Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2015 16:38 Hreiðar Már Sigurðsson og Birnir Sær Björnsson. Vísir Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. Birnir er ákærður fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum á 11 mánaða tímabili fyrir hrun með það að augnamiði að halda verð bréfanna uppi. Á hann að hafa gert það að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans.„Erum kannski að tala um að dobbla stöðuna yfir daginn í lokunaruppboðinu“ Eftir hádegi í dag spurði Björn Þorvaldsson, saksóknari, Birni út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu. Spurði hann sérstaklega út í nokkra daga þar sem Birnir setti inn fjölda kauptilboða í hlutabréf bankans í lokunaruppboðum. Nefndi Björn til dæmis einn dag um miðjan júní 2008 þar sem Birnir setti inn 29 kauptilboð í lok dags, sem sum hljóðuðu upp á allt að 300.000 hluti. Aðspurður hvers vegna hann hafi keypt svona stíft kvaðst Birnir hafa fengið fyrirmæli um það. Saksóknari gekk þá á eftir honum og bað um skýringar á hvers vegna svona mikið hafi verið keypt í lok dags, ekki bara þennan eina dag, heldur einnig aðra daga sem hann hafði borið undir Birni. „Það getur verið að þetta hafi bara verið besti tíminn til að kaupa þetta magn bréfa,“ svaraði Birnir. Saksóknari spilaði svo símtal frá því í maí 2010 sem tekið var upp við rannsókn málsins en sími Birnis var þá hleraður. Í því segir hann: „Já, ég meina í lokunaruppboðinu var þetta oft mjög stórt sko og við erum kannski að tala um að dobbla stöðuna yfir daginn í lokunaruppboðinu.“ Birnir sagðist ekki muna hvers vegna hann hafi verið að tala sérstaklega um lokunaruppboðið í símtalinu og bætti svo við: „Það var ekkert óeðlilegt að við fengum fyrirmæli um að kaupa við lokun.“Keypti margar milljónir hluta í bankanum rétt fyrir hrun Kaupþing féll þann 8. október 2008 og eftir því sem nær dregur þeim degi, þeim mun stórtækari verða viðskipti Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Sem dæmi má nefna að daginn sem Glitnir var þjóðnýttur, þann 29. september, keypti Birnir 4,5 milljónir hluta í bréfum bankans í íslensku Kauphöllinni. Til samanburðar hafði hann á föstudeginum áður keypt rúmlega 220.000 hluti. Næstu daga á eftir keypti hann í svipað stórum stíl og spurði saksóknari hvers vegna hann hafi keypt svona mikið. „Þetta var samkvæmt fyrirmælum frá annað hvor Einari eða Ingólfi,“ svaraði Birnir og það nokkrum sinnum þar sem saksóknari spurði út í hvern einasta dag. Þá spurði saksóknari hvort að Birnir kannaðist við að hafa sent Ingólfi, Hreiðari og Sigurði upplýsingapósta um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi dagana 1.-3. október. Játti Birnir því. Áður hafði komið fram við skýrslutökuna að hann sendi Hreiðari reglulega upplýsingar um stöðu mála vegna viðskipta með bréf í bankanum. Aðalmeðferð heldur áfram eftir helgi og hefst þá skýrslutaka yfir Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. Birnir er ákærður fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum á 11 mánaða tímabili fyrir hrun með það að augnamiði að halda verð bréfanna uppi. Á hann að hafa gert það að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans.„Erum kannski að tala um að dobbla stöðuna yfir daginn í lokunaruppboðinu“ Eftir hádegi í dag spurði Björn Þorvaldsson, saksóknari, Birni út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu. Spurði hann sérstaklega út í nokkra daga þar sem Birnir setti inn fjölda kauptilboða í hlutabréf bankans í lokunaruppboðum. Nefndi Björn til dæmis einn dag um miðjan júní 2008 þar sem Birnir setti inn 29 kauptilboð í lok dags, sem sum hljóðuðu upp á allt að 300.000 hluti. Aðspurður hvers vegna hann hafi keypt svona stíft kvaðst Birnir hafa fengið fyrirmæli um það. Saksóknari gekk þá á eftir honum og bað um skýringar á hvers vegna svona mikið hafi verið keypt í lok dags, ekki bara þennan eina dag, heldur einnig aðra daga sem hann hafði borið undir Birni. „Það getur verið að þetta hafi bara verið besti tíminn til að kaupa þetta magn bréfa,“ svaraði Birnir. Saksóknari spilaði svo símtal frá því í maí 2010 sem tekið var upp við rannsókn málsins en sími Birnis var þá hleraður. Í því segir hann: „Já, ég meina í lokunaruppboðinu var þetta oft mjög stórt sko og við erum kannski að tala um að dobbla stöðuna yfir daginn í lokunaruppboðinu.“ Birnir sagðist ekki muna hvers vegna hann hafi verið að tala sérstaklega um lokunaruppboðið í símtalinu og bætti svo við: „Það var ekkert óeðlilegt að við fengum fyrirmæli um að kaupa við lokun.“Keypti margar milljónir hluta í bankanum rétt fyrir hrun Kaupþing féll þann 8. október 2008 og eftir því sem nær dregur þeim degi, þeim mun stórtækari verða viðskipti Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Sem dæmi má nefna að daginn sem Glitnir var þjóðnýttur, þann 29. september, keypti Birnir 4,5 milljónir hluta í bréfum bankans í íslensku Kauphöllinni. Til samanburðar hafði hann á föstudeginum áður keypt rúmlega 220.000 hluti. Næstu daga á eftir keypti hann í svipað stórum stíl og spurði saksóknari hvers vegna hann hafi keypt svona mikið. „Þetta var samkvæmt fyrirmælum frá annað hvor Einari eða Ingólfi,“ svaraði Birnir og það nokkrum sinnum þar sem saksóknari spurði út í hvern einasta dag. Þá spurði saksóknari hvort að Birnir kannaðist við að hafa sent Ingólfi, Hreiðari og Sigurði upplýsingapósta um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi dagana 1.-3. október. Játti Birnir því. Áður hafði komið fram við skýrslutökuna að hann sendi Hreiðari reglulega upplýsingar um stöðu mála vegna viðskipta með bréf í bankanum. Aðalmeðferð heldur áfram eftir helgi og hefst þá skýrslutaka yfir Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01
Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03
Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41