Alexander Petersson gat ekki æft með íslenska landsliðinu er það hóf undirbúning fyrir leikinn gegn Serbum á miðvikudag.
Alexander er að glíma við meiðsli í nára og verður í stífri sjúkraþjálfun fram að leik. Þa fyrst kemur í ljós hvort hann geti tekið einhvern þátt í leiknum.
„Þetta eru erfið meiðsli og hrikalega leiðinlegt að vera í þessari stöðu. Ég verð bara að sjá til og vonast eftir því besta," sagði Alexander eftir æfingu í dag.
Ef hann spilar ekki verður meira álag á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Rúnari Kárasyni. Rúnar hefur verið að spila vel upp á síðkastið og var kröftugur á æfingu liðsins í dag.
Kallað var á Guðmund Árna Ólafsson inn í hópinn þar sem Alexander getur ekki æft.
Alexander verður í stífri sjúkraþjálfun fram að leik
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti