Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. apríl 2015 19:13 Ásmundur Einar og Sigmundur Davíð. vísir/ernir Yfirlýsingar um njósnir kröfuhafa um íslenska blaða- og stjórnmálamenn í ræðu forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins á föstudag hafa mælst misvel fyrir. Sömuleiðis tal um leyniskýrslur og herskara lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum þeirra. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng. Slitastjórnin þar hafi hvorki stundað njósnir eða sálgreiningar enda ekki í samræmi við hennar hlutverk. Hann sé þó ekki talsmaður kröfuhafa. Hann hafi aldrei heyrt um leyniskýrslurnar sem forsætisráðherra vitni til. Hvað þá séð þær.Sótt í smiðju Ásmundar Einars Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis, að jafnaði tvisvar í mánuði og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa, og því mátti skilja, að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum og orðin væri til vitnis um það. Í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis sem leit dagsins ljós eftir ræðuna á föstudag, er það hinsvegar upplýst að orðin eru sótt til í grein Ásmundar Einars, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafi því í raun verið að klappa fyrir sjálfum sér á þinginu. Og Einar Karl Haraldsson, höfundur fréttabréfsins, bætir við, að þetta sé mjög góður spuni að hans áliti. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Yfirlýsingar um njósnir kröfuhafa um íslenska blaða- og stjórnmálamenn í ræðu forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins á föstudag hafa mælst misvel fyrir. Sömuleiðis tal um leyniskýrslur og herskara lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum þeirra. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng. Slitastjórnin þar hafi hvorki stundað njósnir eða sálgreiningar enda ekki í samræmi við hennar hlutverk. Hann sé þó ekki talsmaður kröfuhafa. Hann hafi aldrei heyrt um leyniskýrslurnar sem forsætisráðherra vitni til. Hvað þá séð þær.Sótt í smiðju Ásmundar Einars Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis, að jafnaði tvisvar í mánuði og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa, og því mátti skilja, að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum og orðin væri til vitnis um það. Í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis sem leit dagsins ljós eftir ræðuna á föstudag, er það hinsvegar upplýst að orðin eru sótt til í grein Ásmundar Einars, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafi því í raun verið að klappa fyrir sjálfum sér á þinginu. Og Einar Karl Haraldsson, höfundur fréttabréfsins, bætir við, að þetta sé mjög góður spuni að hans áliti.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira