Bjarni segist bera traust til Illuga: Þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 27. apríl 2015 19:45 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist bera fullt traust til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þrátt fyrir fréttir um hagsmunatengsl hans og fyrirtækisins Orka Energy. Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi. Hann hafi ekki gert grein fyrir þessum hagsmunatengslum af eigin frumkvæði á sínum tíma. Hann hafi síðan sagt að hagsmunatengslununum væri lokið, en síðan hafi komið í ljós að persónulegir og fjárhagslegir hagsmunir séu viðvarandi. Það sé ámælisvert að hann hafi ekki gert grein fyrir því. Illugi seldi fyrirtækinu OG Capital íbúð sína eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar stjórnarformanns Orka Energy. Illugi segir að íbúðasalan hafi verið vegna fjárhagserfiðleika en skömmu áður en kaupin gengu í gegn var var hann viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík eða í í desember 2013.‘ Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna leigu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, á Ránargötu 6a. Illugi segist hinsvegar á Facebook síðu sinni greiða 230 þúsund krónur í leigu á mánuði en íbúðin er tæpir 138 fermetrar. Bjarni Benediktsson sagðist byggja sína skoðun á því sem fram hefði komið enda hefði hann enga forsendu til annars. Hann útilokaði þó ekki að málið yrði tekið upp á vettvangi flokksins. Illugi hafi sjálfur komið á framfæri upplýsingum til fjölmiðla hann muni líklega líka vilja gera það í þingflokknum. Hann hafi hinsvegar ekki verið á landinu í dag. Illugi og Orka Energy Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist bera fullt traust til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þrátt fyrir fréttir um hagsmunatengsl hans og fyrirtækisins Orka Energy. Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi. Hann hafi ekki gert grein fyrir þessum hagsmunatengslum af eigin frumkvæði á sínum tíma. Hann hafi síðan sagt að hagsmunatengslununum væri lokið, en síðan hafi komið í ljós að persónulegir og fjárhagslegir hagsmunir séu viðvarandi. Það sé ámælisvert að hann hafi ekki gert grein fyrir því. Illugi seldi fyrirtækinu OG Capital íbúð sína eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar stjórnarformanns Orka Energy. Illugi segir að íbúðasalan hafi verið vegna fjárhagserfiðleika en skömmu áður en kaupin gengu í gegn var var hann viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík eða í í desember 2013.‘ Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna leigu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, á Ránargötu 6a. Illugi segist hinsvegar á Facebook síðu sinni greiða 230 þúsund krónur í leigu á mánuði en íbúðin er tæpir 138 fermetrar. Bjarni Benediktsson sagðist byggja sína skoðun á því sem fram hefði komið enda hefði hann enga forsendu til annars. Hann útilokaði þó ekki að málið yrði tekið upp á vettvangi flokksins. Illugi hafi sjálfur komið á framfæri upplýsingum til fjölmiðla hann muni líklega líka vilja gera það í þingflokknum. Hann hafi hinsvegar ekki verið á landinu í dag.
Illugi og Orka Energy Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira