Í gær frumsýndi hann nýjasta tattúið sitt. Það er mynd af tígrisdýri sem hann lét setja á magann á sér.
„Ef þú sérð tígrisdýrið þá er það of seint. Það er búið að borða þig," skrifaði Conor á samfélagsmiðla með myndinni.
Tígrisdýrið á líklega að hræða meistarann Jose Aldo enn frekar er þeir mætast í titilbardaga í Las Vegas þann 11. júlí.
Conor er á leið i æfingabúðir með Gunnari Nelson og fleirum í byrjun næsta mánaðar.