Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. apríl 2015 10:11 Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast. „Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir í færslu á samskiptamiðlinum Facebook, en hún var á leið sinni upp Everest á laugardaginn þegar jarðskjálftinn í Nepal varð. Tala látinna er nú komin í 4.400 manns. Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest „Við syrgjum látna félaga og sendum fallegar hugsanir til hinna slösuðu. Sjálf er ég mjög þakklát fyrir að vera á lífi eftir þessar náttúruhamfarir. Ef að ég hefði verið stödd í tjaldinu mínu hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Kampurinn okkar er gjörónýtur.“ Hún segir að hópurinn hafi verið staddir í búðum eitt þegar stóri skjálftinn varð.Sjá einnig: Starfsmaður Google lést í snjóflóði á Everest„Ég lá í tjaldinu mínu að slappa af þegar ég fann titringinn, verandi á skriðjökli stökk ég út til að kanna hvað var um að vera. Erfitt var að átta sig á aðstæðum og fljótlega fórum við að heyra í snjóflóðum. Við stukkum inn í tjald og grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar. Hjartað sló hratt og óttinn var yfirgnæfandi. Búðirnar sluppu og við sátum eftir í stóru púðurskýi, það næsta sem við heyrðum var að ekkert væri eftir af búðunum okkar niðri.“Sjá einnig: Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Hún segir að smá saman hafi fólkið áttað sig á þeirra skelfilegu mynd sem var um að ræða „Það var erfitt að vera fastur og geta lítið lagt af mörkum. Næstu klukkustundir og næsta nótt voru erfið. Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Ég kom niður í base camp í gær og það vaf mikið àfall að sjá hvernig var umhorfs. Staðan í þorpunum í kringum okkur er mjög slæm. Við erum nú að hreinsa umhverfið okkar en ekki er ljóst hvenær við leggjum af stað til höfuðborgarinnar. Við erum skelkuð eftir atburði síðustu daga en að öðru leiti hraust.“Kæru vinir, eins og þið etv vitið ríkir algört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að...Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on 28. apríl 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
„Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir í færslu á samskiptamiðlinum Facebook, en hún var á leið sinni upp Everest á laugardaginn þegar jarðskjálftinn í Nepal varð. Tala látinna er nú komin í 4.400 manns. Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest „Við syrgjum látna félaga og sendum fallegar hugsanir til hinna slösuðu. Sjálf er ég mjög þakklát fyrir að vera á lífi eftir þessar náttúruhamfarir. Ef að ég hefði verið stödd í tjaldinu mínu hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Kampurinn okkar er gjörónýtur.“ Hún segir að hópurinn hafi verið staddir í búðum eitt þegar stóri skjálftinn varð.Sjá einnig: Starfsmaður Google lést í snjóflóði á Everest„Ég lá í tjaldinu mínu að slappa af þegar ég fann titringinn, verandi á skriðjökli stökk ég út til að kanna hvað var um að vera. Erfitt var að átta sig á aðstæðum og fljótlega fórum við að heyra í snjóflóðum. Við stukkum inn í tjald og grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar. Hjartað sló hratt og óttinn var yfirgnæfandi. Búðirnar sluppu og við sátum eftir í stóru púðurskýi, það næsta sem við heyrðum var að ekkert væri eftir af búðunum okkar niðri.“Sjá einnig: Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Hún segir að smá saman hafi fólkið áttað sig á þeirra skelfilegu mynd sem var um að ræða „Það var erfitt að vera fastur og geta lítið lagt af mörkum. Næstu klukkustundir og næsta nótt voru erfið. Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Ég kom niður í base camp í gær og það vaf mikið àfall að sjá hvernig var umhorfs. Staðan í þorpunum í kringum okkur er mjög slæm. Við erum nú að hreinsa umhverfið okkar en ekki er ljóst hvenær við leggjum af stað til höfuðborgarinnar. Við erum skelkuð eftir atburði síðustu daga en að öðru leiti hraust.“Kæru vinir, eins og þið etv vitið ríkir algört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að...Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on 28. apríl 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira