Íslenska landsliðið í handbolta verður að komast í gegnum lið Serba í Höllinni í kvöld án Alexanders Petersson.
Petersson kom til landsins meiddur á nára og hefur verið í stöðugri meðferð hjá sjúkraþjálfara í von um að hann geti spilað með liðinu að einhverju leyti í kvöld.
Sú meðferð bar því miður ekki árangur og Alexander verður ekki í leikmannahópi íslenska liðsins í kvöld.
Pressan færist því yfir á þá Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason að skila stöðu hægri skyttu í kvöld. Þeir hafa áður gert það með sóma og verða vonandi í stuði í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Alexander ekki með landsliðinu í kvöld

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti



Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti