Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 10:12 Pétur Kristinn, lengst til hægri, ásamt Vífil Harðarsyni, verjanda sínum, og Bjarna Aðalgeirssyni í dómssal í morgun. Vísir/GVA Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið er að því að verjandinn Vífill Harðarson spyrji Pétur Kristinn Guðmarsson en hann er einn ákærðu í málinu. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.Kauphallarhermirinn Vífill útskýrði hvernig Kauphallarhermirinn virkar þar sem hann ætlaði að spila úr honum í kjölfarið. Að útskýringum loknum sneri Vífill sér að því að gagnrýna að hermirinn spili ekki öll viðskipti, heldur aðeins viðskipti tiltekinna aðila sem eru forrituð inn í hann. Dómarinn stöðvaði Vífil við útskýringar hans og sagði hana eiga heima í málflutningi. Óskaði hann eftir því að Vífill spyrði Pétur út úr ákæruatriðunum. Pétur fór yfir ýmis gögn, meðal annars úr herminum, auk annarra gagna. Kenndi þar ýmissa grasa á borð við upplýsingar um gengi hlutabréfa bankans, gengi krónunnar og gröf sem sýndu þróun hlutabréfa bankans. Ekki var um spurningar og svör að ræða heldur var Pétur að útskýra gögnin.„Bara eins og ákæruvaldið“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, gerði athugasemdir við þessa þróun mála, að ekki væri verið að spyrja spurninga, og óskaði eftir því að ákærði yrði spurður beint út úr. „Það er bara verið að spyrja út í gögn málsins, alveg eins og ákæruvaldið gerði með gögnum úr herminum,“ sagði Vífill Harðarson, verjandi Péturs. „Það er alveg ljóst að það er ekki verið að spyrja um ákæruatriðin en dómarinn treystir því að þetta leiði til þess að verjandinn muni svo spyrja út í ákæruatriðin. Er það ekki alveg öruggt?“ sagði Arngrímur Ísberg, dómsformaður, og beindi spurningunni til Vífils. Vífill: „Já, bara eins og ákæruvaldið...“ Dómari: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið. Halt þú þig bara við þitt starf.“ Pétur hélt svo áfram að útskýra gögn sem sýna markaðinn, verðið í Kaupþingi og annað, áður en farið var að spyrja beint út í tiltekin ákæruatriði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. 21. apríl 2015 15:11 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið er að því að verjandinn Vífill Harðarson spyrji Pétur Kristinn Guðmarsson en hann er einn ákærðu í málinu. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.Kauphallarhermirinn Vífill útskýrði hvernig Kauphallarhermirinn virkar þar sem hann ætlaði að spila úr honum í kjölfarið. Að útskýringum loknum sneri Vífill sér að því að gagnrýna að hermirinn spili ekki öll viðskipti, heldur aðeins viðskipti tiltekinna aðila sem eru forrituð inn í hann. Dómarinn stöðvaði Vífil við útskýringar hans og sagði hana eiga heima í málflutningi. Óskaði hann eftir því að Vífill spyrði Pétur út úr ákæruatriðunum. Pétur fór yfir ýmis gögn, meðal annars úr herminum, auk annarra gagna. Kenndi þar ýmissa grasa á borð við upplýsingar um gengi hlutabréfa bankans, gengi krónunnar og gröf sem sýndu þróun hlutabréfa bankans. Ekki var um spurningar og svör að ræða heldur var Pétur að útskýra gögnin.„Bara eins og ákæruvaldið“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, gerði athugasemdir við þessa þróun mála, að ekki væri verið að spyrja spurninga, og óskaði eftir því að ákærði yrði spurður beint út úr. „Það er bara verið að spyrja út í gögn málsins, alveg eins og ákæruvaldið gerði með gögnum úr herminum,“ sagði Vífill Harðarson, verjandi Péturs. „Það er alveg ljóst að það er ekki verið að spyrja um ákæruatriðin en dómarinn treystir því að þetta leiði til þess að verjandinn muni svo spyrja út í ákæruatriðin. Er það ekki alveg öruggt?“ sagði Arngrímur Ísberg, dómsformaður, og beindi spurningunni til Vífils. Vífill: „Já, bara eins og ákæruvaldið...“ Dómari: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið. Halt þú þig bara við þitt starf.“ Pétur hélt svo áfram að útskýra gögn sem sýna markaðinn, verðið í Kaupþingi og annað, áður en farið var að spyrja beint út í tiltekin ákæruatriði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. 21. apríl 2015 15:11 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. 21. apríl 2015 15:11
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent