Eldur í hvalaskoðunarbáti á Skjálfandaflóa Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2015 10:55 Björgunarsveitarmenn, lögreglumenn og fleiri við bryggjuna á Húsavík í dag. Mynd/Jónas Emils Uppfært klukkan 11:42 24 farþegar voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Faldi á vegum fyrirtækisins Gentle Giants á Skjálfandaflóa, þegar reykur kom upp um hálf ellefuleytið í morgun. Brugðist var skjótt við og eru farþegarnir nú komnir um borð í hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör. Sammæltust þeir um að halda hvalaskoðun áfram.Knörr með Fald í togi á leið til Húsavíkur.Mynd/Jónas EmilsÖllum farþegum um borð í Faldi var komið fyrir í björgunarbátum þegar að bilunarinnar varð vart. Nokkru síðar bar hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör að og stóð farþegunum til boða að halda hvalaskoðun áfram eða halda áleiðis til Húsavíkur. Varð fyrri kosturinn fyrir valinu og bættust farþegarnir 24 því við þá 23 sem fyrir voru að leggja af stað í hvalaskoðun um borð í Bjössa Sör. Hvalaskoðunarbáturinn Knörrinn og björgunarbáturinn Jón Kjartansson eru nú á leið með Fald til Húsavíkur og áætlað er að þeir verði komnir þangað um hádegisbil. Ekki liggur fyrir hvar bilunin kom upp. Slökkviliðsmenn eru um borð í Faldi en ekki rýkur úr honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. Veður er þokkalegt til sjós, smá gola og dálítill sjór en brim hefur verið síðustu daga.Slökkvilið, lögregla og sjúkrastarfsmenn mættu á bryggjuna á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsStefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, sagði í stuttu samtali við Vísi að allt væri í standi. Vænta mætti tilkynningar frá honum um málið innan tíðar. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að Samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð hafi verið virkjuð í samræmi við hópslysaáætlun vegna farþegabáta á Skjálfandaflóa. Þá voru björgunarsveitir í nágrenninu virkjaðar sem og slökkviliðin á Húsavík og Akureyri auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.Faldur.Vísir/PjeturUppfært klukkan 13:22 Í tilkynningu frá Stefáni Guðmundssyni hjá Gentle Giants segir að um lítilsháttar reyk hafi verið að ræða sem komið hafi upp á útleið frá Húsavík. Skammt utan við höfnina. Verður hafi verið hið besta og allar aðstæður góðar. „Eftir um 30 mínútna siglingu varð skiptstjórinn var við lítilsháttar reyk í vélarrúmi og brást við samkvæmt öryggisáætlun skips og fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni. „Björgunarsveitin á staðnum var komin á örskotsstundu sem og nærstaddir bátar á svæðinu. Farþegarnir 20 voru ferjaðir um borð í Bjössa Sör og héldu för sinni áfram í hvalaskoðun um Skjálfanda.“ Stefán segir að farþegum og áhöfn heilsist vel. Allir séu heilir. Hann þakkar öllum sem tóku þátt í aðgerðinni til lands og sveita.Frá björgunaraðgerðum í dag.Mynd/Jónas EmilsFaldur dreginn í land.Mynd/Jónas EmilsKnörrinn og Faldur í höfn á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsSlökkviliðsmenn um borð í Faldri í Húsavíkurhöfn.Mynd/Jónas EmilsHér má sjá bátinn: Faldur returning to the harbor with a dozen of passengers that will bring home a very special and unexpected memory.Posted by Gentle Giants Whale Watching on Thursday, 2 April 2015 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Uppfært klukkan 11:42 24 farþegar voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Faldi á vegum fyrirtækisins Gentle Giants á Skjálfandaflóa, þegar reykur kom upp um hálf ellefuleytið í morgun. Brugðist var skjótt við og eru farþegarnir nú komnir um borð í hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör. Sammæltust þeir um að halda hvalaskoðun áfram.Knörr með Fald í togi á leið til Húsavíkur.Mynd/Jónas EmilsÖllum farþegum um borð í Faldi var komið fyrir í björgunarbátum þegar að bilunarinnar varð vart. Nokkru síðar bar hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör að og stóð farþegunum til boða að halda hvalaskoðun áfram eða halda áleiðis til Húsavíkur. Varð fyrri kosturinn fyrir valinu og bættust farþegarnir 24 því við þá 23 sem fyrir voru að leggja af stað í hvalaskoðun um borð í Bjössa Sör. Hvalaskoðunarbáturinn Knörrinn og björgunarbáturinn Jón Kjartansson eru nú á leið með Fald til Húsavíkur og áætlað er að þeir verði komnir þangað um hádegisbil. Ekki liggur fyrir hvar bilunin kom upp. Slökkviliðsmenn eru um borð í Faldi en ekki rýkur úr honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. Veður er þokkalegt til sjós, smá gola og dálítill sjór en brim hefur verið síðustu daga.Slökkvilið, lögregla og sjúkrastarfsmenn mættu á bryggjuna á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsStefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, sagði í stuttu samtali við Vísi að allt væri í standi. Vænta mætti tilkynningar frá honum um málið innan tíðar. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að Samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð hafi verið virkjuð í samræmi við hópslysaáætlun vegna farþegabáta á Skjálfandaflóa. Þá voru björgunarsveitir í nágrenninu virkjaðar sem og slökkviliðin á Húsavík og Akureyri auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.Faldur.Vísir/PjeturUppfært klukkan 13:22 Í tilkynningu frá Stefáni Guðmundssyni hjá Gentle Giants segir að um lítilsháttar reyk hafi verið að ræða sem komið hafi upp á útleið frá Húsavík. Skammt utan við höfnina. Verður hafi verið hið besta og allar aðstæður góðar. „Eftir um 30 mínútna siglingu varð skiptstjórinn var við lítilsháttar reyk í vélarrúmi og brást við samkvæmt öryggisáætlun skips og fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni. „Björgunarsveitin á staðnum var komin á örskotsstundu sem og nærstaddir bátar á svæðinu. Farþegarnir 20 voru ferjaðir um borð í Bjössa Sör og héldu för sinni áfram í hvalaskoðun um Skjálfanda.“ Stefán segir að farþegum og áhöfn heilsist vel. Allir séu heilir. Hann þakkar öllum sem tóku þátt í aðgerðinni til lands og sveita.Frá björgunaraðgerðum í dag.Mynd/Jónas EmilsFaldur dreginn í land.Mynd/Jónas EmilsKnörrinn og Faldur í höfn á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsSlökkviliðsmenn um borð í Faldri í Húsavíkurhöfn.Mynd/Jónas EmilsHér má sjá bátinn: Faldur returning to the harbor with a dozen of passengers that will bring home a very special and unexpected memory.Posted by Gentle Giants Whale Watching on Thursday, 2 April 2015
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent