„Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2015 16:55 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Illugi Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra. Vísir/Daníel/GVA Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra út í ferð hans til Kína á dögunum á þingi í dag. Ferðin vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins kom fram að með í för hefðu verið fulltrúar frá fyrirtækjunum Marel og Orka Energy, en Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir Orka Energy þegar hann var utan þings. Umfjöllun um ferð ráðherrans á vef ráðuneytisins var svo breytt þann 8. apríl síðastliðinn og áréttað að fulltrúar fyrirtækjanna hafi verið staddir í Kína á sama tíma og ráðherrann en ekki verið hluti af sendinefnd hans. Svandís spurði hvers vegna þessu var breytt en einnig hver hafi átt frumkvæði að því að Orka Energy kæmi með í þessa ferð. Þá spurði hún jafnframt í hverju ráðgjöf ráðherrans á sínum tíma til Orku Energy hafi verið fólgin. „Varðandi vef ráðuneytisins þá var engu breytt heldur upplýsingarnar uppfærðar. Það var gert vegna þess að það upphaflegi textinn hafði valdið misskilningi varðandi það að þessi tvö fyrirtæki hafi verið með í för og það mátti lesa það út að þau hefðu komið með í sendinefnd frá Íslandi og jafnvel gert að því skóna að það hafi verið greitt fyrir þessi fyrirtæki. Svo var ekki.“ Illugi sagði svo að hann hefði aðstoðað Orka Energy á sínum tíma við það að tengja fyrirtækið saman við fjárfesta í Singapúr. „Hvað varðar frumkvæðið þá liggur það fyrir að á mínu verksviði eru samningar sem snúa að samstarfi á orkusviðinu og vísindarannsóknum. Þar af leiðandi var alveg eðlilegt að þetta fyrirtæki kæmi þar að, það er að segja á fundum, því burðarásinn á milli Íslands og Kína varðandi orkusamstarf liggur þar í gegn.“ Í seinni fyrirspurn sinni spurði Svandís ráðherrann svo út í það hverjir væru eigendur Orka Energy. Svaraði Illugi því til að enginn íslenskur aðili ætti í fyrirtæki. Um væri að ræða aðila búsetta erlendis eða erlenda aðila en bætti svo við: „Það er eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum. Ég veit að háttvirtur þingmaður hefur ekki þá reynslu. Háttvirtur þingmaður virðist samkvæmt sinni ferilskrá aldrei hafa unnið hjá neinum einkaaðilum heldur bara hjá hinu opinbera.“ Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra út í ferð hans til Kína á dögunum á þingi í dag. Ferðin vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins kom fram að með í för hefðu verið fulltrúar frá fyrirtækjunum Marel og Orka Energy, en Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir Orka Energy þegar hann var utan þings. Umfjöllun um ferð ráðherrans á vef ráðuneytisins var svo breytt þann 8. apríl síðastliðinn og áréttað að fulltrúar fyrirtækjanna hafi verið staddir í Kína á sama tíma og ráðherrann en ekki verið hluti af sendinefnd hans. Svandís spurði hvers vegna þessu var breytt en einnig hver hafi átt frumkvæði að því að Orka Energy kæmi með í þessa ferð. Þá spurði hún jafnframt í hverju ráðgjöf ráðherrans á sínum tíma til Orku Energy hafi verið fólgin. „Varðandi vef ráðuneytisins þá var engu breytt heldur upplýsingarnar uppfærðar. Það var gert vegna þess að það upphaflegi textinn hafði valdið misskilningi varðandi það að þessi tvö fyrirtæki hafi verið með í för og það mátti lesa það út að þau hefðu komið með í sendinefnd frá Íslandi og jafnvel gert að því skóna að það hafi verið greitt fyrir þessi fyrirtæki. Svo var ekki.“ Illugi sagði svo að hann hefði aðstoðað Orka Energy á sínum tíma við það að tengja fyrirtækið saman við fjárfesta í Singapúr. „Hvað varðar frumkvæðið þá liggur það fyrir að á mínu verksviði eru samningar sem snúa að samstarfi á orkusviðinu og vísindarannsóknum. Þar af leiðandi var alveg eðlilegt að þetta fyrirtæki kæmi þar að, það er að segja á fundum, því burðarásinn á milli Íslands og Kína varðandi orkusamstarf liggur þar í gegn.“ Í seinni fyrirspurn sinni spurði Svandís ráðherrann svo út í það hverjir væru eigendur Orka Energy. Svaraði Illugi því til að enginn íslenskur aðili ætti í fyrirtæki. Um væri að ræða aðila búsetta erlendis eða erlenda aðila en bætti svo við: „Það er eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum. Ég veit að háttvirtur þingmaður hefur ekki þá reynslu. Háttvirtur þingmaður virðist samkvæmt sinni ferilskrá aldrei hafa unnið hjá neinum einkaaðilum heldur bara hjá hinu opinbera.“
Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00
Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57