„Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna,“ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest sig í affalli við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði í síðustu viku. Drengurinn hefur náð sér vel og leikur nú við systkini sín á Barnaspítala Hringsins. Hann verður líklega útskrifaður þaðan í vikunni.
„Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er aldeilis búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson, faðir Hilmis Gauta.
Foreldrar Hilmis Gauta segjast ekki hafa áttað sig á því að slysagildra væri í miðjum bænum og á stað þar sem drengirnir hafa oft leikið sér áður.
„Þetta kom náttúrulega okkur og flestum held ég mjög á óvart hversu mikil hætta leynist svona inni í miðju samfélagi, “ segir Bjarni.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30 hittum við Hilmi og systkini hans og ræðum við foreldra hans.
Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni

Tengdar fréttir

Drengurinn útskrifaður af gjörgæslu
Ungi drengurinn sem lenti í sjálfheldu í Reykdalsstíflu er komin á Barnaspítala Hringsins. Batahorfur sagðar góðar.

Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu
Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum.

Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél
Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél.