„Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 16:54 Einar Pálmi Sigmundsson ásamt verjanda sínum Gizuri Bergsteinssyni. vísir/gva Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, lagði áherslu á það við skýrslutöku í dag að hann hafi ekki haft nein völd þegar kom að því að eiga viðskipti með hlutabréf bankans. Öll fyrirmæli hafi komið frá forstjóra Kaupþings á Íslandi, Ingólfi Helgasyni. Vísaði hann meðal annars til þessa þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja út í einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Saksóknari spilaði símtal Einars við verðbréfasalann Pétur Kristinn Guðmarsson sem einnig er ákærður í málinu: PKG: „Þetta er á svipuðu leveli og við ákváðum að setja niður hælana í gær.” EPS: „Já, eins og hann var að segja í gær, við erum þannig ekkert að setja niður hælana, bara svona, við eigum að stoppa frjálst fall raunverulega .”Ekki klárir á hvaða skilaboð Ingólfur var að senda Stuttu síðar í símtalinu segir Einar við Pétur að þegar þetta sé komið á eitthvað ákveðið level eigi að „styðja við það.” Saksóknari spurði Einar hvað þeir Pétur hafi verið að ræða í símtalinu. „Við vorum báðir þátttakendur í samtali við Ingólf daginn áður og erum greinilega ekki alveg klárir á því hver skilaboðin voru frá honum. Pétur heldur að hann vilji að við komum sterkir inn en ég vil meina... þetta með að stoppa frjálst fall. Það felur í raun í sér að ef þú ert með vakt eða seljanleika í verðbréfi þá er lágmark að þú stoppir frjálst fall sem á sér ekki stoð í grundvallarbreytingu á markaði,” sagði Einar. Saksóknari spurði þá af hverju það hafi átt að „styðja við” þegar það væri komið á ákveðið level. „Þetta virkar þannig að ef þú ert með öfluga viðskiptavakt þá ertu alltaf að styðja við verðbréf sem er á leiðinni niður. Það er hlutverk viðskiptavaktar að minnka sveiflur, líka þegar að verðið er upp á við. [...] Við notum bara þetta orðfæri, að styðja við.”Ósáttur við hversu mikið þeir keyptu en seldu lítið á móti Hann var þá spurður hvort að þetta hafi verið fyrirmæli frá honum sjálfum eða Ingólfi. „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi. Það var lögð almenn lína og svo nánari lína,” svaraði Einar. Áður hafði Einar greint frá því að eigin viðskipti Kaupþings hafi verið óformlegur viðskiptavaki í hlutabréfum bankans. Hann hafi hins vegar verið ósáttur við hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér og seldi lítið, eins og væri hlutverk formlegra viðskiptavaka. Þeir ættu ekki bara að kaupa, líka selja. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, lagði áherslu á það við skýrslutöku í dag að hann hafi ekki haft nein völd þegar kom að því að eiga viðskipti með hlutabréf bankans. Öll fyrirmæli hafi komið frá forstjóra Kaupþings á Íslandi, Ingólfi Helgasyni. Vísaði hann meðal annars til þessa þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja út í einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Saksóknari spilaði símtal Einars við verðbréfasalann Pétur Kristinn Guðmarsson sem einnig er ákærður í málinu: PKG: „Þetta er á svipuðu leveli og við ákváðum að setja niður hælana í gær.” EPS: „Já, eins og hann var að segja í gær, við erum þannig ekkert að setja niður hælana, bara svona, við eigum að stoppa frjálst fall raunverulega .”Ekki klárir á hvaða skilaboð Ingólfur var að senda Stuttu síðar í símtalinu segir Einar við Pétur að þegar þetta sé komið á eitthvað ákveðið level eigi að „styðja við það.” Saksóknari spurði Einar hvað þeir Pétur hafi verið að ræða í símtalinu. „Við vorum báðir þátttakendur í samtali við Ingólf daginn áður og erum greinilega ekki alveg klárir á því hver skilaboðin voru frá honum. Pétur heldur að hann vilji að við komum sterkir inn en ég vil meina... þetta með að stoppa frjálst fall. Það felur í raun í sér að ef þú ert með vakt eða seljanleika í verðbréfi þá er lágmark að þú stoppir frjálst fall sem á sér ekki stoð í grundvallarbreytingu á markaði,” sagði Einar. Saksóknari spurði þá af hverju það hafi átt að „styðja við” þegar það væri komið á ákveðið level. „Þetta virkar þannig að ef þú ert með öfluga viðskiptavakt þá ertu alltaf að styðja við verðbréf sem er á leiðinni niður. Það er hlutverk viðskiptavaktar að minnka sveiflur, líka þegar að verðið er upp á við. [...] Við notum bara þetta orðfæri, að styðja við.”Ósáttur við hversu mikið þeir keyptu en seldu lítið á móti Hann var þá spurður hvort að þetta hafi verið fyrirmæli frá honum sjálfum eða Ingólfi. „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi. Það var lögð almenn lína og svo nánari lína,” svaraði Einar. Áður hafði Einar greint frá því að eigin viðskipti Kaupþings hafi verið óformlegur viðskiptavaki í hlutabréfum bankans. Hann hafi hins vegar verið ósáttur við hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér og seldi lítið, eins og væri hlutverk formlegra viðskiptavaka. Þeir ættu ekki bara að kaupa, líka selja.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13
Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02