Styrkja nepalskan samstarfsfélaga: Söfnuðu 150 kílóum af fatnaði í dag Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2015 21:45 Um 150 kíló af fötum söfnuðust í dag. Starfsmenn Arctic Adventures hafa sett af stað söfnun til stuðnings nepölskum samstarfsfélaga þeirra, Anup Gurung, sem heldur til Nepal á föstudag. Söfnunin er tvíþætt; annars vegar safna þau hlýjum fatnaði og teppum og hins vegar peningum. Áslaug Ellen Yngvadóttir, starfsmaður hjá Arctic Adventures, segir söfnunina hafa gengið vonum framar. Svo mjög að ekki sé ljóst hvort fleiri föt þurfi en í dag söfnuðust um 150 kíló af fötum, tjöldum og öðrum hjálpargögnum. Margt smátt geri eitt stórt og það hafi sýnt sig og sannað í dag.Læknir heldur utan með Anup „Ég setti inn færslu á Facebook í dag þar sem ég auglýsti söfnunina. Það höfðu fjölmargir samband við mig, til dæmis Jónar Transport sem ætlar að flytja allt út. Það var líka læknir sem hafði samband sem ætlar að fara út með Anup. Við auðvitað vonumst til að fagfólk fari með honum og að við náum að safna pening og þannig lagt okkar af mörkum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. „Anup er mjög þekktur í Nepal, fyrir félagsstarf og annað. Honum fannst hann ekki gera nóg hér heima og ákvað þess vegna að fara út. Við tókum okkur þá nokkur saman og ákváðum að styrkja hann. Þetta er lítið verkefni sem hann sjálfur mun stjórna og er með nokkra sem ætla að hjálpa sér,“ segir hún en Anup fer til Gorkha hinn 1.maí næstkomandi. Áslaug ber sterkar taugar til Nepal, en þangað hefur hún ferðast nokkrum sinnum. Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að hafa samband við Áslaugu í gegnum netfangið aslaugy@gmail.com eða info@adventures.is Reikningsnúmerið er eftirfarandi:Kt: 010177-36790130-05-060479ATH! SOS! UPDATE:Ef þið getið komið með fötin á söludesk Arctic Adventures á Laugavegi 11 þá munum við sækja þau þangað...Posted by Áslaug Ellen G Yngvadóttir on 27. apríl 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Starfsmenn Arctic Adventures hafa sett af stað söfnun til stuðnings nepölskum samstarfsfélaga þeirra, Anup Gurung, sem heldur til Nepal á föstudag. Söfnunin er tvíþætt; annars vegar safna þau hlýjum fatnaði og teppum og hins vegar peningum. Áslaug Ellen Yngvadóttir, starfsmaður hjá Arctic Adventures, segir söfnunina hafa gengið vonum framar. Svo mjög að ekki sé ljóst hvort fleiri föt þurfi en í dag söfnuðust um 150 kíló af fötum, tjöldum og öðrum hjálpargögnum. Margt smátt geri eitt stórt og það hafi sýnt sig og sannað í dag.Læknir heldur utan með Anup „Ég setti inn færslu á Facebook í dag þar sem ég auglýsti söfnunina. Það höfðu fjölmargir samband við mig, til dæmis Jónar Transport sem ætlar að flytja allt út. Það var líka læknir sem hafði samband sem ætlar að fara út með Anup. Við auðvitað vonumst til að fagfólk fari með honum og að við náum að safna pening og þannig lagt okkar af mörkum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. „Anup er mjög þekktur í Nepal, fyrir félagsstarf og annað. Honum fannst hann ekki gera nóg hér heima og ákvað þess vegna að fara út. Við tókum okkur þá nokkur saman og ákváðum að styrkja hann. Þetta er lítið verkefni sem hann sjálfur mun stjórna og er með nokkra sem ætla að hjálpa sér,“ segir hún en Anup fer til Gorkha hinn 1.maí næstkomandi. Áslaug ber sterkar taugar til Nepal, en þangað hefur hún ferðast nokkrum sinnum. Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að hafa samband við Áslaugu í gegnum netfangið aslaugy@gmail.com eða info@adventures.is Reikningsnúmerið er eftirfarandi:Kt: 010177-36790130-05-060479ATH! SOS! UPDATE:Ef þið getið komið með fötin á söludesk Arctic Adventures á Laugavegi 11 þá munum við sækja þau þangað...Posted by Áslaug Ellen G Yngvadóttir on 27. apríl 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira