Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. apríl 2015 19:13 Ásmundur Einar og Sigmundur Davíð. vísir/ernir Yfirlýsingar um njósnir kröfuhafa um íslenska blaða- og stjórnmálamenn í ræðu forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins á föstudag hafa mælst misvel fyrir. Sömuleiðis tal um leyniskýrslur og herskara lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum þeirra. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng. Slitastjórnin þar hafi hvorki stundað njósnir eða sálgreiningar enda ekki í samræmi við hennar hlutverk. Hann sé þó ekki talsmaður kröfuhafa. Hann hafi aldrei heyrt um leyniskýrslurnar sem forsætisráðherra vitni til. Hvað þá séð þær.Sótt í smiðju Ásmundar Einars Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis, að jafnaði tvisvar í mánuði og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa, og því mátti skilja, að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum og orðin væri til vitnis um það. Í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis sem leit dagsins ljós eftir ræðuna á föstudag, er það hinsvegar upplýst að orðin eru sótt til í grein Ásmundar Einars, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafi því í raun verið að klappa fyrir sjálfum sér á þinginu. Og Einar Karl Haraldsson, höfundur fréttabréfsins, bætir við, að þetta sé mjög góður spuni að hans áliti. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Yfirlýsingar um njósnir kröfuhafa um íslenska blaða- og stjórnmálamenn í ræðu forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins á föstudag hafa mælst misvel fyrir. Sömuleiðis tal um leyniskýrslur og herskara lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum þeirra. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng. Slitastjórnin þar hafi hvorki stundað njósnir eða sálgreiningar enda ekki í samræmi við hennar hlutverk. Hann sé þó ekki talsmaður kröfuhafa. Hann hafi aldrei heyrt um leyniskýrslurnar sem forsætisráðherra vitni til. Hvað þá séð þær.Sótt í smiðju Ásmundar Einars Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis, að jafnaði tvisvar í mánuði og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa, og því mátti skilja, að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum og orðin væri til vitnis um það. Í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis sem leit dagsins ljós eftir ræðuna á föstudag, er það hinsvegar upplýst að orðin eru sótt til í grein Ásmundar Einars, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafi því í raun verið að klappa fyrir sjálfum sér á þinginu. Og Einar Karl Haraldsson, höfundur fréttabréfsins, bætir við, að þetta sé mjög góður spuni að hans áliti.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira