt höfuðmáli þegar uppi var staðið. "Þetta var smá högg en þetta gerðist líka í síðasta leik. Auðvitað var fúlt að vera undir í hálfleik og þeir voru ekkert langt á undan okkur í seinni hálfleik heldur. "Við náðum bara ekki hraðaupphlaupunum okkar," sagði Arnar en Fjölnismenn skoruðu 10 mörk eftir hraðaupphlaup í síðasta leik en þau voru öllu færri í kvöld. "En ég er gríðarlega stoltur af strákunum og við gerðum þetta að seríu. Auðvitað er ég fúll en um leið stoltur," sagði Arnar sem verður áfram með Fjölnisliðið á næsta tímabili og býst við því að halda nokkurn veginn sama mannskap í Grafarvoginum.
Olís-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira