Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. apríl 2015 10:53 Pétur Kristinn Guðmarsson ræðir við verjanda sinn í héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA „Ef ég verð fundinn sekur þá finnst mér eins og kerfið hafi brugðist mér,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, einn níu fyrrverandi starfsmanna Kaupþings sem ákærðir eru í stóru markaðsmisnotkunarmáli. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Ég er saklaus af þessari ákæru,“ sagði Pétur Kristinn þegar hann tjáði sig um sakarefnið. Hann starfaði hjá Kaupþingi sem starfsmaður eigin viðskipta bankans. Hann er ákærður fyrir að hafa framkvæmd markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008 að undirlagi yfirmanna sinna. Segir í ákæru að Pétur hafi ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór kauptilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. „Þegar framboð á hlutabréfunum varð meira en eftirspurn annarra markaðsaðila en Kaupþings mættu ákærðu, Birnir Sær og Pétur Kristinn, því að jafnaði með því að bæta við nýjum kauptilboðum jafnharðan og fyrri tilboðum þeirra var tekið og hægði þannig á eða stöðvuðu verðlækkun hlutabréfanna. Þá hækkað að jafnaði hlutfall kaupa þeirra á hlutabréfunum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum við lok viðskiptadags, þ.e. við lok samfellda viðskiptatímabilsins og í lokunaruppboðum í í kauphöllunum, og höfðu ákærðu þannig áhrif á dagslokaverð hlutabréfanna,“ eins og segir í ákærunni.Leit upp til yfirmanna sinna Pétur starfaði hjá eigin viðskiptum Kaupþings frá desember 2005. Hann segist hafa lært af þeim sem hann starfaði með. „Ég hef alltaf leitast við að gera allt vel og rétt sem ég hef gert,“ sagði Pétur. Hann hafi fengið skýr fyrirmæli, almennt eða bein fyrirmæli. „Ég var að fylgja fyrirmælum eða stefnu minna yfirmanna,“ sagði Pétur. „Sumir voru álitnir súperstjörnur á Íslandi á þessum tíma.“ Pétur sagði að komið hefði fyrir að hann var ekki sammála þeim fyrirmælum sem hann fékk en hafi þó gert sitt besta til að fylgja þeim. „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt.“ Tók ákærði sem dæmi um hversu mikið traust var borið til stjórnenda Kaupþings lánið sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi í október 2008, skömmu fyrir hrunið. Þá bætti hann við að enginn eftirlitsaðili hefði nokkru sinni gert athugasemd við hegðun sína á markaði.Trúði og treysti sínum yfirmönnum „Í raun má líta svo á að yfirmenn hafi verið viðskiptavinir eigin viðskipta Kaupþings og við verið að miðla viðskiptum þeirra,“ sagði Pétur. Á tímabili hafi hlutabréf verið seld án hans aðkomu. Hann hafi almennt litið á slíka sölu með jákvæðum augum. „Ég gerði ráð fyrir því að stjórnendur bankans hefðu hagsmuni hans að leiðarljósi.“ Pétur benti á að sérstakur saksóknari hefði ákveðið að byggja ákæru sína á einu mesta lækkunartímabili á hlutabréfamörkuðum síðan árið 1929. „Ég trúði og treysti mínum yfirmönnum,“ sagði Pétur og bætti við: „Ég trúði og treysti á kerfið.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
„Ef ég verð fundinn sekur þá finnst mér eins og kerfið hafi brugðist mér,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, einn níu fyrrverandi starfsmanna Kaupþings sem ákærðir eru í stóru markaðsmisnotkunarmáli. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Ég er saklaus af þessari ákæru,“ sagði Pétur Kristinn þegar hann tjáði sig um sakarefnið. Hann starfaði hjá Kaupþingi sem starfsmaður eigin viðskipta bankans. Hann er ákærður fyrir að hafa framkvæmd markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008 að undirlagi yfirmanna sinna. Segir í ákæru að Pétur hafi ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór kauptilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. „Þegar framboð á hlutabréfunum varð meira en eftirspurn annarra markaðsaðila en Kaupþings mættu ákærðu, Birnir Sær og Pétur Kristinn, því að jafnaði með því að bæta við nýjum kauptilboðum jafnharðan og fyrri tilboðum þeirra var tekið og hægði þannig á eða stöðvuðu verðlækkun hlutabréfanna. Þá hækkað að jafnaði hlutfall kaupa þeirra á hlutabréfunum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum við lok viðskiptadags, þ.e. við lok samfellda viðskiptatímabilsins og í lokunaruppboðum í í kauphöllunum, og höfðu ákærðu þannig áhrif á dagslokaverð hlutabréfanna,“ eins og segir í ákærunni.Leit upp til yfirmanna sinna Pétur starfaði hjá eigin viðskiptum Kaupþings frá desember 2005. Hann segist hafa lært af þeim sem hann starfaði með. „Ég hef alltaf leitast við að gera allt vel og rétt sem ég hef gert,“ sagði Pétur. Hann hafi fengið skýr fyrirmæli, almennt eða bein fyrirmæli. „Ég var að fylgja fyrirmælum eða stefnu minna yfirmanna,“ sagði Pétur. „Sumir voru álitnir súperstjörnur á Íslandi á þessum tíma.“ Pétur sagði að komið hefði fyrir að hann var ekki sammála þeim fyrirmælum sem hann fékk en hafi þó gert sitt besta til að fylgja þeim. „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt.“ Tók ákærði sem dæmi um hversu mikið traust var borið til stjórnenda Kaupþings lánið sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi í október 2008, skömmu fyrir hrunið. Þá bætti hann við að enginn eftirlitsaðili hefði nokkru sinni gert athugasemd við hegðun sína á markaði.Trúði og treysti sínum yfirmönnum „Í raun má líta svo á að yfirmenn hafi verið viðskiptavinir eigin viðskipta Kaupþings og við verið að miðla viðskiptum þeirra,“ sagði Pétur. Á tímabili hafi hlutabréf verið seld án hans aðkomu. Hann hafi almennt litið á slíka sölu með jákvæðum augum. „Ég gerði ráð fyrir því að stjórnendur bankans hefðu hagsmuni hans að leiðarljósi.“ Pétur benti á að sérstakur saksóknari hefði ákveðið að byggja ákæru sína á einu mesta lækkunartímabili á hlutabréfamörkuðum síðan árið 1929. „Ég trúði og treysti mínum yfirmönnum,“ sagði Pétur og bætti við: „Ég trúði og treysti á kerfið.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00