Nemendum í þremur grunnskólum í Hafnarfirði býðst sálfræðiþjónusta Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. apríl 2015 10:29 Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar voru virkjuð um leið og fyrstu fréttir af slysinu við Reykdalsstíflu bárust í gær. Vísir/Ernir Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar var virkjað um leið og fyrstu fréttir af slysinu við Reykdalsstíflu bárust. Þetta segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Tveir drengir voru hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. „Það eru þrír grunnskólar í nágrenninu; það er Lækjarskóli og Setbergsskóli og svo er Öldutúnsskóli líka í þessu hverfi,“ segir Steinunn. „Við settum strax í gær af stað hjá okkur áfallateymin í þessum skólum og áfallateymi bæjarins. Allir kennarar voru upplýstir um stöðuna og ef krakkarnir vildu ræða málin þá voru þeir til.“ Drengirnir tveir eru ekki nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar. Þær upplýsingar lágu þó ekki fyrir fyrr en síðar um daginn en slysið átti sér stað um hálf þrjú í gærdag. Öllum nemendum var í gærkvöldi boðin sálfræðiþjónusta. „Við sendum tölvupóst í gær á alla foreldra í þessum þremur skólum þar sem við sendum númer hjá sálfræðingum bæjarins ef að það hefði eitthvað komið upp í gærkvöldi,“ segir hún. Enginn hafði samband við sálfræðingana en boðið verður áfram upp á þjónustu þeirra í dag. Sérstök áhersla er lögð á nemendur í Lækjarskóla en slysið átti sér stað rétt hjá skólanum. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar munu aðstoða lögreglu eftir bestu getu við rannsókn málsins, að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst hugsum við til þessa fólks sem lendir í þessu. Hugur okkar er hjá þessu fólki,“ segir hún. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar var virkjað um leið og fyrstu fréttir af slysinu við Reykdalsstíflu bárust. Þetta segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Tveir drengir voru hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. „Það eru þrír grunnskólar í nágrenninu; það er Lækjarskóli og Setbergsskóli og svo er Öldutúnsskóli líka í þessu hverfi,“ segir Steinunn. „Við settum strax í gær af stað hjá okkur áfallateymin í þessum skólum og áfallateymi bæjarins. Allir kennarar voru upplýstir um stöðuna og ef krakkarnir vildu ræða málin þá voru þeir til.“ Drengirnir tveir eru ekki nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar. Þær upplýsingar lágu þó ekki fyrir fyrr en síðar um daginn en slysið átti sér stað um hálf þrjú í gærdag. Öllum nemendum var í gærkvöldi boðin sálfræðiþjónusta. „Við sendum tölvupóst í gær á alla foreldra í þessum þremur skólum þar sem við sendum númer hjá sálfræðingum bæjarins ef að það hefði eitthvað komið upp í gærkvöldi,“ segir hún. Enginn hafði samband við sálfræðingana en boðið verður áfram upp á þjónustu þeirra í dag. Sérstök áhersla er lögð á nemendur í Lækjarskóla en slysið átti sér stað rétt hjá skólanum. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar munu aðstoða lögreglu eftir bestu getu við rannsókn málsins, að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst hugsum við til þessa fólks sem lendir í þessu. Hugur okkar er hjá þessu fólki,“ segir hún.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51
Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00
Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47