Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2015 13:03 Hreiðar Már og Sigurður eru báðir ákærðir í málinu. Hvorugur hefur mætt í dómssal til þessa en sjöundi dagur aðalmeðferðar stendur yfir. Magnús Guðmundsson, sem dvelur í hegningarhúsinu þessa dagana ásamt Hreiðari Má og Sigurði, situr hins vegar meðferðina. Vísir Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sat fyrir svörum Björns Þorvaldssonar saksóknara í héraðsdómi í morgun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nafn hans kom ítrekað upp við skýrslutökur yfir þremur fyrrum starfsmönnum eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu. Báru þeir að Ingólfur hafi gefið þeim fyrirmæli um hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi; þeir hafi sjálfir ráðið litlu þar um, jafnvel engu. Saksóknari spurði Ingólf meðal annars hvort að hann hafi stjórnað fjölda tilboða eigin viðskipta í hlutabréf Kaupþings og magni þeirra. „Það var ekki þannig að ég hafi verið með puttann í einstökum tilboðum. Við spjölluðum hins vegar oft saman enda var oft mikið um að vera við upphaf viðskipta og svo við lok viðskipta. Ég lagði þessar almennu línur en svo skiptumst við á skoðunum hvað var að gerast á öðrum mörkuðum og í framhaldinu tókum við einhverjar ákvarðanir,” svaraði Ingólfur.Oft starfsmenn sem komu með hugmyndir Björn vísaði þá til símtala sem hann sagði sýna að Ingólfur hafi gefið starfsmönnunum fyrirmæli. „Þú hefur birt hér fjölmörg símtöl en það eru miklu fleiri símtöl í málinu sem eru með þeim hætti að þetta er ekki endilega svona. Oft voru það þeir sem komu með hugmyndir...” Hér greip saksóknari fram í og sagði að það væri ekki ákæruvaldið sem væri að halda þessu fram heldur sakborningarnir þrír sem hafi verið starfsmenn eigin viðskipta. „Þú hefur snemma gefið þann tón að þetta væru allt saman fyrirmæli. Ég dreg aðeins í efa að þetta hafi allt verið fyrirmæli í þeim skilningi. Við áttum oft samskipti og skiptumst á hugmyndum hvað við ættum að gera á markaði. Þetta var ekki allt saman einhliða frá mér,” svaraði Ingólfur.Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt Yfirmaður Ingólfs hjá Kaupþingi var Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar. Hann er einnig ákærður í málinu ásamt Sigurði Einarssyni sem var stjórnarformaður bankans. Saksóknari hefur því spurt Ingólf nokkuð mikið út í hvort hann hafi fengið fyrirmæli frá þeim tveimur og hvort að þeir hafi verið upplýstir um það sem eigin viðskipti voru að gera með bréf í Kaupþingi. „Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” sagði Ingólfur. Aðspurður sagði hann að Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt um hvað eigin viðskipti var að gera, þar á meðal hvaða viðskipti deildin átti með bréf í Kaupþingi. Saksóknari bar þá undir Ingólf lögregluskýrslu frá yfirheyrslum sem hann sætti í maí 2010. Þar segist hann hafa átt í meiri samskiptum við Sigurð en Hreiðar og þau hafi frekar verið daglega heldur en vikulega.Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Aðspurður fyrir dómi hvort hann hafi frekar leitað til Sigurðar en Hreiðars sagði Ingólfur: „Já, það er rétt. Það var ekki mikið um dagleg samskipti en þetta er líklegast rétt. Ég man ekki nákvæmlega hvað við töluðum oft saman, þessi lögregluskýrsla var tekin af mér fyrir 5 árum, en, jú ég átti tíðari samskipti við Sigurð en Hreiðar var líka upplýstur.” Björn spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tíma gert athugasemd við nánari framsetningu viðskiptanna við sína yfirmenn, til dæmis hvað varðaði fjölda tilboða og magn. „Nei, það var mitt að ákveða þessa nánari framsetningu,” svaraði Ingólfur þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sat fyrir svörum Björns Þorvaldssonar saksóknara í héraðsdómi í morgun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nafn hans kom ítrekað upp við skýrslutökur yfir þremur fyrrum starfsmönnum eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu. Báru þeir að Ingólfur hafi gefið þeim fyrirmæli um hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi; þeir hafi sjálfir ráðið litlu þar um, jafnvel engu. Saksóknari spurði Ingólf meðal annars hvort að hann hafi stjórnað fjölda tilboða eigin viðskipta í hlutabréf Kaupþings og magni þeirra. „Það var ekki þannig að ég hafi verið með puttann í einstökum tilboðum. Við spjölluðum hins vegar oft saman enda var oft mikið um að vera við upphaf viðskipta og svo við lok viðskipta. Ég lagði þessar almennu línur en svo skiptumst við á skoðunum hvað var að gerast á öðrum mörkuðum og í framhaldinu tókum við einhverjar ákvarðanir,” svaraði Ingólfur.Oft starfsmenn sem komu með hugmyndir Björn vísaði þá til símtala sem hann sagði sýna að Ingólfur hafi gefið starfsmönnunum fyrirmæli. „Þú hefur birt hér fjölmörg símtöl en það eru miklu fleiri símtöl í málinu sem eru með þeim hætti að þetta er ekki endilega svona. Oft voru það þeir sem komu með hugmyndir...” Hér greip saksóknari fram í og sagði að það væri ekki ákæruvaldið sem væri að halda þessu fram heldur sakborningarnir þrír sem hafi verið starfsmenn eigin viðskipta. „Þú hefur snemma gefið þann tón að þetta væru allt saman fyrirmæli. Ég dreg aðeins í efa að þetta hafi allt verið fyrirmæli í þeim skilningi. Við áttum oft samskipti og skiptumst á hugmyndum hvað við ættum að gera á markaði. Þetta var ekki allt saman einhliða frá mér,” svaraði Ingólfur.Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt Yfirmaður Ingólfs hjá Kaupþingi var Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar. Hann er einnig ákærður í málinu ásamt Sigurði Einarssyni sem var stjórnarformaður bankans. Saksóknari hefur því spurt Ingólf nokkuð mikið út í hvort hann hafi fengið fyrirmæli frá þeim tveimur og hvort að þeir hafi verið upplýstir um það sem eigin viðskipti voru að gera með bréf í Kaupþingi. „Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” sagði Ingólfur. Aðspurður sagði hann að Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt um hvað eigin viðskipti var að gera, þar á meðal hvaða viðskipti deildin átti með bréf í Kaupþingi. Saksóknari bar þá undir Ingólf lögregluskýrslu frá yfirheyrslum sem hann sætti í maí 2010. Þar segist hann hafa átt í meiri samskiptum við Sigurð en Hreiðar og þau hafi frekar verið daglega heldur en vikulega.Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Aðspurður fyrir dómi hvort hann hafi frekar leitað til Sigurðar en Hreiðars sagði Ingólfur: „Já, það er rétt. Það var ekki mikið um dagleg samskipti en þetta er líklegast rétt. Ég man ekki nákvæmlega hvað við töluðum oft saman, þessi lögregluskýrsla var tekin af mér fyrir 5 árum, en, jú ég átti tíðari samskipti við Sigurð en Hreiðar var líka upplýstur.” Björn spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tíma gert athugasemd við nánari framsetningu viðskiptanna við sína yfirmenn, til dæmis hvað varðaði fjölda tilboða og magn. „Nei, það var mitt að ákveða þessa nánari framsetningu,” svaraði Ingólfur þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23
„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21
Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11