Viðskipti erlent

Ilmvatnserfingi dæmdur fyrir skattsvik með aðstoð HSBC

ingvar haraldsson skrifar
Arlette Ricci, erfingi Nina Ricci ilmvatns- og tískuveldisins, var dæmd fyrir að fela milljónir á leynireikningum HSBC.
Arlette Ricci, erfingi Nina Ricci ilmvatns- og tískuveldisins, var dæmd fyrir að fela milljónir á leynireikningum HSBC. vísir/afp
Arlette Ricci, erfingi Nina Ricci ilmvatns- og tískuveldisins, hefur verið dæmd fyrir skattsvik af dómstól í París. Arlette var sakfelld fyrir að fela milljónir evra á leynireikningum í skattaskjólum með hjálp svissneska bankans HSBC. BBC greinir frá.

Arlette, sem er 73 ára, var dæmd í eins árs fangelsi auk þess að henni var gert til að greiða eina milljón evra, um 146 milljónir íslenskra króna í sekt.  Þá voru eignir hennar, að verðmæti fjögurra milljóna evra eða sem jafngildir tæplega 900 milljónum íslenskra króna, gerðar upptækar.

Arlette var fyrst í röð um fimmtíu Frakka sem verða ákærð vegna skattaundaskota með aðstoð HSBC.

Gögn um bankareikninga þúsunda einstaklinga HSBC komust nýlega í hámæli þegar þau voru birt opinberlega í fyrsta sinn en margir heimsfrægir einstaklingar voru á listanum.

Nýlega fékk embættis skattrannsóknarstjóra hér á landi aðgang að gögnunum
en sex einstaklingar í gögnunum eru taldir tengjast Íslandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×