Bjarni segir að stöðugleikaskattur höggvi á hnútinn hjá slitabúum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 13:02 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að unnið sé að frumvarpi um stöðugleikaskatt sem næði til slitabúa föllnu bankanna en frumvarpið sé ekki tilbúið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson gátu ekki sótt þingfund í gær því þeir voru á fundi með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit sem er einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta. Eins og Sigmundur Davíð greindi frá í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi verður lagður á sérstakur stöðugleikaskattur á slitabú föllnu bankanna sem hann sagði að myndi skila hundruðum milljarða króna í ríkissjóð. Tilgangur skattsins er að verja fjármálastöðugleika á Íslandi við afnám gjaldeyrishafta en krónueignir slitabúa föllnu bankanna ógna þessum stöðugleika. „Það er ekki langt síðan við kynntum til sögunnar skref vegna snjóhengjunnar svokölluðu. Við þurfum að takast á við þann vanda, það eru krónur sem eru utan slitabúanna. Við ætlum að standa þannig að því máli að það ógni ekki stöðugleikanum. Vinnan vegna vandans sem slitabúin valda okkur er líka til þess hugsuð að viðhalda stöðugleika,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu 365 eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Bjarni sagði að frumvarp um stöðugleikaskattinn svokallaða væri ekki tilbúið. „Ef frumvarpið væri tilbúið þá væri ég búinn að leggja það fram í ríkisstjórninni." Bjarni sagði jafnframt að það hefðu verið vonbrigði að slitabúin hefðu ekki gert raunhæfar tillögur til Seðlabankans um nauðasamninga. „Við getum ekki búið við þá stöðu endalaust enda eru slitabúin aðaleigendur að stóru fjármálafyrirtækjunum í þessu landi. Þess vegna gæti þurft að koma til þess að stjórnvöld höggvi á hnútinn og segi, við þetta verður ekki unað lengur. Í því sambandi væri (slík) skattlagning stöðugleikaskattur," sagði Bjarni.Eiginlegur „mengunarskattur“ Stöðugleikaskattur (e. stability levy) sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri líkti við mengunarskatt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun er ekki óþekkt fyrirbæri á Vesturlöndum. Um er að ræða skattlagningu á tilteknar eignir til að verja fjármálastöðugleika. Ekki er um að ræða eiginlegan útgönguskatt sem er greiddur við fjármagnsflutninga milli landa. Már líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við mengun á efnahagsreikningi þjóðarinnar. Sú samlíking er ekki svo fjarri lagi enda má líkja krónueignum slitabúanna við eignir sem ógna fjármálastöðugleika þjóðarbúsins. Ekki er til gjaldeyrir til að skipta þessum krónueignum út og ekki er útlit fyrir að sú staða skapist á næstu árum. Már hefur sagt á öðrum vettvangi að það gæti þurft að færa þessar eignir niður um allt að 75 prósent. Í raun má segja að skattlagning þessara eigna sé ein leið til að færa þær niður. Kýpverjar ætluðu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu innleiðingu stöðugleikaskatts á Kýpur í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 sem má nálgast í viðhengi með þessari frétt. Stöðugleikaskatturinn á bankainnistæður var hins vegar felldur á þjóðþingi Kýpur eftir að áform voru kynnt um innleiðingu skattsins þannig að hann varð aldrei að veruleika, en hann hafði líka valdið áhlaupi á kýpverska banka í millitíðinni eftir að fréttir bárust um mögulega innleiðingu hans. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gengi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að unnið sé að frumvarpi um stöðugleikaskatt sem næði til slitabúa föllnu bankanna en frumvarpið sé ekki tilbúið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson gátu ekki sótt þingfund í gær því þeir voru á fundi með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit sem er einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta. Eins og Sigmundur Davíð greindi frá í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi verður lagður á sérstakur stöðugleikaskattur á slitabú föllnu bankanna sem hann sagði að myndi skila hundruðum milljarða króna í ríkissjóð. Tilgangur skattsins er að verja fjármálastöðugleika á Íslandi við afnám gjaldeyrishafta en krónueignir slitabúa föllnu bankanna ógna þessum stöðugleika. „Það er ekki langt síðan við kynntum til sögunnar skref vegna snjóhengjunnar svokölluðu. Við þurfum að takast á við þann vanda, það eru krónur sem eru utan slitabúanna. Við ætlum að standa þannig að því máli að það ógni ekki stöðugleikanum. Vinnan vegna vandans sem slitabúin valda okkur er líka til þess hugsuð að viðhalda stöðugleika,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu 365 eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Bjarni sagði að frumvarp um stöðugleikaskattinn svokallaða væri ekki tilbúið. „Ef frumvarpið væri tilbúið þá væri ég búinn að leggja það fram í ríkisstjórninni." Bjarni sagði jafnframt að það hefðu verið vonbrigði að slitabúin hefðu ekki gert raunhæfar tillögur til Seðlabankans um nauðasamninga. „Við getum ekki búið við þá stöðu endalaust enda eru slitabúin aðaleigendur að stóru fjármálafyrirtækjunum í þessu landi. Þess vegna gæti þurft að koma til þess að stjórnvöld höggvi á hnútinn og segi, við þetta verður ekki unað lengur. Í því sambandi væri (slík) skattlagning stöðugleikaskattur," sagði Bjarni.Eiginlegur „mengunarskattur“ Stöðugleikaskattur (e. stability levy) sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri líkti við mengunarskatt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun er ekki óþekkt fyrirbæri á Vesturlöndum. Um er að ræða skattlagningu á tilteknar eignir til að verja fjármálastöðugleika. Ekki er um að ræða eiginlegan útgönguskatt sem er greiddur við fjármagnsflutninga milli landa. Már líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við mengun á efnahagsreikningi þjóðarinnar. Sú samlíking er ekki svo fjarri lagi enda má líkja krónueignum slitabúanna við eignir sem ógna fjármálastöðugleika þjóðarbúsins. Ekki er til gjaldeyrir til að skipta þessum krónueignum út og ekki er útlit fyrir að sú staða skapist á næstu árum. Már hefur sagt á öðrum vettvangi að það gæti þurft að færa þessar eignir niður um allt að 75 prósent. Í raun má segja að skattlagning þessara eigna sé ein leið til að færa þær niður. Kýpverjar ætluðu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu innleiðingu stöðugleikaskatts á Kýpur í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 sem má nálgast í viðhengi með þessari frétt. Stöðugleikaskatturinn á bankainnistæður var hins vegar felldur á þjóðþingi Kýpur eftir að áform voru kynnt um innleiðingu skattsins þannig að hann varð aldrei að veruleika, en hann hafði líka valdið áhlaupi á kýpverska banka í millitíðinni eftir að fréttir bárust um mögulega innleiðingu hans.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gengi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira