Bjarni segist bera traust til Illuga: Þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 27. apríl 2015 19:45 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist bera fullt traust til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þrátt fyrir fréttir um hagsmunatengsl hans og fyrirtækisins Orka Energy. Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi. Hann hafi ekki gert grein fyrir þessum hagsmunatengslum af eigin frumkvæði á sínum tíma. Hann hafi síðan sagt að hagsmunatengslununum væri lokið, en síðan hafi komið í ljós að persónulegir og fjárhagslegir hagsmunir séu viðvarandi. Það sé ámælisvert að hann hafi ekki gert grein fyrir því. Illugi seldi fyrirtækinu OG Capital íbúð sína eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar stjórnarformanns Orka Energy. Illugi segir að íbúðasalan hafi verið vegna fjárhagserfiðleika en skömmu áður en kaupin gengu í gegn var var hann viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík eða í í desember 2013.‘ Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna leigu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, á Ránargötu 6a. Illugi segist hinsvegar á Facebook síðu sinni greiða 230 þúsund krónur í leigu á mánuði en íbúðin er tæpir 138 fermetrar. Bjarni Benediktsson sagðist byggja sína skoðun á því sem fram hefði komið enda hefði hann enga forsendu til annars. Hann útilokaði þó ekki að málið yrði tekið upp á vettvangi flokksins. Illugi hafi sjálfur komið á framfæri upplýsingum til fjölmiðla hann muni líklega líka vilja gera það í þingflokknum. Hann hafi hinsvegar ekki verið á landinu í dag. Illugi og Orka Energy Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist bera fullt traust til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þrátt fyrir fréttir um hagsmunatengsl hans og fyrirtækisins Orka Energy. Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi. Hann hafi ekki gert grein fyrir þessum hagsmunatengslum af eigin frumkvæði á sínum tíma. Hann hafi síðan sagt að hagsmunatengslununum væri lokið, en síðan hafi komið í ljós að persónulegir og fjárhagslegir hagsmunir séu viðvarandi. Það sé ámælisvert að hann hafi ekki gert grein fyrir því. Illugi seldi fyrirtækinu OG Capital íbúð sína eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar stjórnarformanns Orka Energy. Illugi segir að íbúðasalan hafi verið vegna fjárhagserfiðleika en skömmu áður en kaupin gengu í gegn var var hann viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík eða í í desember 2013.‘ Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna leigu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, á Ránargötu 6a. Illugi segist hinsvegar á Facebook síðu sinni greiða 230 þúsund krónur í leigu á mánuði en íbúðin er tæpir 138 fermetrar. Bjarni Benediktsson sagðist byggja sína skoðun á því sem fram hefði komið enda hefði hann enga forsendu til annars. Hann útilokaði þó ekki að málið yrði tekið upp á vettvangi flokksins. Illugi hafi sjálfur komið á framfæri upplýsingum til fjölmiðla hann muni líklega líka vilja gera það í þingflokknum. Hann hafi hinsvegar ekki verið á landinu í dag.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira