Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 09:19 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun var frestað um klukkutíma. vísir/gva Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun hefur verið frestað um klukkutíma vegna þess að tölvukerfi Héraðsdóms Reykjavíkur liggur niðri. Ekki er hægt að komast inn í málaskrá og þá er hvorki hægt að taka upp né komast inn í tölvupósta eða á netið. Óljóst er hversu langan tíma það mun taka að koma tölvukerfinu í lag og var þinghaldi því frestað til klukkan 10.Hreiðar og Sigurður hafa ekki látið sjá sig Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir í málinu fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun og umboðssvik á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun. Í seinustu viku lauk skýrslutökum yfir tveimur verðbréfasölum sem störfuðu hjá eigin viðskiptum bankans, þeim Pétri Kristni Guðmarssyni og Birni Sæ Björnssyni. Þeir eru sakaðir um að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Eiga þeir að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, og Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í málinu og átti skýrslutaka yfir Einari Pálma að hefjast í morgun. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg eru ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Þeir afplána nú sem kunnugt er fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins og hefur lítið sést til þeirra í héraðsdómi á meðan aðalmeðferðin hefur staðið yfir. Magnús leit við í klukkutíma síðastliðinn föstudag í fylgd fangavarða en Hreiðar og Sigurður hafa ekkert látið sjá sig. Að auki eru Bjarki H. Diego, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings, og Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviði ákærð.Uppfært klukkan 10:05 Tölvukerfið komst aftur í lag og aðalmeðferð hófst að nýju klukkan 10. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun hefur verið frestað um klukkutíma vegna þess að tölvukerfi Héraðsdóms Reykjavíkur liggur niðri. Ekki er hægt að komast inn í málaskrá og þá er hvorki hægt að taka upp né komast inn í tölvupósta eða á netið. Óljóst er hversu langan tíma það mun taka að koma tölvukerfinu í lag og var þinghaldi því frestað til klukkan 10.Hreiðar og Sigurður hafa ekki látið sjá sig Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir í málinu fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun og umboðssvik á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun. Í seinustu viku lauk skýrslutökum yfir tveimur verðbréfasölum sem störfuðu hjá eigin viðskiptum bankans, þeim Pétri Kristni Guðmarssyni og Birni Sæ Björnssyni. Þeir eru sakaðir um að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Eiga þeir að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, og Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í málinu og átti skýrslutaka yfir Einari Pálma að hefjast í morgun. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg eru ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Þeir afplána nú sem kunnugt er fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins og hefur lítið sést til þeirra í héraðsdómi á meðan aðalmeðferðin hefur staðið yfir. Magnús leit við í klukkutíma síðastliðinn föstudag í fylgd fangavarða en Hreiðar og Sigurður hafa ekkert látið sjá sig. Að auki eru Bjarki H. Diego, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings, og Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviði ákærð.Uppfært klukkan 10:05 Tölvukerfið komst aftur í lag og aðalmeðferð hófst að nýju klukkan 10.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10
Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01
Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00
Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41
Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent