Geta ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. apríl 2015 18:45 Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum getur ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Bandalags háskólamanna (BHM) á spítalanum. Hann segir ástandið á spítalanum við það að verða óviðráðanlegt. Sjúklingar á Landspítalanum finna í sífellt meiri mæli fyrir áhrifum verkfallsaðgerða BHM. Þrjár vikur er nú síðan að ríflega fimm hundruð starfsmenn á spítalanum fóru í verkfall. „Staðan verður alvarlegri með hverjum deginum,” segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. „Það eru margir sjúklingar sem bíða eftir myndgreiningum. Það er reynt að koma í veg fyrir það að lyfjameðferð rofni en það hefur gerst í nokkrum tilvikum.” Gunnar Bjarni segir ástæðuna fyrir því að meðferð sjúklinganna hafi rofnað vera þá að þeir hafi ekki komist í myndgreiningarrannsókn. Hann segir miklar tafir hafa orðið víða á starfseminni. „Það er bið eftir meðferð á geisladeild og það eru um þrjátíu sem bíða umfram það sem hefur verið talið eðlilegt,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall BHM sem stendur nú hafa haft meiri áhrif á sína sjúklinga en læknaverkfallið. Röskun á starfseminni nú sé nokkuð ólík því sem var þá. „Þetta voru tímabundin verkföll. Það voru vopnahlé inn á milli,“ segir hann. „Á okkar deild reyndum við að tryggja það að það yrði ekki rof á krabbameinslyfjameðferð. Það varð einhver breyting á þjónustunni en það var hægt að vinna betur í kringum það, þannig að það var miklu viðráðanlegra ástand. Þetta er, liggur við, að verða óviðráðanlegt núna og við vitum ekki alveg hvað mun gerast næst.“ Hann segist ekki geta tryggt það að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfallsins. Þá segir hann erfitt að segja hvort að sjúklingar hafi þegar orðið fyrir skaða. „Það verður alltaf erfiðara með hverjum deginum. Þetta verkall er þegar orðið of langt.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43 „Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42 Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34 Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18 Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06 Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum getur ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Bandalags háskólamanna (BHM) á spítalanum. Hann segir ástandið á spítalanum við það að verða óviðráðanlegt. Sjúklingar á Landspítalanum finna í sífellt meiri mæli fyrir áhrifum verkfallsaðgerða BHM. Þrjár vikur er nú síðan að ríflega fimm hundruð starfsmenn á spítalanum fóru í verkfall. „Staðan verður alvarlegri með hverjum deginum,” segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. „Það eru margir sjúklingar sem bíða eftir myndgreiningum. Það er reynt að koma í veg fyrir það að lyfjameðferð rofni en það hefur gerst í nokkrum tilvikum.” Gunnar Bjarni segir ástæðuna fyrir því að meðferð sjúklinganna hafi rofnað vera þá að þeir hafi ekki komist í myndgreiningarrannsókn. Hann segir miklar tafir hafa orðið víða á starfseminni. „Það er bið eftir meðferð á geisladeild og það eru um þrjátíu sem bíða umfram það sem hefur verið talið eðlilegt,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall BHM sem stendur nú hafa haft meiri áhrif á sína sjúklinga en læknaverkfallið. Röskun á starfseminni nú sé nokkuð ólík því sem var þá. „Þetta voru tímabundin verkföll. Það voru vopnahlé inn á milli,“ segir hann. „Á okkar deild reyndum við að tryggja það að það yrði ekki rof á krabbameinslyfjameðferð. Það varð einhver breyting á þjónustunni en það var hægt að vinna betur í kringum það, þannig að það var miklu viðráðanlegra ástand. Þetta er, liggur við, að verða óviðráðanlegt núna og við vitum ekki alveg hvað mun gerast næst.“ Hann segist ekki geta tryggt það að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfallsins. Þá segir hann erfitt að segja hvort að sjúklingar hafi þegar orðið fyrir skaða. „Það verður alltaf erfiðara með hverjum deginum. Þetta verkall er þegar orðið of langt.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43 „Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42 Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34 Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18 Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06 Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43
„Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42
Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34
Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18
Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06
Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30