Fjárlaganefnd vill frekari svör um meint samkeppnisbrot Íslandspósts Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2015 15:23 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandspósts komu á fund fjárlaganefndar í dag til að svara spurningum nefndarmanna um meint samkeppnislagabrot. Íslandspóstur hefur verið sakaður um að nýta þann hluta rekstursins sem ríkið hefur gefið fyrirtækinu einkarétt á að sinna til að greiða niður samkeppnisrekstur þess. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, kveðst ánægð með fundinn þar sem stjórnendur Póstsins svöruðu spurningum og rökstuddu mál sitt. „Það sem við þurfum að skoða betur eru fullyrðingar sem að við þurfum að fá svör við bæði frá Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu,“ segir Vigdís um niðurstöðu fundarins. Búið er að óska eftir fundi með forsvarsmönnum stofnunarinnar til að fá svör við þeim spurningum. „Okkur finnst enn þá vera aðeins óskýrt þessar fullyrðingar Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem uppi eru áhöld um að einkaleyfi sé að greiða niður samkeppnisrekstur,“ útskýrir Vigdís. Aðspurð segir Vigdís skoðun fjárlaganefndar ekki snúa að kaupi og kjörum stjórnenda fyrirtækisins, sem þó hefur sætt nokkurri gagnrýni. „Við erum að horfa á reksturinn, stóru myndina, þessar stóru ávirðingar sem hafa komið fram,” segir hún og vísar þar til meintra samkeppnisbrota fyrirtækisins. „Þeir hafa stofnað dótturfélög á síðustu árum og kaupa fyrirtæki á markaði til að setja undir hatt Íslandspósts, sem ég tel ekki samrýmast lögum að öllu leyti,“ segir hún. „Þeir telja að þeim sé þetta heimilt.” Alþingi Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Forstjóri og stjórnarformaður Íslandspósts komu á fund fjárlaganefndar í dag til að svara spurningum nefndarmanna um meint samkeppnislagabrot. Íslandspóstur hefur verið sakaður um að nýta þann hluta rekstursins sem ríkið hefur gefið fyrirtækinu einkarétt á að sinna til að greiða niður samkeppnisrekstur þess. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, kveðst ánægð með fundinn þar sem stjórnendur Póstsins svöruðu spurningum og rökstuddu mál sitt. „Það sem við þurfum að skoða betur eru fullyrðingar sem að við þurfum að fá svör við bæði frá Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu,“ segir Vigdís um niðurstöðu fundarins. Búið er að óska eftir fundi með forsvarsmönnum stofnunarinnar til að fá svör við þeim spurningum. „Okkur finnst enn þá vera aðeins óskýrt þessar fullyrðingar Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem uppi eru áhöld um að einkaleyfi sé að greiða niður samkeppnisrekstur,“ útskýrir Vigdís. Aðspurð segir Vigdís skoðun fjárlaganefndar ekki snúa að kaupi og kjörum stjórnenda fyrirtækisins, sem þó hefur sætt nokkurri gagnrýni. „Við erum að horfa á reksturinn, stóru myndina, þessar stóru ávirðingar sem hafa komið fram,” segir hún og vísar þar til meintra samkeppnisbrota fyrirtækisins. „Þeir hafa stofnað dótturfélög á síðustu árum og kaupa fyrirtæki á markaði til að setja undir hatt Íslandspósts, sem ég tel ekki samrýmast lögum að öllu leyti,“ segir hún. „Þeir telja að þeim sé þetta heimilt.”
Alþingi Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira